Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 7
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002
Jónas Þór:
s
Landnám Islendinga í Vesturheimi
Þótt fáeinir íslendingar hafi farið til Utah á 6. ára-
tug 19. aldar hefst svonefnt Vesturfaratímabil
ekki fyrr en 1870 og endar 1914, en ár hvert fóru
einhverjir íslendingar vestur. Fyrsti áratugur land-
námssögunnar er merkilegur fyrir margra hluta sakir.
Þá deildu vesturfarar ákaft um hvort rétt væri að
blanda geði við innflytjendur af öðrum uppruna og
taka upp siði þeirra og háttu. Sumir töldu beinlínis
lífsnauðsynlegt að læra af kunnáttumönnum allt það
er sneri að amerískum landbúnaðarháttum og hvöttu
landnema af Islandi til að eyða einhverjum tíma á
norskum býlum í sveitum Wisconsin-ríkis. Norðmenn
höfðu þá búið í Bandaríkjunum í hálfa öld og voru því
vel hagvanir. Öðrum íslenskum landnemum þótti
þessi hugmynd hið mesta óráð. Töldu hana vera
vísasta veginn til glötunar íslenskrar arfleifðar í
Ameríku. Þessum fannst Islendingar verða að standa
saman sem ein þjóð í Amerfku og hefjast strax handa
við landaleit og stofnun íslenskrar nýlendu. Árið 1873
þótti fjölda íslendinga bæði skynsamlegt og reyndar
nauðsynlegt að læra ný vinnubrögð við akuryrkju og
kvikfjárrækt, áður en þeir færu að hokra sjálfir. Einn
þessara manna var Stephan G Stephansson, skáld, en
hann bjó aldrei í Nýja Islandi og var aldrei
baráttumaður fyrir stofnun alíslenskrar nýlendu.
Á árunum 1870-1879 fóru tæplega 2.900 íslend-
ingar vestur um haf. Á þessum árum varð til draumur
um alíslenska nýlendu í Vesturheimi. Sama áratug
voru a. m. k. gerðar fjórar tilraunir í Kanada til að
láta drauminn rætast. I Ontario-fylki reyndu menn í
Rosseau og Kinmont, tilraun var gerð á Elgsheiðum
í Nova Scotia og loks á vesturbakka Winnipegvatns,
þar sem nú stendur Gimli. Allar mistókust.
Nýja íslandi var vart hægt að velja verri stað. Öll
ströndin frá íslendingafljóti að ósum Rauðár er
sendin og blaut og því vonlaus til ræktunar. Rétt er
þó að taka fram að skoðunarleiðangurinn, sem valdi
staðinn, skoðaði grasi vaxið svæði við íslendinga-
fljót, þar sem nú stendur Riverton, en þangað komst
fyrsti hópurinn aldrei haustið 1875 vegna veðurs.
Gimlibær var því byggður á stað, sem honum var
reyndar aldrei ætlaður. Eftir fjögurra ára hörmungar
í Nýja íslandi hvarf fólk smám saman þaðan á brott
og með því varð draumurinn um alíslenska nýlendu
að engu. Á árunum 1876-1879 voru mest um 1.500
íbúar í Nýja Islandi, en 1880 voru þeir innan við 200.
Um aldamótin voru þeir 2.500, en þá voru komnir
vestur rúmlega 11 þúsund manns. Af þessum tölum
má sjá, að Nýja Island var í raun aldrei fjölmennasta
byggð Islendinga vestanhafs. Þá er eftirtektarvert, að
allir helstu leiðtogar fólksins, sem svo ákaft höfðu
barist fyrir stofnun nýlendunnar, fluttu á brott áður
en fyrsti áratugur landnámsögunnar var á enda.
Eftir 1880 breyttist hugarfar íslenskra innflyjenda.
Meira kapp var lagt á að aðlagast norðuramerísku
samfélagi fljótt og vel og engin synd þótti lengur að
búa innan um landnema af öðrum kynstofni. Sérstak-
lega var þetta áberandi í þéttbýlli stöðum t.d. Winni-
peg þar sem stærsta samfélag Islendinga í Vestur-
heimi varð til. Um 1880 voru tvær helstu nýlendur
Islendinga í Bandaríkjunum, á Washington-eyju í
Wisconsin og í suðvesturhomi Minnesota. Þar höfðu
Islendingar búið um nokkurra ára skeið og er
athyglivert, að á báðum þessum stöðum gekk þeim
flest allt í haginn, þótt þeir byggju innan um
útlendinga. Og ekki týndist íslensk arfleifð, því í
báðum byggðum má enn finna glögg merki um veru
Jónas Þórfœddist í
Reykjavík 11. apríl 1949,
sonur hjónanna
Arnaldar Þór,f. 23.
febrúar 1918, d. 21.
október 1988,
garðyrkjubónda í
Mosfellssveit, og
Kristínar Þór Jensdóttur,
f. 8.janúar 1922. Kvœntur Önnu Báru
Arnadóttur, f. 3. september 1949. Dætur þeirra
eru: Katrín Sif Þór,f. 1. apríl 1974, og Elsa
María Þór,f. 26.febrúar 1976. Stúdentfrá
Menntaskólanum í Reykjavík 1970. Lauk BA-
prófi í ensku og sagnfrœði frá Háskóla Islands
1977, og magistersprófi í sagnfrœði frá
Manitobaháskóla í Kanada 1980. Dvaldist í
Vesturheimi til ársins 1987 og vann ýmis
frœðistörf. Skrifaði m.a. sögu íslendingadagsins
sem var gefin út í Kanada 1989. Hefur unnið
útvarpsþætti og skrifað greinar í íslensk blöð
um sögu Islendinga í Vesturheimi. A nœsta ári
2002 kemur út hjá University ofManitoba Press
í Kanada bók á ensku „Icelandic Settlements in
North America 1856-1914“.
http://www.vortex.is/aett
7
aett@vortex.is