Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 11
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002
Jónína Margrét Guðnadóttir:
Guðni Jónsson
prófessor frá Gamla-Hrauni
22. júlí 1901-4. mars 1974
Hinn 22. júlí síðastliðinn voru liðin hundrað ár
frá fæðingu dr. Guðna Jónssonar, prófessors,
sagnfræðings og ættfræðings. I tilefni þess skal
hér rakin ævi hans og uppruni og helstu útgáfu-
störf. Höfundi þessa greinarstúfs er málið mjög
skylt og þótti þess vegna ekki stætt á öðru en
verða við góðfúslegri beiðni núverandi fonnanns
Ættfræðifélagsins um að minnast Guðna á þeim
vettvangi sem hann helgaði drjúgan hluta starfs-
tíma síns og tómstunda. Hins vegar er það ætt-
fræðinganna sjálfra að meta skerf hans til ættfræði
og ættfræðirannsókna.
Ætt og uppruni
Guðni fæddist 22. júlí 1901 að Gamla-Hrauni á
Eyrarbakka. Foreldrar hans voru Jón Guðmunds-
son (f. 1856, d. 1941) og síðari kona hans, Ingi-
björg Gíslína Jónsdóttir (f. 1867, d. 1937) frá Mið-
húsum í Sandvíkurhreppi. Jón var formaður í
Þorlákshöfn og á Stokkseyri í 40 vertíðir en stund-
aði jafnframt búskap, fyrst í Stöðlakoti og
Framnesi í Hraunshverfi við Eyrarbakka, en lengst
bjuggu þau Ingibjörg á Gamla-Hrauni. Eru ættir
þeirra beggja raktar ítarlega í Bergsœtt (II, bls.
112-115). Jón og Ingibjörg gengu í hjónaband árið
1888 eftir nokkurra ára samvistir. Þeim varð
sautján barna auðið og náðu böm þeirra öll full-
orðinsaldri að undanskildum einum syni er dó á
tólfta ári. Þegar höfð eru í huga kröpp kjör og erfið
lífsbarátta foreldranna má telja það auðnu að öll
börnin skyldu komast á legg og reynast standa
fyrir sínu á lífsleiðinni.
Ekki reyndist þeim hjónum á Gamla-Hrauni þó
þrautalaust á halda utan um barnahópinn.
Skömnru fyrir aldamótin 1900 veiktist Jón af tann-
meini svo að hann gat ekki séð sér og sínum far-
borða um hríð og um líkt leyti var bærinn seldur
ofan af þeim hjónum. Ekki mátti meira út af
bregða til að kippa lífsbjörginni undan þeim og
neyddust þau þá til að leysa upp heimili sitt í fáein
ár og sjá fyrir sér og bömunum með vinnu-
mennsku. Jón hélt til Reykjavíkur í verkamanna-
vinnu en Ingibjörg réð sig vinnukonu að Leiru-
bakka á Landi hjá sómahjónunum Sigurði
Magnússyni og Önnu Magnúsdóttur. Ingibjörg
hafði Guðna son sinn með sér fáeinna mánaða
gamlan en þegar þau Jón gátu sameinað fjölskyld-
una á ný á Gamla-Hrauni var Guðni orðinn
tveggja ára og það varð ofan á að hjónin á Leiru-
bakka buðust til að taka hann í fóstur til fram-
búðar. Ekki vildu þau þiggja meðlag með drengn-
um, sem í þann tíma var fáheyrður höfðingsskapur
þegar óskylt bam átti í hlut. Þannig vildi það til að
Guðni ólst upp fjarri foreldrum sínum og systkin-
um og naut hann góðs atlætis í hvívetna á Leiru-
bakka. Hann átti þar heimili frant undir fermingu
en upp frá því var hann í vinnumennsku á ýmsum
nálægum bæjum, stundaði m.a. sjóinn tvær ver-
tíðar, en fluttist svo úr sveitinni alfarinn um átján
ára aldur.
Þegar Guðni var að slíta bamsskónum í Land-
sveit á fyrstu áratugum tuttugustu aldar var fátítt
að alþýðufólk legði fyrir sig bóknám. Snemma
kom í ljós að Guðni var mjög námfús og meira
gefinn fyrir bókina en búskaparstörf. Þegar hann
varð skólaskyldur 1911 var ætlunin að hann færi
út á Eyrarbakka og gengi þar í skóla, en hann
þráaðist svo við að hætt var við að senda hann
þangað og segir það sína sögu um atlæti hans á
Leirubakka. Lærði hann heima í Landsveit en þar
var farskóli sem Ágúst Kr. Eyjólfsson annaðist. Á
þessum tíma var algengt að farskólar stæðu í þrjá
til fjóra mánuði á ári og kennsla færi fram á
heimilum.
Á Leirubakka var til dágott bókasafn miðað við
það sem tíðkaðist þá til sveita. Guðni mun hafa
orðið læs komungur og þótti Sigurði bónda mikið
til um bókhneigð piltsins og hvatti hann óspart til
dáða við lesturinn. Kannski sú hvatning hafi ráðið
nokkru um framhaldið. Lestrarfélag var starfandi í
sveitinni og þar hefur Guðni væntanlega einnig
komist í bækur. Hann tók líka upp á því að skrifa
upp þær bækur sem honum þótti mest til koma.
Þannig skrifaði hann til dæmis orðrétt upp alla
Sæmundar-Eddu á unglingsárunum, eins og hann
segir frá í formála að Eddulyklum sem fylgdu
Eddukvœðum er út komu 1949, og „lét blaðsíðu
svara til blaðsíðu og línu til línu.“
http://www.vortex.is/aett
11
aett@vortex.is