Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 17
Halldórssonar, síðar prests Torfastöðum, f. 1751 Hrafnkelsstöðum, d. 29. júlí 1831, Þórðarsonarbónda sama stað síðar Haukholtum f. 1703 á lífi 1769 Halldórssonar bónda Hömrum Gnúpverjahr., 1703 Jónssonar. Móðir Jóns var fyrri kona sr. Þórðar, Sesselja f. 4. des. 1787 Hlíðarenda d. 21. okt. 1818 Jónsdóttir. Oddný Símonardóttir og Jón Þórðarson voru fjórmenningar eins og nú skal greina. Annaf. 1704 á 1 ífi 1773, Guðmundsdóttir f. 1677 bónda Lindarhamri (hjáleigu frá Efra-Langholti) Vig- fússonar, varfjórgift, segja ættbækur. Fyrsti og annar maður Önnu verða ekki nefndir hér, en þriðji maður hennar var Jón f. 1693, d. 1746, bóndi Hrafnkels- stöðum, Einarsson. Anna var seinni kona Jóns. Þau áttu þrjár dætur. Ein þeirra var Sigríður f. 1744 d. 3. des. 1814 Götu, kona Jóns Magnússonar Skipholtskoti sbr. II. Þátt. Fjórði maður Önnu Guðmundsdótturvar Þórður Halldórsson bóndi Hrafnkelsstöðum svo Haukholtum, sbr. þar sem segir við upphaf III þáttar. Barn Oddnýjar og Jóns: Þórður Jónsson f. 10. apr. 1844 Austurkoti, d. 14. nóv.1846. Jón Þórðarson, bóndi Austurkoti, dó 1. febr. 1846. IV. þáttur. Oddný Símonardóttir giftist í þriðja sinn 22. okt. 1850 Þorleifi Þórðarsyni, albróður Jóns, sem Oddný átti fyrr. Þorleifur var f. 1. nóv. 1816 Fellskoti Bisk. Þau bjugguí Austurkoti til ársins 1858,enfluttuþá að Bræðratungu austurhálflendu. Á vesturhálflendu Bræðratungu bjó Halldór Þórðarson, hálfbróðir Þor- leifs. Þorleifur var um skeið hreppstjóri í Biskups- tungnahreppi. Böm hans og Oddnýjar: Þórður Þorleifsson f. 13. júlí 1851 Austurkoti, d. 20. marz 1869 Bræðratungu. ívar Þorleifsson 5. apríl 1853 Austurkoti. Hann drukknaði frá Auðnum Vatnsleysuströnd 8. maí 1882. Fimrn fórust, en tveim var bjargað. Annar þeirra, sem bjargaðist var Kristleifur Þorsteinsson síðar bóndi og fræðimaður að Stórakroppi Borgarfirði. K. Þ., ritaði þátt, sem nefnist Sagnaþcettir af Vatnsleysuströnd. Fjallar þátturinn meðal annars um kynni höfundar af ívari Þorleifssyni, sem voru mjög ánægjuleg, og svo sjóslysið. Þátturinn birtist fyrst í Rauðskinnu 1935, en síðar í ritsafni K.Þ., Ur byggðum Borgarfjarðar 1944. Oddný Símonardóttir naut þess skamma stund að búa á höfuðbólinu Bræðratungu. Hún lézt 30. júlí 1860 á fimmtugasta aldursári. V. þáttur. Þorleifur Þórðarson kvæntist í annað sinn 17. okt. 1861 Þuríði f. 11. júlí 1831 Brúnastöðum Hraung., Pálsdóttur bónda sama stað f. 6. febr.,1800, d. 31. okt. 1859 Jónssonar bónda sama stað f. 1765 Galta- læk, d. 23. júní 1859, Pálssonar bónda Úthlíð f. 1735, Snorrasonar f. 1700, bónda Galtalæk, Guðmunds- sonar f. 1646 lögréttumanns Miðfelli Hrunamanna- hreppi Jónssonar. Kona Páls á Brúnastöðum og móðir Þuríðar var Svanborgf. 1797,d. 19.júníl858Magnúsdóttir,bónda Hvammi Kjós, Runólfssonar. Kona Jóns Pálssonar Brúnastöðum var Þuríður f. 1769, d. 28. júní 1823 Oddsdóttirf. 1718, d. 27. jan. 1795, bónda Brúnastöðum Jónssonar, bónda sama staðar, Ófeigssonar sbr. I. þátt. ívar Eyvindsson sbr. I þátt og Þuríður Pálsdóttir voru þvíað 3. og4.,frá Jóni Ófeigssyni Brúnastöðum. Inn til fjalla nefnist rit, sem félag Biskups- tungnamanna í Reykjavík gaf út á árunum 1949-1966 (þrjúbindi). I öðru bindi þess rits (1953) birtist þáttur, sem nefmstGamlaTunguheiniilið. HöfundurerGuðríður f. 1888 d. 1971 ÞórarinsdóttirfráDrumboddsstöðum. Þátturinn, sem er hinn merkasti, fjallar um íjöl- skyldur bræðranna Þorleifs og Halldórs Þórðarsona. Þorleifur Þórðarson bjó í Bræðratungu til dauða- dags 9. okt. 1885. Þuríður Pálsdóttir hélt áfram búskap nokkur ár eftir dauða manns síns. Hún lézt í Bræðratungu 6. apr. 1894. Böm Þorleifs og Þuríðar: 1. Magnús Þorleifsson f. 27. júlí 1862 Bræðratungu, bóndi Skaftholti Gnúpv., d. 11. febrúar 1935, kona hans var Katrín Magnúsdóttir, sonardóttir Magnúsar Andréssonar alþm., Syðra-Langholti. Magnús var seinni maður Katrínar. 2. Oddný Þorleifsdóttir f. 21. júní 1863 Bræðra- tungu, hfr. Bræðratungu svo Reykjavík, d. 27. maí 1953. Maki:ÁmibóndiíBræðratungusíðarverkstjóri Reykjavík,f. 19.nóv., 1863 Austurey,d. l.marz 1929 Jónssonar f. 8.nóv.l835, d. 1. apr. 1924 bónda Austurey Magnússonarbónda FelliBisk., svokaupm. og alþingism. Bráðræði Rvík f. 2. ág. 1807, d. 28. maí 1889 Jónssonar lögsagnara Stóra Ámóti Jónssonar. Ámi og Oddný áttu nokkur böm. Sjá Bergsætt. 3. SesseljaÞorleifsdóttirf. ló.nóv. 1864Bræðratungu d. 5. júlíl 889. 4. Páll Þorleifsson f. 26.des. 1865 s.st. d. 14.jan.1867. 5. ÞorleifurPáll Þorleifssonf. 4.maí 1867 s.st. d. 10. maí 1867 6. Jón Þorleifsson f. 2.júní 1868 s.st.d. 12. des. 1871. 7. Páll Þorleifsson f. 19. des. 1869 s.st. d.sama mán. 17

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.