Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 25
Það var dálítið Aratunguhlé hjá mér frá 1975-9, en þá kom ég aftur og hóf störf við Reykholtsskóla, sem þá hét svo. Þar fengum við fD (frú Dröfn), með tvo unga syni, nýbyggt einbýlishús til afnota, sem einmitt stóð í næsta nágrenni við Aratungu, ætli það heiti ekki Miðholt 3. Ég var ekki lengur sá sem skellti mér á sveitaball, heldur kom ég nú í auknum mæli að þessum sam- komum sem starfsmaður, enda sogaðist ég fljótlega inn í starf Ungmennafélagsins. Þarna fékk ég að líta skemmtanalífið frá talsvert öðrum sjónarhóli, og þar var auðvitað margt gott og vont, eins og gengur. Auk þess var ég í þannig starfi að ekki þótti gott að vera of áberandi í skemmtanalífinu. Ég lærði það smám saman. Það er eins og mig minni að þegar þarna var komið hafi lögreglan ekki komið lengur að gæslunni, heldur hafi húsið sjálft útvegað fólk í þetta. Þetta var ekki síst vegna þess hver dýrt var orðið að fá lögregluna. í gula húsinu þar sem við bjuggum urðum við nú ekkert sérlega mikið vör við sveitaböllin fyrir utan bassadrunurnar - dúmm, dúmm, dúmm - og síðan ef maður leit út á bjartri sumarnótt og leit ungt fólk vera að dunda sér (það var gerður íslenskur texti við ákveðið lag, sem lýsir því hvað þarna fór stundum fram:)) á bak við kartöflukofann sem stóð við heim- reiðina að skólastjórabústaðnum. Hlutverk Aratungu er mjög breytt frá því var í upphafi. Það vita auðvitað allir að sveitaböllin eru horfin og koma varla til baka, og menn geta deilt um hvernig þróun það er. Enn eru haldnar árshátíðir og réttaball, barnaball á jólum og þorrablót og eitthvað fleira svona fast, auk funda og annars sifks. Þá er skólamötuneytið þarna enn sem fyrr, en þar er heldur betur vel mannað í eldamennskunni nú um stundir. Þar sem áður var símstöð og íbúð húsvarðar, eru nú skrifstofur sveitarfélagsins, þar sem áður var þykkt rautt teppi í anddyrinu, eru komnar gráleitar flísar, þar sem áður var sjoppan, þar sem maður pantaði í gegnum gat á glervegg, svona eins og í bönkum, þar er komið salerni fyrir fatlaða, þar sem áður var öl- salan (öl og gosdrykkir var ekki selt á sama stað og sælgætið) er nú uppþvottavél. Allt þróast og breytist þar með talið svona félags- heimili til sveita. Það eru ýmsir möguleikar í þessu húsi sjálfsagt. Vandinn er að finna þá starfsemi sem gefur það af sér sem til þarf til viðhalds og endur- bóta. Páll M. Skúlason Öáám áeétu áeÁci um yt&öiley jól oy frviteM á famaucU áni. 'pöMuat cM cptt á dnmu en að ícba Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum Efnissala og varahlutaþjónusta. , og lagningu raflagna. Fljót og góð vinna. Q'leðílegjél Jens PéturJóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI GSM 899 9544 Heimasími 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 25 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.