Litli Bergþór - 01.11.2006, Síða 27
að „Félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til
þess að fara yfir réttarstöðu eigenda og íbúa
frístundahúsa samkvæmt þeim lögum sem nú eru í
gildi.“ Fram kemur í greininni hverjir eru skipaði í
nefndina. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir
undrun og áhyggjum gagnvart því að þau
sveitarfélög sem hafa hvað flest sumarhús á sínu
stjómsýslusvæði skuli ekki eiga fulltrúa í
vinnuhópnum, þar sem umræðan mun að vemlegu
leyti snúast um samskipti sumarhúsaeigenda og
sveitarfélaga.
Breyting á réttarstöðu sumarhúsaeigenda getur
haft vemleg áhrif í sveitarfélögum eins og
Bláskógabyggð, en í sveitarfélaginu eru u.þ.b. 2000
sumarbústaðir.
61. fundur byggðaráðs 31. október 2006.
Mœtt: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson
varamaður vegnafjarveru Sigrúnar Lilju
Einarsdóttur, Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr
Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Umsókn um byggingarlóð.
Umsókn frá GRG vélar ehf. kt. 510906-1280 þar
sem sótt er um athafnalóðina Vegholt 4 í Reykholti.
Samþykkt samhljóða.
Innsend bréf og erindi:
Landsnet. dags. 11. september 2006,
Umhverfisúttekt á Sultartangalínu 3.
í bréfinu kemur fram að Landsnet óskar eftir því,
að Bláskógabyggð tilnefni fulltrúa sinn í
umhverfisúttekt á Sultartangalínu 3.
Skipulagsfulltrúi hefur verið fulltrúi sveitarfélagsins
á fyrri stigum. Búið er að fara í vettvangsferð vegna
þessarar úttektar og var Pétur Ingi Haraldsson
fulltrúi sveitarfélagsins í þeirri ferð. Byggðaráð
leggur til að skipulagsfulltrúi verði áfram fulltrúi
sveitarfélagsins við þessa vinnu.
Landgræðsla rfkisins, dags. 5. október 2006,
Bændur græða landið.
Byggðaráð leggur til að áframhald verði á
þátttöku í verkefninu
Nefnd til aðgangs að opinberum gögnum um
örvggismál. dags. 17. október 2006.
Byggðaráði er ekki kunnugt um að
Bláskógabyggð hafi í sinni umsjá opinber gögn sem
varða öryggismál landsins.
65. fundur sveitarstjórnar 7. nóvember 2006.
Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn nema
Sigrún Lilja Einarsdóttir enfyrir hana Jens Pétur
Jóhannsson. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson,
sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að breytingu á
fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006,
fyrri umræða. Aætlunin gerir ráð fyrir að
heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e.
sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verið
kr. 612.395.000. Rekstrargjöld samstæðu ásamt
afskriftum kr. 560.126.000. Fjármagnsgjöld áætluð
kr. 38.328.000. Rekstrarniðurstaða
samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður
jákvæð að upphæð kr. 13.941.000. Gert er ráð fyrir
að fjárfestingar ársins vegna byggingaframkvæmda,
gatnagerðar, fráveitu og vegna kaupa á
athafnalóðum verði nettó kr. 65.100.000.
Samþykkt að vísa breytingatillögunni til annarrar
umræðu í sveitarstjórn.
Húsaleiuubætur 2007.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að auglýsingu um
greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð fyrir árið
2007.1 auglýsingunni er gerð tillaga um að
fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og
grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð frá
félagsmálaráðuneytinu. Samþykkt samhljóða.
SELÁS-BYGGINGAR ehf.
Tilboðsgerð, viðhald, hurðir,
gluggar, timbur-, íbúðar-,
sumar og stálgrindarhús
Hákon Páll Gunnlaugsson
löggiltur húsasmíðameistari + byggingastj.
Sími 486-8862/894-4142
netfang: hpgunn@binet.is fax: 486-8620