Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Síða 25
Kolbeinn og kölski
Einu sinni er sagt, að kölski hafí veðjað við mann þann, er Kolbeinn hét og nokkrir ætla að
hafí verið Kolbeinn Jöklaskáld. Skyldu þeir báðir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi undir
Jökli, þegar brim gengi þar hæst, og kveðast á þannig, að kölski gerði fyrri hluta næturinnar
fyrri helming vísnanna, en Kolbeinn skyldi botna hjá honum. En seinni hluta nætur skyldi
kölski botna hjá Kolbeini, en hann kveða fyrri hluta vísnanna, og var það skilið undir
samningi þessum, að hvor þeirra, sem ekki gæti botnað visu hins, skyldi steypast ofan af
bjarginu og vera þaðan í frá í valdi hins. Þeir tóku sig svo til og settust út á bjarg eina nótt, er
tungl óð í skýjum. Kveðast nú á, sem ætlað var, fyrri hluta nætur, og verður einginn stanz á
Kolbeini að botna vísur kölska. Svo tekur Kolbeinn við og kveður upphöfm seinni hluta
næturinnar, og gengur kölska allvel að slá botninn í hjá honum, unz Kolbeinn tekur hníf upp
úr vasa sínum og heldur honum fyrir framan glyrnurnar á kölska, svo eggin bar við tunglið, og
segir um leið.
„ Horfðu í þessa egg egg,
undir þetta tungl, tungl.”
Þá varð kölska orðfall, því hann fann ekkert orð íslenzkt, sem yrði rímað í móti tungl, og segir
því í vandræðum sinum: „ Það er ekki skáldskapur að tarna, Kolbeinn.” En Kolbeinn botnar
þegar vísuna og segir:
„ Ég steypi þér þá með legg, legg,
lið sem hrærir ungl-, ungl-.”
En þegar kölski heyrði þetta, beið hann ekki boðanna og steyptist ofan fyrir bjargið í eina
brimölduna, þar sem hún brotnaði, og bauð ekki Kolbeini til kappkvæðs eftir þetta.
Smá saga
Sveinn "ríki" Jónsson, f. um 1540, d. 1624.
Bóndi á Illugastöðum í Fnjóskadal fyrir og um 1623. Ekki er getið nafns konu hans.
Hann var auðugastur maður í Fnjóskadal, og nefndur hinn ríki. Hann átti 500 sauði, auk
annars sauðfjár. Hann átti hest bleikan að lit, sem Bleikur hét. Var hann vaninn til vigs. Um
þessar mundir bjó á Garðsá í Eyjafirði bóndi sá er Sigmundur hét. Illt var með þeim Sveini á
Illugastöðum, en þeir kappsmenn báðir. Sigmundur átti víghest mikinn og góðan, er Vindur
hét. Þeir Sveinn og Sigmundur mæltu mót með sér, að reyna víghesta sina. Skyldi atið háð á
utanverðum Bleiksmýrardal, vestanverðum. Þetta mun hafa verið vorið 1624. Hestavíginu
lauk þannig að Bleikur beit í nára Vinds og reif á hol, svo iðrin lágu úti. Varð það bani Vinds.
Hann var heygður í hólaþyrpingu þar nærri, er síðan heita Vindhólar. Afdrif Sveins urðu þau,
að hann drukknaði í hyl einum austan við túnið á Illugastöðum, Hvítasunnudagsmorgunn árið
1624. Um sama leyti fannst Bleikur dauður í gróf í Bleiksmýri á Bleiksmýrardal. Þótti
hvorugur atburðurinn einleikinn, og var íjölkyngi Sigmundar á Garðsá kennt um dauða þeirra
Sveins og Bleiks, og væri það hefnd fyrir ósigurinn fyrir hestaatið, fyrr um vorið. Talið var að
þeir Bleikur og Vindur hefði verið síðustu hestar á íslandi, er til vígs voru vandir.
Árbækur Espólíns VI deild,bls.21. [Eyfírskar Ættir -Hvassafellsættin bls.292]
24