Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 11
Skýrsla formanns Ættfræðifélagsins á aðalfundi 27. febrúar s.l. Þetta gerðist helst á árinu 1996. Á árinu héldum við 8 stjómarfundi, 6 félagsfundi ogfengum fyrirlesara á félagsfundi, sem töluðu um ýmis fræðandi og skemmtileg efni. Okkur gengur erfiðlega að fá fólk til að tala um ættfræði og þar af leiðandi sögu í fyrirlestrum. Svo eru það fundimir á Dvergshöfða 27, þeir hafa verið vel sóttir og ánægjulegir. Við vorum með opið hús á Dvergshöfða, 6 sinnum á síðasta ári og þá kom fólk til leiðbeiningar, sem var úr þeim héruðum sem voru til umfjöllunar í það skiptið. það er gaman fyrir fólk að koma saman og tala um áhugamál sín og ýmislegt annað því tengt, gera að gamni sínu, drekka kaffi og skoða bækurnar sem félagið hefur fengið að gjöf. Ættfræðifélagið hefur fengið talsvert af bókum gefins, og er listi yfir þær bækur sem félagið fékk á síðasta ári í síðasta Fréttabréfi. Við þökkum kær- lega fyrir bækumar og þann áhuga og velvilja sem þær sýna. Félagsmenn fóru í ferðalag um Borgarfjörð 27 .júlí. Var þetta ágæt ferð um söguslóðir Borgarfjarðar. Það komu út 6 Fréttabréf á árinu 1996 og einn einblöðungur sem var fundarboð fyrir félagsfund og fundina í Dvergshöfðanum. Það er mikið verk að vinna Fréttabréfið. Flálfdan Helgason hefur unnið það í sjálfboðavinnu af miklum ágætum á síðustu árum. Hann hefur mikið að gera og það er ekki hægt að ætlast til þess að hann geti unnið eins mörg blöð og verið hefur, við höfum því ákveðið að Fréttabréfið komi út 3-4 sinnum á ári og þess á milli komi út fundarboð fyrir fundi. Það er unnið í Manntalinu 1910, Eggert Kjartans- son er að laga fæðingardaga í Árnessýslu eftir kirkjubókum á Þjóðskjalasafninu. Þá á Eggert eftir að bera það saman, sem hann hefur gert, við frumrit, á nýjan leik. Eg hef borið saman Manntalið, síðustu útskrift, við fmmrit. Við emm að áætla að Ámessýslan komi út seint á þessu ári. Við sóttum um styrki til Menningarsjóðs og Fjárveitingarnefndar Alþingis. Urlausninvarnokkuð góð við fengum loforð um 200.000 kr. frá Menning- arsjóði þegar Ámessýslan kemur út og 200.000 kr. fengum við frá Menntamálaráðherra B imi Bj amasyni. Einnig fengum við 200.000 kr. úr Ríkissjóði. Ég hélt að það væri frá Menningarsjóði til Rangárvallasýslunnar en svo er ekki. Ég talaði í fyrra viðnokkraalþingismennogvoruþeirmjögalmennilegir, meira að segja hringdu í mig þegar ég lét liggja skilaboð fyrir þeim. Við þökkum Menntamálaráðherra og alþingismönnum fyrir aðstoðina. Við sóttum líka um styrk úr Þjóðhátíðarsjóði en fengum synjun, sem er svolítið skrýtið, þar sem félagið fékk styrk til útgáfu Manntalanna 1801 og 1845. Égheffengiðfyrirspumir í síma og bréflega um Manntalið 1910 og Félagatal. Það er spurt um í hvaða röð við ætlum að gefa manntalið út. Við hófum útgáfuna á Skaftafellssýslum, þar byrjar Suðuramtið og þar höfðu útgáfur á fyrri Manntölum hafist. Svo förum við sólarsinnis kringum landið. Rangárvallasýsla og Vestmannaeyjar eru komnar út og við erum að vinna í Ámessýslunni. Gullbringu-og Kjósarsýslur verða þar á eftir, svipuð bók og Rangárvallasýsla, og svo Reykjavík og þaðan höldum við vestur um land. Nú stendur til að gefa út Félagatal enda er það orðið mjög nauðsynlegt. Það eru alltaf breytingar og endurnýjun í Félagatali og þarf að endurvinna það. Það er mikill áhugi á ættfræði, það finn ég mjög vel, því fólk hefur mikið samband við mig og er mjög ánægt ef hægt er að leysa eitthvað, sem það er í vandræðum með. Margir hringja til að spyrja um eitthvað, eða ganga í félagið. Það er mjög gaman að heyra í ánægðum félagsmönnum. Ég þakka fyrir það. Nú fara úr stjórn Þórarinn B. Guðmundsson og Olafur G. Vigfússon. Þórarinn kom í stjómina 1988, hann var fyrst varamaður en svo gjaldkeri til 1993. Hann kom í stjórn aftur 1995 og var gjaldkeri. Olafur kom í stjóm 1993 og hefur verið í varastjóm. Hann hefur alltaf verið til taks þegar á hefur þurft að halda. Við þökkum þeim gott samstarf og vel unnin störf. HólmfríðurGísladóttir 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.