Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Page 21
Orlagasaga
Þórður Árnason skrifar í síðasta Frétta-
bréf um “karfaveiðar í Rósagarði”. Þar
spyrst hann fyrir um móður og dóttur
Ögmundar Jóhannessonar, bónda í
Einarslóni, síðar á Öndverðarnesi og
loks í Görðum í Beruvík. Því miður
veit ég nákvæmlega það sama og
Þórður um móður Ögmundar og get
engu við það bætt. Ekkert get ég heldur
frætt hann um Jóhönnu Ögmundsdóttur
og afkomendur hennar í Færeyjum og
Danmörku. Þá kynnu nú einhverjir að
velta því fyrir sér til hvers ég sé að
skrifa þetta? Þannig er mál með vexti,
að mig langar til að segja örlagasögu af
elsta syni Ögmundar, hálfbróður
þessarar Jóhönnu.
Best er að byrja á Ögmundi.
Hann var fæddur 1841, þann 12. apríl
og skírður daginn eftir eins og þá var
títt. Foreldrar hans voru Jóhannes Guð-
mundsson, tómthúsmaður í Björnsbúð í
Ólafsvík, og kona hans, Guðbjörg Gils-
dóttir. Jóhannes var dáinn fyrir mann-
tal 1845. Ögmundur gerðist bóndi á
Einarslóni í Breiðuvík. Sá bær stóð rétt
við hina frægu Lóndranga á Snæfells-
nesi. Þar hefúr aldrei þótt búsældarlegt
og hefúr vafalaust verið mikil fátækt
þar um slóðir. Þar lifðu menn fyrst og
síðast af fiski. Kona Ögmundar hét
Kristbjörg og var Andrésdóttir. Hún
mun vera fædd eftir manntalið 1845 og
dáin fyrir 1875. Þau Ögmundur og
Kristbjörg áttu einn son er hét Guð-
mundur og var hann fæddur á Einars-
lóni árið 1868 og var skírður 13.
janúar. Hann mun því vera fæddur ör-
fáum dögum fyrr. Eftir að Kristbjörg
dó bjó Ögmundur með bústýru sem hét
Anna Elísabet Jóhannsdóttir. Með
henni átti hann tvö börn, Elimund, f.
1876, og Kristrúnu, f. 1878. Árið 1880
er Ögmundur tómthúsmaður í Sumar-
Snæfellings
liðabúð á Rifí eða þar í grennd. Þá er
Guðmundur 12 ára gamall á Skarði í
Ingjaldshólssókn. Þegar hann er
fermdur 2 árum síðar, býr Ögmundur
faðir hans með annarri bústýru, Maríu
Árnadóttur, á Öndverðarnesi og er þá
Guðmundur hjá þeim. 1891 var
Elimundur fermdur og bjuggu
Ögmundur og María þá ógift í Görðum
í Beruvík. (Beruvík var allstórt
byggðarlag alveg yst á Snæfellsnesi).
Nú fylgjum við Guðmundi eftir
að svo miklu leyti sem hægt er. Næst
finnst hann 22 ára gamall í manntalinu
1890 og er þá ógiftur vinnumaður á
Innra-Leiti í Breiðabólsstaðarsókn á
Skógarströnd. Þegar hann er 27 ára
gamall giffist hann úti í Hergilsey konu
sinni, Engilráð Sveinsdóttur úr Vatns-
dal í Húnavatnssýslu. Hún var þá að-
eins 18 ára gömul. Þau fluttust frá
Skógarströnd að Svalvogum í Dýra-
firði og fóru þaðan til Þingeyrar 1895.
Þegar hér er komið sögu er Guð-
mundur titlaður skóari eða skósmiður,
og virðist hann hafa lært þá iðn á tíma-
bilinu 1890 - 95. Þann 1. ágúst 1896
fæðist þeim dóttir, sem skírð var
Sveinfríður Ágústa. Hún dó í Reykja-
vík í apríl 1979.
Á fyrri hluta ársins 1897 afréð
Guðmundur, einhverra hluta vegna, að
stinga af frá konu sinni og barni. Hvarf
hann á brott frá Þingeyri og spurðist
aldrei til hans. Skömmu síðar fór
Engilráð af landi brott til Danmerkur.
Hún kom barninu í fóstur í Hólakoti í
Dýrafírði. Talið er að Engilráð hafi
farið að leita að manni sínum, en hann
fann hún samt aldrei. Hún mun aldrei
hafa komið affur til íslands.
20