Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 27
og að trúlega sé hún búin að slá persónulegt met í lengd búsetu í Brattholti, enda kunni hún vel við sig þar. Framhaldsskólann tók hún líka í fleirum en ein- um skóla en útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Eftir það lá leið hennar síðan í Samvinnu- háskólann á Bifröst og útskrifaðist hún sem rekstrar- fræðingur vorið 1994. Það var sem sagt á Bifröst sem leiðir þeirra Svav- ars og Elfu lágu saman og í dag eiga þau saman þrjú börn en þau eru: Óðinn, f. 1997, Sölvi f. 2001 og Ástdís Lára f. 2005. Sumarið 1994 reistu Svavar og Njörður, faðir hans, sölutjald við Gullfoss. Þeir útveguðu sér grænt hermannatjald á Hellu, settu það á trépall sem þeir útbjuggu við nýtt bílastæði fyrir ofan Gullfoss. Brjáluð hugmynd, en virkaði strax vel á ferðmenn. Þar var Svavar upptekinn allt sumarið 1994 ásamt því að taka þátt í hefðbundnum búskap með bróður sínum, Jóni, en á þeim tíma var Jón með rúllubagga- þjónustu og fór víða um sveitina og aðstoðaði bænd- ur við heyskapinn. Var þá oft unnið allan sólarhring- inn. Fyrsta skref Svavars og Elfu á viðskiptabrautinni saman var að kaupa söluturninn Örnólf við Snorra- braut í Reykjavík, þau ráku hann um nokkurt skeið og reyndist það góður skóli fyrir framhaldið er farið var að byggja upp við Gullfoss fyrir alvöru. Sigurjón bróðir Svavars hóf störf hjá fyrirtækinu strax fyrsta árið og var lykilmaður hjá því um langt skeið, hann stundar núna lögfræðinám á Akureyri. Margir góðir starfsmenn hafa komið að fyrirtækinu í gegnum árin og vilja Svavar og Elfa sérstaklega þakka Ástdísi móður Elfu fyrir góða vinnu og hjálp. Kristján Eggertsson, afi Elfu, hafði yfirumsjón með allri smíðavinnu fyrstu árin og vann ómetanlegt starf við að koma húsum upp á hagkvæman hátt. Það var mikil barátta, sem tók nokkur ár, að fá í gegn nýtt skipulagssvæði við Gullfoss þar sem gert var ráð fyrir þjónustu við ferðamenn. Njörður og Lára voru þar í eldlínunni og mættu þar töluverðri mótspymu frá ýmsum opinberum aðilum, en þetta hafðist allt í gegn fyrir rest. Njörður og Lára unnu þar mikið frumkvöðlastarf sem Elfa og Svavar njóta góðs af í dag og eru þakklát fyrir. Njörður, Lára og Jón reka núna Hótel Gullfoss sem gengur vel. Sumarið 1997 urðu breytingar. Þá settu þau tjaldið upp en í þetta skiptið stóð það bara í einn mánuð vegna þess að þá voru þau búin að kaupa og koma fyrir litlu 50 fermetra húsi, var þá fyrirtækið loks komi undir þak eftir volkið í tjaldinu. í minningunni var eiginlega alltaf rok og rigning þessi sumur og tjaldið oft við það að fjúka, annað en núna þar sem oft vantar meiri rigningu á sumrin og það er einfaldlega vatnsskortur. Síðan hefur leiðin bara legið uppá við. Aldamótaárið var komið að því að stækka meira og þá byggðu þau fyrsta skálann sem var um 150 fermetrar. Þá voru komin sæti fyrir um 30 manns og þau seldu kaffi, tertur og þess háttar, auk minjagripa. Ári seinna var byggð starfsmannaíbúð við þann 27 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.