Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Side 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Side 19
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - Frá Kanada skrifa félagi okkar Nelson S. Gerrard og réttir Asmundi Una hjálparhönd auk þess sem hann varpar fram nokkrum spurningum, sem hann vonandi fær svör við hér í Fréttabréfinu. Nelson Gerrard er af íslenskum ættum, talar og ritar íslensku afbragðs vel og er þar að auki geysilega ættfróður. Han hefur skrifað bókina Icelandic River Saga sem fjallar um Islendinga, sem settust að í Nýja Islandi, uppruna þeirra, ættir og niðja. Þetta er mikil bók og eiguleg, rúmar 800 bls. í stóru broti. Hér á eftir fer bréf Nelsons Gerrards. Afkomendur Torfa Sveinssonar Ásmundur Guðmundsson spyr um afkomendur Torfa Sveinssonar frá Kirkjuskógi í Dalasýslu, en ein dóttir Torfa og miðkonu hans var Kristfríður Jensína Torfadóttir, sem getið er sem kona Jónasar Jónssonar frá Krithóli í Skagafirði, landnámsmanns í Fljótstungu við íslendingafljót, Nýja Islandi, á blaðsíðu 392 í lcelandic River Saga. Þar er einnig birt mynd af Kristfríði og Jónasi og þeirra fjölskyldu. Öll munu börn Kristfríðar vera dáin núna, nema ef til vill Ingibjörg (Emma) Williamsson, sem varfædd 1901, en hana hafði ég samband við þegar ég var að semja þennan kafla fyrir 1985. Sonurhennar, Lloyd Russell Williamsson, mun vera á landinu við Belmont enn. Yngsti sonur Kristfríðar, Torfi Johnson, á tvær dætur á lífi á Gimli, Manitoba: Gwen (mMrs. Jack Phelps) og Margaret (Mrs. Jack Lukiw), sem hægt væri að hafa samband við með því að skrifa þeim c/o Gimli, Manitoba, Canada ROC 1B0. Þá er ég með eina spumingu sem snertir Richters- ættina á íslandi, en ég hef fundið grein af þessari ætt hér í Kanada. Maður sem hét Jakob Guðmundsson, bókbindari, fluttist vestur frá Isafirði 1892, en eftir nokkra dvöl í Winnipeg og Argylebyggðinni fluttist hann vestur að hafi og settist að í V ancouver, kvæntur Þórhildi Friðriksdóttur frá Kjama í Eyjafirði (hálfsystur þeirra Friðrikssona Olgeirs, Friðjóns, Friðbjöms og Árna af Sléttu). Ein dóttir Jakobs er enn á lífi í Vancouver og fleiri afkomendur, sem nú eru farin að fá áhuga á ættinni. Jakob Guðmundsson var sonur Guðmundar JónssonarfráBjamarfosskoti í Staðarsveit (sonar Jóns Helgasonar og Sigurbjargar Jónsdóttur frá Vatnshorni í Húnavatssýslu), sem síðast var á Isafirði og skildi við konu sína um 1880. Kona Guðmundar en móðir Jakobs (sem fluttist vestur) var Helga Jakobsdóttir frá Fróðárkoti á Snæfellsnesi, dóttir Jakobs Samúelssonar (Jakobs Candemus Samúelssonar Richter) og Málmfríðar Dagfinnsdóttur frá Desey í Norðurárdal í Borgarfirði. Jakob Candemus Samúelsson Richter, sem kvæntist síðar Margréti Magnúsdóttur, ekkju í Stykkishólmi, dó í Garðshorni í Setbergssókn 1852, barnlaus að öðru leyti að ég held, nema fyrir dóttur hans Helgu. Málmfríður Dagfinns- dóttir giftist síðar Jóni Eyjólfssyni úr Holtastaðasókn í Húnavatnssýslu og varum tímaá Vindási í Setbergs- Félagi okkar á Akranesi, Ásmundur U. Guðmundsson, hefur verið iðinn að leita svara hér í Fréttabréfinu við ýmsum áleitnum spurningum. Félagsmenn hafa brugðist vel við og sent svör sem vonandi koma Ásmundi vel og ef til vill ýmsum fleiri. Af viðbrögðum félagsmanna má öllum vera Ijós sá ávinningur sem kann að felast í því að senda fyrirspurnir í blaðið. A sókn, en hún átti engin böm nema Helgu, svo ég viti til. Jakob Candemus Samúelsson Richter, sem hér er getið, var fæddur í Flatey árið 1800, sonur Samúels Candemus Jacobsen Richter frá Stangerup í Dan- mörku, sem var mörg ár beykir á Breiðafirði og Stykkishólmi, og fyrri konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá Melum á Skarðsströnd (systur Kapt. Ketils Melsteds og bróðurdóttur Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Búðardal. Albræður Jakobs Candemus Richters voru þrír: Matthías, Magnús og Jón Richter, sem var mörg ár kaupmaður í Stykkishólmi. Ereitthvert rit um Richters- ættina? Veit nokkur um afdrif Guðmundar Jónssonar frá Bjarnarfosskoti, sem skildi við konu sína, Helgu Jakobsdóttur, Á ísafirði um 1880? Veit nokkur hvað varð af Málmfríði Dagfinnsdóttur eftir 1851 þegar hún og maður hennar, Jón Eyjólfsson, eru skráð burtflutt að Kolviðarnesi í Eyjahreppi? Er einhver af Richterunum sem hefur áhuga á að komast í sainband við þessa ættingja í Kanada? 19

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.