Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 2

Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 2
LITLI BERGÞÓR Málgagn Ungmennafélags Biskupstungna 2. tbl. 30. árg. des. 2009 Ritstjórn: Svava Theodórsdóttir, formaður (S.T.) Myndir: Ýmsir Egill Hallgrímsson, ritari (E.H.) Prófarkalestur: Ritstjórn Geirþrúður Sighvatsdóttir, gjaldkeri (G.S.) Umbrot og prentun: Prentmet Suðurlands Skúli Sæland, meðstjórnandi (S.S.) Áskriftarsímar: 486 88 73 Pétur Skarphéðinsson, meðstjórnandi (P.S.) Netfang: litlibergthor@gmail.com Efnisyfirlit: bls. 3 Ritstjórnargrein bls. 15 Kveðskapur Halldórs á L-Fljóti 4 Formannspistill 16 Myndir frá myndasamkeppni 5 Hvað segirðu til? 20 Smásögur og ljóð 7 Sungið fyrir Berlínarbúa... 22 Logafréttir 11 Biskupstungur / Bláskógabyggð 23 Ágrip af 80 ára sögu Kvenfélagsins 12. Viðtal við Guttorm í Skálholti 25 Kvenfélagspistill 27 Gamlir skólastílar Forsíðumynd: Högnhöfði. Ljósmyndari: íris Jóhannsdóttir Orðsending frá ritnefnd Undanfarið ár hefur verið Litla Bergþóri þungt í skauti. Eins og kunnugt er lést Arnór Karlsson, fyrrverandi formaður ritnefndar í febrúar s.l. og var það mikil blóðtaka fyrir blaðið þar sem hann hafði verið ritstjóri og haft yfirumsjón með útgáfunni um árabil. Skúli Sæland sá um að koma næsta blaði út en hann settist síðan á skólabekk þannig að ég er nú að taka við keflinu frá honum í að sjá um útgáfuna. Eins og þið vitið þá tekur frumraunin ævinlega nokkuð lengri tíma en seinni verk og við skulum vona að næstu blöð verði ekki svona lengi að fæðast. Kreppan margfræga hefur einnig krækt í Litla Bergþór og prentunarkostnaður blaðsins hefur stigið um 50% á einu ári. í ljósi þessara þátta hefur ritnefndin tekið þá ákvörðun að út komi bara tvö tölublöð í ár og væntanlega á næsta ári líka. Við teljum það vænlegri kost en að hækka áskriftargjald eins og staðan er hjá fólki í dag. Okkur þykir þó leitt að innheimta áskriftargjalda fyrir 2009 hefur dregist svona. Venjan hefur verið að rukka þau með sumarblaðinu sem hefur verið að koma á sumrin en þar sem það kom aldrei þá verður þetta svo að vera í ár. Bestu kveðjur Fyrir hönd ritnefndar Svava Theodórsdóttir Litli Bergþór 2

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.