Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 8
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002
Jónas Þór, sagnfræðingur við ræðupúlt. Ræðuefni:
„Landnám íslendinga í Vesturheimi“. Mvndin var
tekin af fyrirlesara á fundi ættfræðifélagsins 25. okt.
2001 í sal Þjóðskjalasafnsins, Laugavegi 162. Ljósm.
Olgeir Möller.
íslendinga. T.d. er enn töluð íslenska í Minnesota og
á Washington-eyju bera ferjur og hús íslensk nöfn,
t.d. Eyrarbakki og Karfi. I Shawano-sveit (Ljósa-
vatnssýslu) í Wisconsin höfðu fáeinar fjölskyldur
búið, en flestir landnemanna voru þaðan fluttir árið
1880 og sestir að í nýrri nýlendu íslendinga í Norður
Dakóta. Aðrir, sem flúðu hörmungarnar í Nýja
íslandi og kusu að dveljast áfram í Kanada, settust að
á ýmsum stöðum í Manitoba, en það sem eftir lifði
aldarinnar byggðist Kanada hægt og bítandi í vestur
og fylgdu íslendingar straumnum.
Þegar leið undir lok aldarinnar og vestrið í Banda-
rrkjunum var unnið og lítið um ókeypis lönd, beindu
margir sjónum sínum til Vestur Kanada. Þangað
streymdu þúsundir sunnan úr þéttbýliskjörnum
Bandaríkjanna, m.a. fjölmargir íslendingar frá
Minnesota og Norður Dakóta svo og frá Mið og
Austur Kanada. Hér voru á ferðinni ungir menn, sem
slitu bamsskónum í Ameríku og voru tilbúnir að
stofna heimili og hefja búskap. Lönd nærri
heimahögunum voru fá ef nokkur og því urðu þeir að
leita annað. Þessir ungu Islendingar voru að aðlagast
sinni kynslóð í Ameríku, voru þátttakendur í
uppbyggingu ríkjanna tveggja í Norður Ameríku.
Þegar þeir settust að á sléttunni þar sem nú er
Saskatchewan og mynduðu íslenskar nýlendur, þá
létu þeir ekki aðeins málefni sinnar sveitar eða sýslu
sig varða heldur og öll málefni Kanada. Þeir skiptu
sér af því hvar jámbrautir og vegir voru lögð í fylkinu
og hvernig afurðir þeirra, komið, kæmist skjótast á
heimsmarkað, þar sem verð var hátt. Þessir
Islendingar hugsuðu minna um sjálfstæðisbaráttuna
heima á Fróni eða önnur hagsmunamál hinnar
íslensku þjóðar, þeir höfðu eignast nýtt heimaland.
Margir höfðu verið ungböm eða fárra ára gamlir,
þegar þeir fluttu vestur um haf, aðrir höfðu fæðst í
Vesturheimi. Ný kynslóð var sprottin úr grasi. Þegar
Stephan G Stephansson flutti ræðu á íslendingadegi í
heimabyggð sinni í Albertafylki snemma á 20. öld og
lauk henni með frægu ljóði: Þó þú langförull legðir,
þá talaði hann fyrst og fremst til þeirra, sem höfðu
flust fullorðnir vestur. Hugur og hjarta ungu, vestur-
íslensku kynslóðarinnar bar annars heimalands mót.
Kanadískir sagnfræðingar eru sammála um, að
Islendingar verði að teljast með allra bestu
innflyjendum í lok 19.aldar fyrst og fremst vegna
þess hversu vel þeir aðlöguðust nýjum heimkynnum.
Þegar íslendingar sættu sig við þá staðreynd, að þeir
yrðu að læra ensku, mennta börnin sín í kanadískum
skólum, þá gerðu þeir það vel. Árið 1896 voru sett
lög í Manitoba um skóla. Þjóðarbrotum var nú gert
mögulegt að kenna á sínu máli, ef tíu eða fleiri
nemendur af sama kynstofni væru saman í bekk.
Nýja Island hafði verið stofnað fyrst og fremst til að
varðveita íslenska arfleifð og þá helst íslenska tungu
og þar voru nær eingöngu íslensk börn í skólanum.
En skólaráðið á Gimli hafnaði hugmyndinni að
kenna á íslensku. Þegar framhaldsskólinn (High
School) var stofnaður snemma á 20. öld og ráða
þurfti kennara, þá sagði í auglýsingu í báðum
íslensku blöðunum, Lögbergi og Heimskringlu, að
kennarar mættu ekki hafa hreim. Þess var krafist að
þeir töluðu lýtalausa ensku. Islensk æska í Kanada
átti að fá sömu tækifæri og önnur ungmenni, og til að
standa jafnfætis enskumælandi Kanadamönnum
dugði ekkert annað en hrein og tær enska.
I Bandaríkjunum hugsuðu menn á annan veg. Þau
voru fullkomlega sjálfstæð, höfðu rofið stjómmála-
og menningartengsl við Evrópu. Þar var þess
beinlínis krafist af innflytjendum, að þeir aðlöguðust
nýju heimalandi fullkomlega. Þar hefði nýtt ísland
aldrei getað orðið til, einfaldlega vegna þess að
hugsjónin stríddi gegn stjómarskránni.
Þjóðræknisfélag Islendinga efnir til námkeiðs í
mars og apríl á næsta ári um mannlífið í íslensku
nýlendunum í Vesturheimi. Þá er í undirbúningi 12
daga ferð næsta sumar á vegum félagsins. Ætlunin er
að íljúga til Minneapolis en ferðast þaðan með vagni
á ýmsar slóðir íslenskra landnema bæði í Banda-
ríkjunum og Manitoba.
http://www.vortex.is/aett
8
aett@vortex.is