Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til?
Helstu tíðindi úr sveitinni
• Veður var ágætt s.l. sumar. Hlýtt og þurrt, jafn-
vel í það þurrasta fyrir gróður. Seinni partinn í ágúst
dró úr hlýindum og er kom fram í september fór að
rigna töluvert og kólna. Það sem af er vetri hefur
veður verið tíðindalítið. Komið fremur stuttir frosta-
kaflar en annars verið hlýtt miðað við árstíma þang-
að til seinni partinn í nóvember að fór að frysta af
alvöru.
• Eldra íbúðarhúsið á Iðu var rifið vegna
jarðskjálftaskemmda í sumar og byggt nýtt hús á
grunninum.
• Ráðinn var nýr matráður í mötuneytið í
Aratungu, hann heitir Guðbjörn Asgeirsson
Frá mötuneytinu í Aratungu, Guðbjörn skammtar mat.
(mynd Svava Theodórsdóttir)
• Bændamarkaðir voru haldnir í sumar á tveimur
stöðum í Biskupstungum. Annar var á Stöllum og
hinn í húsnæði Björgunarsveitarinnar við
Bjarkarbraut.
• Nýr gistiskáli í Myrkholti sem fengið hefur naf-
nið Skálinn var tekinn í notkun seinnipartinn í apríl.
• Kosið var til alþingis í Aratungu þann 25. apríl.
• Nýr organisti, Jón Bjarnason, tók til starfa við
Skálholtskirkju þann 1. júlí í sumar.
• Heimsmeistaramót í glímu var haldið 22. og 23.
ágúst á Geysi í Haukadal og vara sýnt frá keppninni
í þætti Gísla Einarssonar „Ut og suður“ sunnu-
daginn 6. september þar sem mátti sjá hinum og
þessum Biskupstungnamönnum bregða fyrir.
• Við upphaf heimsmeistaramótsins í glímu var
afhjúpaður minnisvarði á Geysi til heiðurs glímu-
íþróttinni. Voru það Bjarni, Már og Þórir
Sigurðssynir sem afhjúpuðu verkið.
• Kvenfélag Biskupstungna hefur staðið fyrir
gönguferðum um sveitina í sumar við góðar undir-
tektir. Nú hefur félagið tekið höndum saman við
Litið við í sndlauginni á góðum degi.
(mynd Svava Tlieodórsdóttir)
Ungmennafélagið og er ætlunin að ganga
aðra hverja helgi í vetur eftir því sem
veður leyfir.
• 17. júní-hátíðin fór fram í sól og
logni á hefðbundinn máta. Hátíðarmessa
var í Torfastaðakirkju. Skrúðganga fór frá
Bjarnabúð upp að íþróttamiðstöð þar sem
fram fóru ýmis skemmtiatriði bæði innan-
húss og utan. Þegar þeim var lokið var
kaffisala í Aratungu.
• Tungnaréttir voru haldnar laugardaginn
12. september í þokkalegu verðri þó að það
gengi á með skúrum. Að vanda gekk fljótt
og vel að draga í dilka og almenn-ingurinn
fylltist af tvífætlingum sem sungu og spjöll-
uðu. Um kvöldið var síðan haldið réttaball í
Aratungu þar sem hljómsveitin „Allra veðra von“
lék fyrir dansi.
• Vinnustofan Rósin starfar og hefur verið starf-
rækt í nokkurn tíma í Austurhlíð. Þar er opið eftir
samkomulagi og hægt að kaupa prjónavörur,
glervörur, kerti, sápur og margt fleira
• Garn.is er verslun með garn sem starfrækt er að
Bjarkarbraut 11 í Reykholti og er opin eftir sam-
komulagi.
• I Laugarási var starfrækt lagersala á skófatnaði í
sumar í uppgerðu gróðurhúsi í Varmagerði.
• Guttormur Bjarnason í Skálholti bauð sveit-
ungum sínum til afmælisveislu í sumar þar sem
hann fagnaði 50 ára afmæli sínu.
• Göngustígur í gengum Laugarás var malbik-
aður.
• Reiðstígur var endurnýjaður á kafla við
Reykholt.
5 Litli Bergþór