Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 4
Formannspistill Heimsmeistaramót í glímu og hryggspennu fór fram að Geysi í Haukadal 22. og 23. ágúst síðastliðinn. Keppnin gekk vel fyrir sig og þess má geta að tveir Tungnamenn tóku þátt í -81 flokki, þeir Rúnar Björn Guðmundsson sem varð þriðji og Smári Þorsteinsson sem varð fimmti, ennfremur varð Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fjórða í opnum flokki kvenna. Samúel Birkir Egilsson varð þriðji í -100 flokki í hryggspennu. Til hamingju með það. Við þetta tækifæri var einnig afhjúpuð stytta til minningar um íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Þann 13. ágúst kallaði Hafsteinn Þorvaldsson til samkomu í Tíbrá á Selfossi. Tilefnið þess var að hann vildi minnast konu sinnar, Ragnhildar Ingvarsdóttur, sem hefði orðið áttræð þann dag, en hún lést 16. des.2006. Hafsteinn útdeildi þarna einni milljón króna til þriggja ungmennafélaga og HSK. Ungmennafélag Biskupstungna fékk þar í sinn hlut 100.000 kr. sem við erum afar þakklát fyrir og þann hlýja hug til gamla félagsins sem Hafsteinn sýnir með þessu móti. Ég fór að velta því fyrir mér á leiðinni heim eftir þessa kvöld- stund hversvegna Hafsteinn skyldi vera að útdeila þessum fjármunum til ungmenna- og æskulýðsstarfs. Jú það er örugglega vegna þess að í gegnurn líf sitt og starf hefur hann komist að því, að sú samleið og það veganesti sem hann fékk innan ungmennafélagshreyf- ingarinnar, og hann naut svo vel á sínum tíma varð honum til góðs. Hann horfir nú til baka með þ,akklæti fyrir að hafa tekið þátt í svo uppbyggilegu starfi sem þessu. Hann setti saman þessa vísu; Vandinn er veginn að stika vegleysur forðast skalt. Æskan er auðlegðin mikla, orðsporið þúsundfalt. Æskan er „íslandi allt“. Ungmennafélagið hefur látið smíða fallegan skáp sem geymir muni sem félagið á og vill að séu sýni- legir. Skápnum var valinn staður í íþróttamiðstöðinni okkar í Reykholti. Ég ætla ekki að fara að tala um þá erfiðleika sem nú eru í gangi í þjóðfélaginu en bið fólk að huga að því að æskan okkar verði ekki illa fyrir barðinu á neikvæðri umræðu og þrengingum. Reynum þess í stað að halda úti öflugu íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi í samfélaginu. Með kveðju, Guttormur Bjarnason, formaður Tttkwn að okkur «11« kyggingastartsemi Sumarhúsasmídi og -þjónusta Höfum minigröfu með brotfleyg og skotbómulyftara með körfu Þorsteinra Þórarinsson húsasmíðameistari Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.