Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 5
M.Jónas Samsonarson \ Guörún Bjamadóttir. M. Sr.Páll Bjamason 1763 - 1838. \ Steinunn Pálsdóttir 1728 - 1817. M. Sr. Bjami Pétursson Af Guðrúnu Jónasdóttur móður Páls er sögu að segja því hún lifði langa ævi og var á flökti í sveitunum undir Jöklí lengstum. Fyrri maður hennar drukknaði á ungum aldri. Hún bjó síðar með frænda hans Andrési Jónssyni smið sem einnig var hálfgerður flóttamaður um sína ævi. Umhugsunarvert er að hún eignaðist þrjú böm sjálf og auðnaðist ekki nema að litlu leyti að vera samneytis við þau í uppvextinum. Hins vegar fékk hún komabam í hendur þegar hún var rígfullorðin í Öndverðanesi og ólst það barn upp með henni til fúllorðinsára. Bömin vom títtnefndur Páll Kristjánsson og Sigríður Kristjánsdóttir veitingakona á Bíldudal með Kristjáni, Agústína Kristín Andrésdóttir í Eyrarsveit og víðar með Amdrési Jónssyni og loks fósturdóttirin Ásta Gilslaug Sýrusardóttir. í skjóli hennar andaðist Guðrún í Ólafsvík árið 1912. Eins og áður sagði var Páll Kristjánsson 1856 —1921 tvígiftur. M.l Kristín Hannesdóttir 1857—1897 M.2. Vilborg Gísladóttir 1877 — 1929. Böm hans voru 20 talsins: Af þeim náðu fúllorðinsaldri og áttu afkomendur: 1) (Þóra) Sigríöur Pálsdóttir. 1878 - 1956 húsfreyja í Eyrarsveit, Ólafsvík, Hellnum og Hellissandi. 2) Kristján (Jóhann Páll) Pálsson 1880 - 1962, bóndi í Staðarsveit og Hólslandi í Eyjahr.. 6) Maríus Thorberg Pálsson 1887 -1980, sjómaður og skósmiöur í Reykjavík. 7) Kristjón Pálsson f. 1889 -1922 skipstjóri í Reykjavík og Sangerði.. 14) Óskar Þorgils Pálsson 1902 -1964 sjómaöur og verkamaður. 18) Björgvin Egill Pálsson 1911 -1949 skipstjóri. Þetta fólk á hundruð afkomenda eins og rakið er í áðurnefndri bók um Pálsætt undan Jökli. Afleiddar rannsóknir og verkefni í lok erindisins sagði Oskar frá afleiddum rannsóknum og verkefnum sem hann væri að fást við í framhaldi af ritun Pálsættar. Þar á meðal minnist hann á örlagasögu Jóns Aitdréssonar á Öxl, og Breiðvíkinga baráttu og Miðdæla um fátæklinginn Andrés Jónsson son Jóns, ævisögu Jóhanns Jónssonar skálds og þá sagði hann frá dagbókum og endurminningum Magnúsar Kristjánssonar í handritum -og væri menningarsöguleg nauðsyn á útgáfú á því verkefni. Það er skoðun mín, sagði Oskar, að ef einhver sérstaða er til í íslenskri menningu þá er það skilningurinn á ættfræði, ættvísin. Hún er göfgandi fræðigrein, af því hún ræktar hið sammannlega með iðkendum hennar, alveg eins og góður skáldskapur, falleg tónlist, og góðar bókmenntir. En auk þess opnar ættfræðin mönnum sýn til annrra fræðigreina og hún varpar ljósi á samfélag okkar bæði á liðinni tíð og í samtímanum.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.