Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 28
skála. Árið 2004 bættu þau við um 300 fermetrum, sem bauð uppá gríðarlega breytingu á rekstrinum. Þau hófu að bera fram íslenska kjötsúpu og fólk gat farið að fá heitan mat. Starfsmannahúsi var bætt við árið 2006 og útipalli sem snýr niður að fossinum. Yfir hann tjölduðu þau og Iögðu þar á borð fyrir matargesti á álagstímum. Tjaldið á pallinum var uppi allt sumarið og var yfir- leitt ekki tekið niður fyrr en í september en í ágúst 2009 gerði ægilegan hvell og tjaldið fauk og gjör- eyðilagðist. Þá lá fyrir að annað hvort yrði að setja upp annað tjald eða byggja yfir pallinn. Úr varð að ráðist var í enn eina stækkuna og byggður 200 fermetra salur með 150 sætum. í dag eru sætin orðin 350 og ferðamönnum fjölgar stöðugt. Fjöldi starfsmanna hjá fyrirtækinu er árstíða- bundinn en að meðaltali eru 8 til 20 manns starfandi. Veitingarnar hjá þeim eru frekar fljótlegar og einfald- ar: kjötsúpa, salat, tertur, alls konar samlokur, baguett og beyglur. Einnig er hægt að fá ýmsa fisk- og kjötrétti pantaða af matseðli. Reksturinn byggist mikið á skipulögðum hópferð- um, mikil tímapressa er á slíkum hópum og byggir allt skipulag og þjónusta á því að afgreiða þessa hópa eins hratt og hægt er til að fyrirtækið verði ekki flöskuháls í ferlinu. Samkeppnin er mikil á þessum markaði og geta ferðamenn í dag valið um margs konar þjónustu á Gullna Hringnum sem er gott til að álagið á svæðinu dreifist víðar. Árið 2003 fluttu Svavar og Elfa alfarið í Brattholt eftir að hafa keyrt á milli Gullfoss og Reykjavíkur í nokkur ár. Þau byggðu sér heilsársbústað og bjuggu í honum í sex ár. Síðan fluttu þau í einbýlishús sem þau byggðu árið 2009. Svavar segir að það sé sér minnisstætt þegar þau hjónin voru að negla þakið á sumarbústaðinn í blíðskaparveðri um vorið að þau tóku ákvörðun um að hér skildu þau búa í framtíðinni. Á þeim tímapunkti áttu þau parhús og voru með kaffihúsarekstur í Spönginni í Grafarvogi. Ákveðið var að selja allt í Reykjavík og nýta fjármuni sem losnuðu til að stækka Gullfosskaffi. Það má segja að þau séu búin að vera að byggja og framkvæma stanslaust síðan þau byrjuðu saman: í Reykjavík, í Brattholti og upp á Gullfossi. Það eru sennilega samtals um 2000 fermetrar sem þau hafa byggt, þegar allt er talið saman. Vinnudagurinn er langur, allar ákvarðanir eru teknar við eldhúsborðið heima og þau sjá líka sjálf um allt skriftstofuhald og umsýslu sem viðkemur fyrirtækinu. Verkefnin eru margs konar, mesta áskor- unin hefur verið að byggja upp allar grunnstoðir sem þarf til að svona fyrirtæki virki, þau hafa þurft að sjá sjálf um alla fráveitu, vatnsveitu og að gera bíla- stæði. Eins hafa þau þurft að berjast fyrir nægu raf- magni og góðu neti og símasambandi. Hvorki sveit- arfélag eða ríkið kemur neitt nálægt þessum rekstri og hafa þau ekki fengið neina styrki til að bygga þetta fyrirtæki upp. „Það hefur verið erfitt en þegar upp er staðið þá er þetta best svona”, segir Svavar. Fyrirtækið er í dag sterkt og skuldlaust. Elfa sá kannski aldrei beinlínis fyrir sér að hún myndi búa í sveit, heldur æxlaðist Iífið bara svona. Henni finnst hún samt ekki finna neitt sérstaklega fyrir því að vera í sveit. Það er svo mikið að gera hjá henni að hún hefur lítinn tíma til að velta þessu neitt sérstaklega fyrir sér. Áhugamálin þeirra verða nokkuð útundan vegna vinnuálags og þegar þau eru ekki upptekin í vinnu þá veitir fjölskyldunni og heimilinu ekki af tíma þeirra. Fjölskyldan skreppur þó á skíði þegar gott færi gefst og börnin nota stöku sinnum hesta sem eru í Brattholti. Báðir bræðurnir æfa fótbolta með Selfossi og er heilmikið stúss í kringum það að koma þeim á æfingar og leiki þar sem fjarlægðir eru miklar. Þau eru sammála um að samgöngur í sveitinni séu góðar og þó að vegalengdir séu miklar þá láta þau það ekki aftra sér. Það eru t.d. um 30 km frá Brattholti í Reykholt þar sem skóli og leikskóli eru og um 70 km ef fara þarf á Selfoss. Þau hafa síðustu ár keyrt um 120 kílómetra á dag bara í og úr leikskóla, sem er eins og önnur leiðin til Reykjavíkur. „En það er svo skemmtilegt með þessa sveit hérna” segir Elfa „að hún er svo ofboðslega falleg að ég fæ aldrei leið á að keyra um hana”. Þau eru ekkert á förum að eigin sögn, kunna vel við sig í þessu starfi og það er alltaf opið á Gullfossi, aldrei lokað einn einasta dag, ekki einu sinni á jóla- dag. Þau eru ákveðin í að láta fyrirtækið vaxa áfram með fjölgun ferðamanna og veita áfram góða þjón- ustu. Blaðamaöur þakkar Svavari og Elfu fyrir spjallið og óskarþeim til hamingju með nýju viðbygginguna og velfarnaðar íframtíðinni. Svava Theodórsdóttir OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Jón kokkur Jón kokkur eldar pasta. En því má ekki kasta. Jón er bara flottur og hann er ennþá kokkur. Höf. Rakel Sara Hjaltadóttir 6. bekk Litli-Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.