Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Side 17
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002
Ásgeir Svanbergsson:
Manntalið 1801
I
Manntalið 1801 er tekið var á íslandi að fyrirlagi
Danakonungs er mikil og dýrmæt heimild um
þeirra tíma landshagi og búsetu. Þar eru taldir 47.277
Islendingar en þó er vitað að allmarga vantar. Skýrist
það m. a. af því að manntalið átti að miðast við 1.
febrúar 1801 en fór þó víðast ekki fram fyrr en sum-
arið 1802 og sums staðar ekki fyrr en um vorið 1803.
Hefur því fólk getað flust milli sókna eða hreinlega
gleymst þegar manntalið var gert og eru nokkur
dæmi um þetta á Vestfjörðum og sjálfsagt víðar.
Manntalið í Selárdalssókn í Amarfirði er undir-
ritað 23. ágúst 1802 af prófastinum í Selárdal. Vitað
er um nokkra sem í það vantar og hér er eitt dæmi.
Nokkrum bæjarleiðum innar í firðinum, í Grófhól-
um, eru þá búsett hjón sem að engu er getið í mann-
talinu. Þetta eru þau Olafur Guðmundsson og Ingi-
björg Jónsdóttir og tvö böm þeirra. Þau vom bæði
ættuð úr sókninni. Olafur var fæddur á Fífustöðum,
skírður 11. febrúar 1755 og voru foreldrar hans þau
Guðmundur Magnússon og Ingunn Jónsdóttir sem
þar bjuggu 1753 og 1762 og lengur. Um ættir þeirra
er ekkert vitað en auk Olafs áttu þau Jón, tvíbura við
Ólaf og Valgerði f. 1744, d. 1766. Jón bróðir Ólafs
dó 1772 og Guðmundur faðir hans 1782.
I sóknarmanntali 1786 finnst Ólafur ekki og er þá
líklega kominn yfir á norðurströnd Amarfjarðar, er
vinnumaður í Lokinhömmm 1792, þá eignast hann
son með Guðrúnu vinnukonu þar Ólafsdóttur, líklega
úr Sandasókn. Drengurinn er skírður Jón og er á
Hrafnabjörgum 1801 með móður sinni en ekki er nú
vitað hvað af þeim varð.
Næst er vitað til Ólafs Guðmundssonar á Vind-
heimum, hjáleigu frá Kvígindisfelli í Tálknafirði.
Hann er þar vinnumaður í mars 1796 og hefur þá
líklega komið þangað árið áður. Með honum er sonur
hans, fimm ára, og heitir Ólafur. Um hann er ekkert
annað vitað og finnst hans hvergi getið síðan. Þó ber
þess að geta að Ólafur Ólafsson á hæfilegum aldri er
á Tjaldanesi 1801, níu ára, líklega fæddur í Rafns-
eyrarsókn, launsonur Ingibjargar Jónsdóttur þar á
bænum. Ólafur sá drukknaði úr Verdölum vorið
1809. Þrátt fyrir líkindi er þó ekki hægt að staðhæfa
að hann sé sonur Ólafs Guðmundssonar.
Bóndi sá á Vindheimum sem Ólafur réðst til var
Jón Jónsson frá Suðureyri í Tálknafirði og voru þeir
tveir bræður og alnafnar, synir Jóns bónda á Suður-
eyri Jónssonar. Jón á Vindheimum er ekki að finna í
manntalinu 1801 en ekki er það þó af því að prestur-
inn hafi gleymt honum. Hann hvarf af landi brott
1798 og átti þá í vændum bam með systurdóttur
sinni, Halldóru Guðmundsdóttur. Bamið fæddist 12.
ágúst 1798, hét Kristín og varð síðari kona Ásbjamar
Teitssonar í Feigsdal. Þetta ár er Ólafur Guðmunds-
son orðinn vinnumaður á Felli og kvæntist þá um
vorið Ingibjörgu Jónsdóttur, fósturdóttur þar, en hún
var fædd 24. desember 1775 á Tröðum, hjáleigu frá
Stóra-Laugardal.
Þau Ingibjörg em enn hjú á Felli árið 1800, en
komin að Gróhólum 1801 eða fyrr og að Fífustöðum
1804. Þar dó Ólafur 10. apríl 1808. Fljótlega eftir
það hefur Ingibjörg farið inn í Otrardalssókn og er
hún vinnukona í Otrardal 1820. Hún dó 11. desember
1840 á Steinanesi, sögð farlama, á sjötugsaldri.
Börn þessara hjóna voru þrjú:
Magnús f. 1799 á Felli, dó 15. aprfl 1855 á Fossi
í Suðurfjörðum, ókvæntur og bamlaus vinnumaður
alla tíð.
Jón f. 19. okt. 1804 á Fífustöðum, d. 25.
nóvember sama ár.
Þóra f. 15. maí 1801 í Gróhólum, d. 19.
september 1854 á Neðrabæ, þá á sveit. Hún var lengi
vinnukona á Öskubrekku og þar eignaðist hún barn,
Ólöfu f. 11. okt. 1831. Var faðirinn sagður Bárður
Nikulásson sem dáið hafði 21. ágúst þá um sumarið
72 ára og var hann tengdafaðir Sigurðar bónda á
Öskubrekku. Þóra var svo á Neðrabæ og þar fæddi
hún 1846 andvana bam en faðirinn var Kristján
Jónsson vinnumaður þar á bænum, frá Norðurbotni
og er ekki meira frá því að segja.
Ólöf Bárðardóttir ólst upp á sveit í Ketildalahreppi,
var á Neðrabæ 1845, á Kirkjubóli 1860. Hún eignaðist
bam með Daníel Gíslasyni, vinnumanni á Bfldudal,
meðan hún var enn á Neðrabæ. Bamið var Gísli, f. 27.
október 1858. Hann barst norður að Djúpi, eignaðist
konu af Amardalsætt og var bóndi í Bæjum 1901.
Böm hans og Kristnýjar Pálmadóttur Ámasonar voru
þrjú og er þessa fólks getið á bls. 632 í Amardalsætt.
Ólöf Bárðardóttir giftist 1867 Jóni Þorsteinssyni
frá Haukabergi en svo dó hún 11. febrúar 1869 og
var hjónaband þeirra barnlaust. Jón átti svo Guðríði
Guðmundsdóttur og urðu þau foreldrar Samúels
listamanns í Selárdal.
Hér lýkur að segja frá þeim Ólafi Guðmundssyni
og Ingibjörgu konu hans. Þeirra var að litlu getið
meðan þau lifðu en samt vom þau ekki alveg þýð-
ingarlaus. Fólk er af þeim komið.
http://www.vortex.is/aett
17
aett@vortex.is