Litli Bergþór - 01.11.2006, Síða 25
málinu geta komið að leita lausna þannig að áfram
muni vaxa og dafna öflugt söng- og menningarlíf í
Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn felur Margeiri Ingólfssyni og Drífu
Kristjánsdóttur að rœða við þá aðila sem málið
varðar og leita leiða til að lausnar fyrir
kirkjusóknirnar og kórastaif
60. fundur byggðaráðs 26. september 2006.
Mœttir voru byggðaráðsmenn og Valtýr Valtýsson,
sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Umsögn um kæru Péturs M. Jónassonar.
dags. 26. júní 2006.
Lögð var fram kæra Péturs M. Jónassonar, sem
hann sendi umhverfisráðuneytinu, en ráðuneytið
óskaði umsagnar sveitarstjómar.
Vísað er til greinargerðar, ásamt viðauka, sem
sveitarstjóm Bláskógabyggðar sendi frá sér þann 28.
júní 2005 í kjölfar úrskurðar Sigríðar Önnu
Þórðardóttur, þáverandi umhverfisráðherra, um
umhverfismat Gjábakkavegar (365).
Byggðaráð útfærir tillögu að umsögn, í samræmi
við umræður sem fram fóru á fundinum, sem lögð
verði fyrir næsta fund sveitarstjómar þann 3.
október n.k.
Umsögn skólastiórnenda varðandi skólabókasafn
Grunnskóla Bláskógabvggðar á Laugarvatni.
Vísað er til bókunar í lið 8 í fundargerð
byggðaráðs 27. júní 2006, þar sem tekið er fyrir
tilboð Menntaskólans að Laugarvatni vegna
bókasafnsþjónustu. Fyrir liggur jákvæð umsögn
skólastjómenda gagnvart tilboðinu, þ.e. þá liði þess
sem snúa að þjónustu við Grunnskóla
Bláskógabyggðar á Laugarvatni.
Byggðaráð leggur til að tilboði Menntaskólans að
Laugarvatni verði tekið enda muni eiga sér stað
endurskoðun þessa samkomulags fyrir apríl 2007.
Sveitarstjóra verði falið að útfæra samning við
Menntaskólann sem grundvallast á þessu tilboði.
Ráðning í starf forstöðumanns.
þjónustumiðstöðvar Bláskógabyggðar.
Sveitarstjóri lagði fram atvinnuauglýsingu,
umsóknir um starfið og matsblað umsókna. Gerði
hann grein fyrir umsóknum og viðtölum við
umsækjendur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að bjóða fyrst
Halldóri Karli Hermannssyni starfið. Sveitarstjóra
falið að leggja ráðningarsamning fyrir næsta fund
sveitarstjómar til staðfestingar.
Innsend bréf og erindi:
Auðunn Árnason, dags. 1. september 2006,
námsgjöld söngskóla.
I erindinu er óskað eftir því að Bláskógabyggð
greiði helming námsgjalda, kr. 150.000, vegna
söngnáms Daníels Njáls Auðunssonar hjá
Söngskólanum í Reykjavík. Byggðaráð leggur til að
greiddur verði hluti námsgjalda við skólann, þ.e. að
upphæð kr. 150.000. Jafnframt leggur byggðaráð til
að menningarmálanefnd verði falið að móta tillögu
að stefnu í þessum málum.
Hrafn Magnússon. mótt. 5. september 2006,
kurlun og förgun á trjám.
Fyrir liggur tilboð frá Hrafni Magnússyni í kurlun
og förgun trjáa sem berast á gámasvæði
sveitarfélagsins. Markmið með þessu verkefni er að
koma í veg fyrir óhagkvæman akstur og förgun á
þessum úrgangi að förgunarstað í
Kirkjuferjuhjáleigu og jafnframt að opna á þann
möguleika að endurnýta hráefnið/afurðina.
Byggðaráð lýsir yfir áhuga fyrir verkefninu og
leggur til að leitað verði umsagnar hjá
umhverfisnefnd sveitarfélagsins áður en endanleg
afstaða verður tekin til tilboðsins. Jafnframt
umsögn er óskað eftir því við umhverfisnefnd að
hún komi fram með hagkvæmar hugmyndir
varðandi framkvæmd þessa verkefnis með tilliti til
aðstöðusköpunar m.m.
64. fundur sveitarstjórnar 3. október 2006.
Mœttir voru allir sveitarstjórnrmenn nema Drífa
Kristjánsdóttir en fyrir hana Hólmfríður Bjarna-
dóttir, einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem
ritaði fundargerð.
Skipulagsmál
l.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Biskupstungnahrepps 2000 - 2012; Borgarhólar.
Skálholti. Einnig lögð fram umsögn
Umhverfisstofnunar, mótt. 14. september 2006.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkti á fundi
sínum 25. apríl 2006 að tillaga að breytingu á
aðalskipulagi Biskupstungna 2000 - 2012,
Borgarhólar, Skálholti, yrði auglýst skv. 18. grein
skipulags- og byggingarlaga. Þessi samþykkt
byggðaráðs var staðfest af sveitarstjórn
Bláskógabyggðar þann 2. maí 2006. Þann 19. maí
2006 ritar Umhverfisstofnun Biskupsstofu bréf þar
sem fram koma athugasemdir vegna fyrirhugaðrar
breytingar á landnotkun skv. tillögunni.
Skipulagsstofnun óskar eftir því við sveitarstjóm
Bláskógabyggðar að hún svari framkomnum
athugasemdum áður en hún heimili auglýsingu
tillögunnar.
Athugasemdir Umhverfisstofnunar eru í
meginatriðum þríþættar:
• Stofnunin telur að náttúrufari og fuglalífi geti
stafað hætta af fyrirhugaðri frístundabyggð.
• Borun eftir heitu vatni gæti haft áhrif á
jarðhitasvæði við Skálholt.
• Hugsanleg neikvæð áhrif á ásýnd vegna
staðsetningar mannvirkja við svo sögufrægan stað
sem Skálholt er.
Jafnframt bendir Skipulagsstofnun á að umrætt
25 Litli Bergþór