Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 9
hvaða áhrif hún hafði á fólk frá vöggu til grafar. Nátengt vinnunni í íslensku bændasamfélagi var menntunin. Hún var samtvinnuð bæði í leik og starfi. Þar var homsteinn hvers heimilis kvöldvakan sem var vettvangur fyrir ullarvinnuna á vetrum og menntun bama og skemmtun fyrir fullorðna. Eins og rætt var um að framan þá var kvöldvakan nokkurskonar sameiningargrundvöllurallsheimilislífsins. Þarfengu bömin sína menntun hvort sem það var formlegur undirbúningur und ir ferminguna eða óformleg menntun sem fylgdi upplestri eldra fólksins. Allir sjálfsævi- söguritar eyða umtalsverðum tíma í að ræða hvemig kvöldvökumarfóru fram og hvað fólst íþeirri menntun sem þeir nutu. Þar var gjaman tíundað hvað var lesið og hvers konar lesefni stóð þeim almennt til boða. Höfundar gera einnig grein fyrir hvaða áhrif þessi menntun hafði á sálarlíf þeirra og almenn heill. Öll þessi umræða veitir óvenju ríkulega sýn inn í hugar- heim alþýðufólks á 19. og 20. öld og sýnir einkar vel hvað hafði áhrif á það. Uppeldimál eru gjaman gerð að umtalsefni og þá hvaða hugmyndir fólk hafi haft um uppeldi bama og hvemig það hafi komið fram í raun. Náskylt upp- eldismálum voru samskiptin við foreldra og aðra sem í umhverfi höfundar voru. Þá koma og trúmál nánast alltaf fyrir í tengslum við ferminguna og reyndar oftast mikið fyrr er sagt er frá bænalestri, húslestrin- um og hvenær börn byrjuðu að læra sálma og vers. í sambandi við trúmálin tengdist einnig umræðan um þjóðtrúna og á hvaða hátt hún var hluti af hversdags lífi almennings á þeim tíma sem höfundur var að alast upp. En höfundar sjálfsævisagna segja ekki aðeins frá kynnum sínum af hinu geistlega valdi heldureinnig frá samskiptum sínum af hinu veraldlega valdi ef einhver voru. Þar báru hæst hreppstjórar, hreppsnefndir, sýslumenn og jafnvel eru sagðar sögur af þekktum stjómmálamönnum. Þessi umræða getur bæði verið mjög persónuleg og einnig tengst almennri stjóm- málaþróun á tímabilinu sem um er fjallað. Á þann hátt tengjast sjálfsævisögurnar oft þjóðfélagsmálum al- mennt og segja má að höfundurinn verði þannig ósjálfrátt þátttakandi í þeirri baráttu sem t.d. sjálf- stæðisbaráttan var. Hér hefur aðeins verið drepið á allra helstu mála- flokkana sem hægt er að finna í sjálfsævisögunum en að sjálfsögðu eru þeir mikið fleiri. Allir tengjast þeir í þeim spuna sem líf einstaklingsins er, í eilífri leit hans fyrir betra lífi og baráttu fyrir kjörum sjálfs síns og fólksins sem standa honum næst. Það er þessi leit hvers manns af sjálfum sér sem gerir margar sjálfs- ævisögurnar að svo gjöfulli heimild. Það er einmitt í því samhengi sem þessi málefni fá mesta dýpt og stærstu þýðingunna, þ.e. í lífi sérhvers manns. Heimildir: 1 SímonEiríksson,„Búnaðarhættir,klæðnaður,venjuro.fl.um miðja 19. öld.” Blanda 4 (1928-31), bls. 214-215. 2 Sjá ummræður um þessa þróun í Sigurði Gylfa Magnússyni, “The Continuity of Everyday Life: Popular Culture in Iceland 1850-1940.”, Doktorsritgerð frá Camegie Mellon- háskólanum í Bandaríkjunum, 1993, bls. 45-89. 3 Sjá Gísla Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in lceland: studies in the relationship between demographic and socio-economic development, social legislation and family and household structures (Uppsala, 1988), bls. 32. 4 Samarit,bls. 35-36. SjáeinnigGuðmundJónsson, Vinnuhjú ál9.öld. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 5 (Reykjavík, 1981), bls. 12. 5 Loftur Guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Tilraun til félagslegrar og lýðfrœðilegrar greiningar. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 10 (Reykjavík, 1983), bls. 57-67. 6 Sjámjöggóðagreinumfósturböm: GísliÁgústGunnlaugsson, ‘“Everyone's Been Good To Me, Especially the Dogs’: Forster-Children and Young Paupers in Nineteenth-Century Southem Iceland.” Journal ofSocialHistory 27 (1993), bls. 341-358. Einnig: Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Ómagar og utangarðsfólk. FátœkramálReykjavíkur 1786-1907. Safntil sögu Reykjavíkur (Reykjavík, 1982), bls. 178 og áfram. 7 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household, bls. 95. 8 Hannes J. Magnússon, Hetjur hversdagslífsins. Nokkrar þjóðlífsmyndirfrá upphafi 20. aldarinnar (Akureyri, 1953), bls. 237. 9 Sigurður Ámason, Mefí straumnum. Nokkrar œviminningar (Reykjavík, 1950), bls. 39-40. 10 Sigurður Gylfi Magnússon, “The Continuity of Everyday Life....”, bls. 90-173. 11 Sigurður Gylfi Magnússon, “Siðferðilegarfyrirmyndirá 19. öld.” Ný saga 1 (1995), bls. 57-72. 13 Hér má nefna margar sagnfræðirannsóknir sem fjallað hafa um efnið frá ýmsum hliðum. Sjá gott yfirlitsrit Harvey J. Graff, The Legacies ofLiteracy. Continuities and Contradictions in Western Culture and Society (Bloomington, 1987). 14 Magnús Gíslason. Kvallsvaka. En islandsk kulturtradition belyst genom studier í bondebefolkningens vardagsliv och miljö undre senare halften av 1800-talet och början av 1900- talet. Studia Ethnologica Upsaliensia 2 (Uppsala, 1977). 15 Þorkell Bjamason, “Fyrir 40 áram.” Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 13(1892),bls. 170-258; ÓlafurSigurðsson, “Fyrir 40 árum.” Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 15 (1894), bls. 198-246. Þórkell svaraði síðan grein Ólafs einu ári síðar: Þorkell Bjamason, “Fyrir 40 áram.” Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 16 (1895), bls. 204-229. 16 Ólafur Sigurðsson, “Fyrir 40 árum”, bls. 199-200. 17 Samarit. 18 Þorkell Bjarnason, “Fyrir40árum.” Þjófíólfur 5. okt, 1894, bls. 186. 19 Sjá t.d. Magnús Magnússon, Syndugur maður segir frá. Minningar og mannlýsingar (Reykjavík, 1969), bls. 5. Sjá einnig Magnús Bl. Jónsson, Endurminningar. Bernska og námsárl (Reykjvík, 1980),bls. 13; LárusJ.Rist, Syndaeða stökkva. Endurminningar (Akureyri, 1947), bls. 7. 20 Sigurður Ingjaldsson, Æfisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði. Önnur útgáfa (Reykjavík, 1957), bls. 8. 21 Ólafur Jónsson, A tveimur jafnfljótum. Minningaþœttir 1 (Reykjvík, 1971). 23 Þórir Bergsson, Endurminningar (Akureyri, 1984), bls. 23. 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.