Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 26
Undirfatamódel á skemmtikvöldi Kvenfélagsins í nóvember 2008 (Mynd Aðalheiður Helgadóttir) Bókin hefur hlotið mjög góðar viðtökur og var hún endurprentuð í þriðja sinn nú í haust. Hagnaðurinn af þessari bók rennur allur í ferðasjóð félagskvenna. Á hverju sumri stendur Kvenfélagið fyrir skemmtiferð með eldra fólkinu í sveitinni. Þetta eru dagsferðir og höfum við ferðast víðsvegar um sunn- an- og vestanvert landið.í ár var farin ferð um Reykjanesið. Sveitarfélagið hefur tekið þátt í þess- um ferðalögum með því að borga fyrir rútuna. Þykir okkur þetta alltaf hin besta skemmtun og vonum bara að ferðafélagarnir hafi jafn gaman af og við sjálfar. Vorið 2008 var ákveðið að fara af stað með heilsu- átak innan kvenfélagsins og koma á laggirnar „hreystihóp“. Hugmyndin var að standa fyrir göngu- ferðum um sveitina. Fyrsta gangan var farin um skógræktarsvæðið á Galtalæk í boði Sigurbjargar Snorradóttur og undir hennar leiðsögn. Þetta sama ár var Ungmennafélagið líka með skipulagðar göng- ur um merka staði í sveitinni og ákváðum við þá að venda okkar kvæði í kross og slá okkur upp með þeim. Var það bæði skemmtilegt og fróðlegt. I sumar röltum við svo af stað aftur og farið var í margar góðar gönguferðir. í lok sumars var svo ákveðið að ungmennafélagið og kvenfélagið rugluðu saman reitum og röltu saman um sveitina. Hugmyndin er að halda þessu „sambandi“ áfram næsta sumar og vonandi um ókomin ár. Liður í þessu heilsuátaki Kvenfélagsins er að stuðla að uppbyggingu tækjasalar í íþróttahúsinu, í samvinnu við sveitarfélagið. Aðstaðan er fyrir hendi en þarfnast lagfæringa. Undirbúningur er þegar hafinn og höfum við fest kaup á fyrsta tækinu. Er það trú okkar, að fleiri muni sýna þessu verkefni áhuga og að með sameiginlegu átaki getum við komið okkur upp góðri aðstöðu til að styrkja bæði líkama og sál. Á haustdögum var ráðist í það verkefni að gefa út dagatal til fjáröflunar. Dagatalið prýða myndir af nokkrum félagskonum og hefur það vakið mikla athygli og fengið góðar viðtökur. Ágóðinn af sölu þessa dagatals mun renna til áframhaldandi upp- byggingar á tækjasal íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti sem og til annarra góðgerðarmála. Eg hef hér stiklað á stóru um starf Kvenfélagsins, þó margs sé ógetið. Starf kvenfélagskvenna er vissu- lega mikið og stundum strangt. En sveitungar góðir og aðrir velunnarar! Hvað væri okkar starf ef ykkar nyti ekki við? Við erum einungis verkfæri í höndum samfélagsins, til að miðla til þeirra sem á þurfa að halda, hvort heldur eru einstaklingar eða stofnanir. Það sem af er þessu ári höfum við afhent styrki og gjafir að andvirði hálfrar milljónar króna. Má þar nefna framlag til kaupa á sónartæki til Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands, framlag til kaupa á leiktæki fyrir Leikskólann Álfaborg og flleiri styrki. Fyrir hönd Kvenfélags Biskupstungna, vil ég þakka ykkur öllum sem hafið, bæði fyrr og síðar, stutt okkur svo dyggilega í starfi. Kvenfélagið óskar ykkur velfarnaðar og er það von okkar, að við berum gæfu til að halda áfram á sömu braut um ókomin ár. Góðar stundir. Margrét Baldursdóttir, formaður. Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.