Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 19
var gist í tjöldum í Ás- garði í Dölum, þaðan var farið í Hundadal í Mið- Dölum, þaðan í Indriða- staði í Skorradal, í Grafardal og niður snarbrattar síldarmanna- götunar, yfir Leggjabrjót á Þingvöll og heim. Með Sólrúnu dóttur Konurnar sex: Erna, Sigrún Ásta Bjarnadóttir frá Reykjum á Skeiöum, Sigrún í Fossnesi, Guörún (Gýgja) Ingvarsdóttir Reykjum á Skeiðum, Magga á Iðu og Kristín á Hlemmiskeiði. okkar er eftirminnilegust 12 daga hestaferð sem við fórum um Þingeyja- sýslu sumarið 2006 með Magga og Lilju á Ár- bakka og fleira fólki. Hestarnir voru keyrðir til Akureyrar og þaðan riðið yfir í Fnjóskadal og yfir í Bárðardal, suður í Réttar- torfu, sem er gangnakofi Bárðdælinga suður við Odáðahraun. Þaðan rið- um við með Odáða- hrauni, eða Suðurárhrauni eins og það heitir þar, í Suðurárbotna, þar sem Suðuráin kemur undan hrauninu, en hún rennur nokkru norðar í Skjálfandafljót. Mig hafði lengi langað til að sjá þennan fallega stað. Síðan riðum við Erna og Guðjón í fríi á Kanarí, en þangað fóru þau á hverjum vetri í ein 8-10 ár. norður að Stöng við Mývatn, þar sem frændfólk Stínu á Efri-Reykjum býr, um Laxárdal að Þeistareykjum og að Lyngási í Kelduhverfi, þar sem við gistum í tvær nætur áður en við snérum aftur vestur á bóginn. Það er rherkilegt hvað landið þarna er allt sprungið, bóndinn að Hóli í Kelduhverfi sagðist missa fleira fé í holur í hrauninu en úr riðuveiki. Yið riðum síðan vestur um Reykjaheiði, Hvammsheiði, Múlaheiði, Fljótsheiði og að Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði og til Akureyrar, þar sem ferðin endaði. Við höfum farið einar fjórar ferðir með Magga og Lilju á Árbakka norður í land og víðar. Lilja er svo dugleg að útbúa fallegar bækur með myndum og ferðalýsingum, sem skemmtilegt er að eiga”. Og Erna sýnir blaðamanni glæsilegar, innbundnar bækur með fallegum myndum af hestum og mönnum og landslagi og ferðalýsingum frá árunum 2006 og 2007. „Það má líka minnast á ferðir með Landaferðafélaginu, en í því er fólk m.a. úr Laugardal, Reykjavík og víðar. Ferðirnar eru orðnar svo margar að það væri efni í heila bók að segja frá þeim. En við höfum alltaf haft yndi af hestum og þeir hafa togað í okkur“. „Þú varst alltaf svo dugleg að drífa þig“ sagði Magga á Iðu einhvern tímann við mig, og það er kannski rétt“, segir Erna brosandi. „Já, flökkueðlið hefur dregið mann víða”, bætir Guðjón við. Og með þeim orðum kveðjum við þessi brosmildu og lífsglöðu hjón, sem kunna það sem margir kunna ekki, að gera það sem þau langar til og njóta þess. Þökk fyrir yndislegar móttökur og veitingar. Geirþrúður Sighvatsdóttir 19 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.