Litli Bergþór - 01.12.2009, Page 9

Litli Bergþór - 01.12.2009, Page 9
Frá tónleikunum 6.6.2009 í Gethsemanekirkjunni. í ljós, sem við vissum ekki fyrr en stuttu áður en við fór- um út, að á þessum tónleikum var hún að kveðja kirkju- kórinn sinn, eins og við vorum í raun að kveðja Hilmar Örn, okkar gamla kórstjóra. Þetta gaf tónleikunum sérstakt gildi í hugum allra kórfélaga, þýskra sem íslenskra. Við íslensku kórfélagarnir fengum aðstöðu í Söng- skólanum hennar Elísabetar, sem var handan götunnar við kirkjuna, til að skipta um föt fyrir tónleikana, sumir fundu tíma til að fá sér smá bita líka. Og svo var klukkan að verða fimm og komið að því að stilla sér í raðirnar inni í safnaðarheimilinu og ganga upp á pallana. Toj-toj. Tilfinningin var mögnuð að syngja í þessari stóru og fallegu kirkju frammi fyrir 2000 áheyrendum. Okkur leið allavega vel og allir sem við töluðum við eftir tónleikana lofuðu flutninginn. Þetta voru langir tónleikar, enda fluttar tvær heilar messur, Berlínarmessa eftir Arvo Párt og Brynjólfsmessa Gunnars Þórðarsonar. Freyja Gunnlaugsdóttir klarinettuleikari flutti auk þess klarinettukonsert í A-Dúr eftir Mozart með hljómsveitinni og svo söng Skálholtskórinn tvö íslensk sönglög einn og óstuddur á milli atriða. Lengd tónleikana olli sumum vissum vanda eins og fram kemur í vísu, sem Meistari Halldór Páll orti, um leiðangur þeirra Braga í „hléi“. En þetta hafði hann að segja um Freyju: „Klarenettu konsertinn hennar Freyju Gunnlaugs var stórglæsilegur. Hún er algjör snillingur hún Freyja, enda vorum við íslendingar að rifna úr stolti vegna frammistöðu hennar (Gulli pabbi hennar er stúdent frá ML 1969). Þessi konsert er víst aðal inntöku-stykki klarenettuleikara í alla helstu listaskóla heimsins sagði Freyja mér eftir tónleikana. Hún hefur flutt þetta nokkuð oft og sögðu mér aðrir síðar um kvöldið að hún væri talin með þeim betri í þessum konsert. Fyrir fólkið á pöllunum, allavega fyrir kalla sem ekki pössuðu upp á það að drekka hóflega vatnið fyrir tónleika, reyndist þetta erfitt. Bragi var fyrir framan mig, rétti sig upp í rólegum kafla tenórsins og spurði: „Er ekki hlé“. Ég taldi svo vera - en það var ekki. í klappi eftir klarenettukonsertinn brugðum við okkur af bæ og töppuðum aðeins af. Þegar við komum til baka fannst okkur klappað sérstaklega fyrir okkur, enda sérlega glæsilegir menn. Pissupása Halldór og Bragi þeir hoppuðu palla sem liestar tveir komnir með streng. Tindilfœttir þeir teljast nú varla tveir gamlir karlar í spreng. Eftir tónleikana höfðu félagar í þýska kórnum undirbúið samkvæmi í safnaðarheimilinu, sem bæði var kveðjuteiti fyrir Elísabetu og því tilfinningaþrungið, en jafnframt gleðipartý og samvera með okkur íslensku þátttakendunum. Þar voru bornar fram veitingar, sungið og spilað fram undir miðnætti, haldnar ræður og gefnar gjafir. Að sjálfsögðu var komið við á hótelbarnum á leiðinni heim, enda frjáls dagur framundan. Eða eins og Halldór Páll orðaði það: Tónleikaeftirpartý I Gethsemane var gleði við völd með Guðaveigum og hlýju, haldið var áfram þá húmar um kvöld í herbergi þúsund og tíu ! A samkomu eftir tónleikana í safnaðarheimili kirkjunnar. A myndinni má þekkja Arnheiði í Gýgjarhólskoti, Elísabetu kórstjóra, Ósk frá Hrosshaga, Geirþrúði á Miðhúsum og Helgu Agústsdóttur kennara í Reykholti. Sunnudagur 7. júní. Gengið um Berlín með Hilmari Erni. A kóræfingum í vetur kom upp sú skemmtilega hug- mynd að Hilmar myndi fara með kórfélagana í hjólatúr um Berlín til að sýna okkur helstu kennileiti. En þegar á hólminn kom guggnuðu hetjurnar samt - þó að skemmtilegt hefði verið að sjá þá Óla á Torfastöðum, Hallgrím á Miðhúsum og Braga á Vatnsleysu geysast um strætin á hjóli. - Það var ákveðið að ganga um miðborgina í staðinn, leiðin lá um „Unter den Linden“ frá Alexander- platz til Brandenborgarhliðsins. Hilmar reyndist ágætur leiðsögumaður og saga borgarinnar varð ljóslifandi, í A tröppum Berlínardómkirkjunnar. Hilmar Örn segirfrá. -------------------------------------- 9 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.