Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 3
Pálsœtt undan Jökli Þœttir úr erindi Óskars Guðmundssonar á félagsfundi Ættfrœðifélagsins Pálsætt undan Jökli hefur verið viðfangsefni Óskars Guðmundssonar fræðimanns, en hann heldur sig ekki við fræðigreinina ættfræði sértækt heldur lagði hann áherslu á það í máli sínu, að hún tengdist öðrum greinum húmanískra vísinda. Fjallaði hann sérstaklega um aðdrætti og úrvinnslu í ættfræðirannsóknum, um Pálsætt og Pál Kristjánsson sérstaklega, um forfeður og -mæður hans, gat lítillega niðja hans og loks afleiddra rannsókna, sem snúa að sagnfræði og persónusögu. Hér á eftir fara nokkur atriði úr erindinu, en á næstunni er væntanleg bók um Pálsætt undan Jökli. -Oft finnst mér eins og menn vilji binda ættfræðina við einn þröngan bás, og gagnvart henni ríkja stundum nokkrir fordómar. En reynsla mín er sú að við ættfræðigrúsk og - rannsóknir sé maður iðulega að fara yfir landamæri ættffæðinnar sjálfrar. Maður er einatt á mörkum fræðigreina; mannfræði, ættfræði, sagnfræði og félagsfræði. Fátækt fólk undir Jökli Eg fann sérstaklega fyrir þessu við rannsóknir mínar á Pálsætt undan Jökli, en ég hef í nokkur ár unnið að gerð bókar um þessa ætt. Urvinnslan leiddi til þess að ákveðið tímabil í Islandssögunni, seinni hluti nítjándu aldar og byrjun þessarar varð sérstaklega viðfangsefni mitt. Og á vinnsluferlinu hvarf ég stundum niður í pælingar um annað fólk og önnur viðfangsefni sem tengdust ekki nema að hluta mínu góða fólki undir Jökli. Ættfræðirit það sem ég hafði í smíðum er e.t.v. til komið með nokkuð óvenjulegum hætti, þ.e. að ég hafði tínt í öndverðu saman nokkrar sagnir um forfeður og -mæður sem ég hafði fúndið á bókum. En þegar dró að alvöru málsins, bókaútgáfu með niðjatali og einn mann að viðmiði, þ.e. ættföðurinn Pál Kristjánsson, þá þurfti að grípa til annarra meðala og halda á nýjar lendur í grúskinu. Og það þurfti að afla frekari upplýsinga um gamla Pál. Um Pál var nefnilega sáralítið vitað. Börn hans voru öll, hann dó árið 1921 þannig að tiltölulega lítið var vitað um manninn. Og ég tók mér fýrir hendur að skrifa æviágrip hans. Hvernig skrifar maður ævisögu manns sem engar heimildir eru til um? Hér var um bláfátækan barnakarl að ræða og í fljótu bragði engin líkindi til að neitt fyndist um hann. Og þá kemur maður að vissu undri, nefnilega því að vel flestir Islendingar eru býsna vel skrásettir, í þeim skilningi að það er hægt að finna seinni tíma mönnum stað í tiltækum heimildum. Fátæklingar hafa sumir hverjir líka þurft að heyja baráttu við skriffinskukerfið og þarmeð skilið eftir sig heimildir, stundum dýrmætar heimildir. Vissulega er leit að fólki, viðverustað og ferðalögum þess, ofl eins og leit nálarinnar í heystakki, en með þjóðlegri þrjósku og þolinmæði má fínna margt. Og þegar rannsakandi er farinn að fylgja viðfangsefni sínu frá fæð.ingu til dánardægurs í skjallegum heimildum þá myndast smám saman samfelld mynd. Fræðimaðurinn reynir að bregða birtu á viðfangsefni sitt með upplýsingum, kvörtunum undan og kvörtunum við stjórnvöld, bréfum, minningabrotum og ýmsu sem kemur beint frá persónunni, ættingjum, kunningjum, samferðamönnum og jafnvel það sem virðist verða lítilsvert verður að mósaikbroti í mynd sem getur orðið býsna heilleg. í þessu sambandi er talað um einsögurannsóknir og ég held að saga mín um Pálsætt heyri undir þá rannsóknaraðferð. Og áður en maður veit af hefur maður myndað tengsl við viðfangsefni sitt, engu er líkara en maður fái vitneskju af himnum ofan hvar eigi að leita næst, - og kannast ekki margir við þá tilfínningu að stundum sé eins og manni vitnist einhver fróðleikur um fólk með hálf yfirnáttúrulegum hætti. Það er að minnsta kosti auðvelt fýrir okkur undan Jökli að halda því fram að hinir gengnu gangi stundum í lið með okkur til að varpa ljósi á málin. 2

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.