Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 4
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 Prédikunarstóll frá Bæ á Rauðasandi. blaðskreyti gefur litlar vísbendingar. Þetta verk er heimatilbúið, að því er virðist. Þegar eigendur Bæjar á Rauðasandi, seldu safninu stólinn 1888, þá skráði Sigurður Vigfússon, umsjónarmaður safnsins, gripinn inn í Þjóð- minjasafnið með þeirri umsögn eða lýsingu, að hann hafi verið málaður af bónda er bjó á Látrum í Rauða- sandshreppi, Barðastrandarsýslu. Hafi bóndinn steinað (málað) stólinn með þeim efnum, er hann þar fékk.1 Löngu síðar endurskráði Matthías Þórðarsson þjóðminjavörður allar skrár Þjóðminjasafnsins, sem ekki höfðu verið gefnar út á prenti. Matthías lýsti stólnum mun ýtarlegar og bætti við í lokin: Stóllinn er eftir Jón Greipsson (f. 1564?) frá Haugi, Greips- sonar, prests á Snæfjöllum Þorleifssonar prests á Reykhólum, Bjömssonar sýslumanns Þorleifssonar hirðstjóraOg vitnar Matthías í Sýslumannaæfir Boga Benediktssonar.2 3 Þó að þetta sé eina heimildin sem við höfum sé ég ekki ástæðu til að véfengja hana. Við höfum engar aðrar vísbendingar. Björn sýslumaður Magnússon prúða gæti hafa látið smíða predikunarstólinn í tilefni af brúðkaupi sínu og seinni konu sinnar, Helgu, dóttur Amgríms lærða, sem einmitt stóð það ár 1617. Engin önnur verk eru þekkt eftir Jón Greipsson og ekkert er vitað um hvar hann hefur lært að beita hnífi og litum eða hvort hann hefur yfirleitt lært eitthvað formlega til þess. Utskurðurinn á líkneskjunum er fremur stirður en þó haganlega gerður. Myndefnið er hefðbundið, þ. e. að prýða predikunarstóla með höfundum guð- spjallanna, - og rósaflétturnar og vafningurinn bendir til þekkingar á gömlum íslenskum skreyti- hefðum. En hver var þessi bóndi á Haugi á Hjarðamesi, Jón Greipsson? Var hann sigldur? Átti hann eitthvað undir sér? Þegar maður fer að sökkva sér niður í ættfræðina, þá sér maður að þeir eru skyldir Jón bóndi og Björn sýslumaður, að vísu mjög langt aftur. Jón var prestssonur frá Snæfjöllum. Greipur faðir hans var fátækur prestur (f. 1530), en Þorleifur (f. um 1500) faðir Greips var prestur á Reykhólum. Um hann er sagt: „manna hagastur, en undarlegur í háttum“. Bjöm faðir hans (f. um 1470, á lífi 1544) var bóndi á Reykhólum, átti með öðrum orðum Reykhóla, sonur Þorleifs hirðstjóra (f. 1430, d. um 1486). Sá Þorleifur var sonur Björns Þorleifssonar, hirðstjóra, sem aðlaður var, dóttursonur Björns Jórsalafara. Þrátt fyrir þennan ættboga er erfitt að finna heimildir um Jón Greipsson, á Haugi. Hannes Þorsteinsson segir stuttlega frá Greipi föður Jóns í Æfum lærðra manna. Hannes segir að Greipur hafi verið laungetinn sonur séra Þorleifs Bjömssonar á Reykhólum. Ennfremur getur hann aðeins eins sona afkomenda Greips, enda eru þetta „Æfir lærðra manna“ og Jón komst ekki í þá tölu. Páll Eggert Olason getur líka aðeins um Jón sem son séra Greips, og þar er hann hann kallaður smiður.’ Guðbrandur Jónsson nefnir hann „billedskærer" í „Nogle oplysninger om tre islandske adelsslægter.“ Jón hefur því verið stórættaður, hvað sem veraldlegum auði leið. Greipur faðir hans kvæntist dóttur séra Halldórs Gunnlaugssonar prests að Snæfjöllum og fékk brauðið eftir hann um 1570. Staður á Snæfjöllum taldist rýrt brauð. Þannig að Greipur nýtur ekki föðurarfleifðar sinnar. Hann hefur kvænst að brauði (prestsembætti) norður á Snæfjöllum. Jón er þar fæddur, en hefur síðar fengið ábúð á Haugi, eða Auðshaugi við Breiðafjörð. 1 Aðfangabók Þjms. 1888. : Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir II, s. 596. 3 Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár II s. 96. http://www.vortex.is/aett 4 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.