Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 4
Flóttafólk á faraldsfæti
Síðan sagði Óskar frá ævi Páls Kristjánssonar sem fæddur var í Þrengslabúð við
Hellna 28. janúar 1856, sonur hjónanna Guðrúnar Jónasdóttur af Samsonarætt og Kristjáns
Daníelssonar undan Jökli. Hann missti föður sinn barn að aldri og fór í fóstur til frænda síns
Páls Jónassonar á Norðurreykjum í Borgarfirði, en var aftur kominn undir Jökul rétt eftir
fermingu.
Margan kann að undra að sett skuli saman bók um ættir lítt þekkts púlsmanns og
kennara vestan undan Jökli. Páll Kristjánsson átti engin óðul og festi hvergi rætur á bletti sem
hægt væri að kenna hann við. Hann bjó aldrei lengur en fimm ár í sama húsi, en ól mestan
sinn aldur undir Jökli einsog flestir þeir sem nánast stóðu honum, öðru hvoru bjó hann á
öndverðum búskaparárum sínum í Breiðuvíkurþingum, nokkur ár í Staðarsveit og víðar á
sunnanverðu nesinu, en átti heima síðast í aldarfjórðung á norðanverðu Snæfellsnesi, í
Ólafsvík. Það má því segja að líf hans hafi snúist í kringum Jökulinn og enginn einn staður á
landinu auðkenni hann betur heldur en einmitt sá dulúðugi Jökull þarsem kyngimögnuð
náttúra — stundum dálítið miskunnarlaus, auðkennir hal og snót og mannlíf allt.
Páll var smábóndi, tómthúsmaður, kennari og erfiðismaður eftir því sem heilsan leyfði,
farlama fyrir aldur ffam og náði ekki sérlega háum aldri. En hann var vel þekktur á
Snæfellsnesi á sinni tíð og sagðar af honum sögur. Og það er kannski einmitt vegna þess að
hann var af fátækum borinn og bjó við erfiðar aðstæður, að ástæða er til að leita fróðleiks um
Pál og taka saman ættir hans. Hann var tvígiftur og aldursmunurinn á bömum hans nam
nokkrum áratugum, enda var elsta dóttirin því sem næst jafnaldra seinni konunnar. Yngstu
böm hans vom meira en áratug yngri en elstu bamabörnin.
Páll giftist Kristínu Hannesdóttur árið 1880. Eftir lát hennar 1897 var hann lengstum
búsettur í Ólafsvík. Þar bjó hann með seinni konu sinni Vilborgu Gísladóttur, þar til hann dó
24. september 1921.
Forfeöur og -mœður Páls
Ef við bregðum upp grófri mynd af föðætt Páls og rekjum snaggaralega í karllegginn:
Kristján Daníelsson 1827 - 1864. Hann fórst meö Skrauta frá Búöum. Maki: Guörún Jónasdóttir
\
Daníel Einarsson 1793 - 1868. Bóndi í Þrengslabúð
M: Málmfriður Guðmundsdóttir
\
Einar Magnússon 1776 - 1851.
M. Agnes Tómasdóttir úr Dalasýslu.
\
sr.Magnús Einarsson 1734 - 1819, „Galdra -Mangi”
M:Helga Oddsdóttir
\
Einar Magnússon 1702 - 1779 sýslumaður Súandamanna.
M. Elín Jónsdóttir
\
Magnús Bjömsson 1660 - 1707 lögmaður á Amarstapa.
M. Þórunn Einarsdóttir
\
Sr. Bjöm Jónsson í Siglufirði.
M. Þórey Bjamadóttir.
Og í kvennlegginn má rekja Pál þann veg:
Guðrún Jónasdóttir 1831 - 1912.
Maki 1. Kristján Daníelsson, M.2. Andrés Jónsson
\
Sigríður Pálsdóttir 1797-1846.
3