Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 2
Manntalið 1910 Manntalið 1910 hefur inni að halda margvíslegar upplýsingar umfram það, sem menn eiga að venjast í hinum útgefnu manntölum 1703, 1801, 1816 og 1845. Á öllum þessum manntölum er getið heimilis manna (auk heimilishrepps eða sóknar), nafns, aldurs, hjúskaparstéttar og stöðu manna (þ.e. starfs og/eða fjöl- skyldustöðu). Manntalið 1845 getur ennfremur um fæðingarsókn hvers og eins (og gilti sú regla óbreytt í öllum aðalmanntölum til og með 1901),^ en í manntali 1816 var reyndar getið fæðingarbæjar hjá velflestum7- Þegar manntalið 1910 er borið saman við þetta, kemur í ljós, að þar er mun meiri upplýsingar að finna. Manntalið tilgreinir ekki einfaldlega aldursár manna eins og öll eldri manntöl gerðu, heldur gefur upp fæðingardag og -ár, fæðingar- hrepp og -sókn (og stundum fæðingarbæ), ennfremur hvaða ár viðkomandi hafi síðast flutt og frá hvaða bæ (og úr hvaða sókn) hann fluttist þá. Þá er hér getið giftingarárs viðkomandi, ennfremur dánarárs maka (ef við á). Loks er þess getið, hve mörg börn viðkomandi hefur átt, þegar manntalið er tekið (1. des. 1910), og er þeim skipt í tvo dálka, þ.e. getið fjölda lifandi barna og látinna. Auk þessa eru stundum athugasemdir um menn, en sumar þeirra, einkum þær sem snerta heilsufar viðkomandi fólks, verða ekki hafðar með í útgáfu manntalsins, og er það í samræmi við núgildandi reglur um meðferð opinberra gagna um einkahagi manna. Til viðbótar við áðurgreindar upplýsingar í manntalinu 1910 verður skotið inn í útgáfuna tveimur utanaðkomandi upplýsingaratriðum um hvern og einn, þ.e. "leiðréttum fæðingartíma" og (þar sem það á við) dánardegi manna. Þar sem upplýsingar um fæðingardag og -ár eru ekki alltaf réttar á manntalinu, hefur reynzt nauðsynlegt að yfirfara prestsþjónustubækur og bera þær saman við manntalið. Hefur það starf farið fram á löngu árabili hjá Erfðafræðinefnd. Þó þykir ekki rétt að þurrka út eða sniðganga uppgefinn fæðingardag og -ár á manntalinu, enda gerir Þjóðskjalasafn, sem fer með útgáfurétt þessara skjalaheimilda, það að skilyrði fyrir framsali útgáfuréttarins, að manntalið sé prentað með þessum upplýsingum. Því verður þar birtur bæði "fæðingartími" [þ.e. skv. manntalsskjölunum] og "leiðréttur fæðingartími". - Dánardögum hefur svo einnig verið bætt við upplýsingar manntalsins af starfsmönnum Erfðafræðinefndar, og er þá byggt á kirkjubókum og upplýsingum frá þjóðskrárdeild Hagstofu íslands. Eru þær viðbótarupplýsingar afar mikilsverðar bæði í ættarrannsóknum og t.a.m. í rannsóknum á lífaldri manna (t.d. með samanburði milli sýslna o.s.frv.). Endanleg ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um uppsetningu mann- talsins 1910 í prentun þess, þ.e.a.s. hvað varðar niðurröðun upplýsingaratriða og einkum snið á blaðsíðu(m) - t.d. hvort hvert heimili taki yfir eina blaðsíðu eða tvær. En dæmi um hugsanlega niðurskipan efnisins er að finna á meðfylgjandi blöðum [sleppt hér; var dreift á síðasta félagsfundi]. Tekið skal fram, að leturstærð, leturgerð og dálkastærð getur orðið með öðru móti en þar er sýnt. Einnig skal hér að lokum minnt á, að auk ofangreindra upplýsinga um hvern íbúa landsins á manntalinu verður þar sagt frá húsakosti þeirra, með lýsingu á vistarverum hvers 1 Regluleg aðalmanntöl hófust 1835 og voru á 5 ára fresti til 1860, en eftir það yfirleitt á 10 ára fresti. 2 Þetta manntal, 1816, er að vísu dálítið sér á báti, þar sem það var ekki tekið að tilhlutan veraldlegra yfirvalda, heldur kirkjulegra, og var því ekki safnað saman í eina skjalageymslu í Kaupmannahöfn eins og aðalmanntölunum, heldur varðveitt þar sem það var upphaflega tekið, fremst í prests- þjónustubók (eða djáknabók) hverrar sóknar og geymt í sóknunum, unz tekið var að safna þessum bókum saman og flyrja þær í skjalasafn klerkdómsins í Landsskjalasafni (sem nú heitir Þjóðskjalasafn).

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.