Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 20
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002
Fréttatilky nning
Út er komið niðjatalið Lœkjarbotnaœtt. Verkið
er í tveimur bindum, prýtt fjölda mannamynda
og annarra mynda er tengjast búsetu og sögu
niðjanna. I niðjatali þessu er farið inn á nokkuð
nýja braut í útgáfu ættfræðirita því ættfræðinni
fylgja frásagnir og þættir af elstu kynslóðum
ættarinnar.
Lækjarbotnaætt er rakin til hjónanna Guð-
brands Sæmundssonar og Elínar Sigurðardóttur
sem bjuggu á Lækjarbotnum í Landsveit á
fyrstu áratugum nítjándu aldar. Guðbrandur og
Elín eignuðust fjórtán börn og komust sjö þeirra
til fullorðinsára og eignuðust afkomendur. Þau
voru: Guðbrandur bóndi í Steinstóft, Holtsmúla
og víðar, f. 1802, Sigurður bóndi í Moldartungu
og Skammbeinsstöðum, f. 1806, Jón bóndi í
Haga í Holtum, f. 1807, Elín húsfreyja í
Árbæjarhjáleigu í Holtum, f. 1808, Margrét
húsfreyja í Hátúnum á Landi, f. 1810,
Sæmundur bóndi á Lækjarbotnum, f. 1815 og
Ambjöm (Ampi) bóndi í Króktúni á Landi, f.
1816. Nú teljast niðjarnir rúmlega 5.400 og eru
þeir yngstu í áttunda lið frá Guðbrandi og Elínu.
Þegar við bætast makar, barnsfeður og bams-
mæður niðjanna koma um 8.200 nöfn beint við
sögu og er getið í nafnaskrá. Þar að auki er getið
foreldra þeirra sem mægst hafa niðjum eða
eignast með þeim börn.
Einn leggur ættarinnar, niðjar Sæmundar
Guðbrandssonar og Katrínar Brynjólfsdóttur
konu hans, er tóku við búinu á Lækjarbotnum
um 1840, hefur ræktað frændsemi sína á ýmsa
vegu í heilan aldarfjórðung. Meðal annars létu
þau gera fjölritað niðjatal um ættlegg sinn árið
1975 og var það fyrsti vísir að bókinni sem nú
er komin út. Þegar ráðist var í nýja útgáfu
Lækjarbotnaættar var hringurinn stækkaður og
eru nú raktir afkomendur allra Lækjarbotna-
systkinanna sjö. Var til þess skipuð ritnefnd með
fulltrúum frá niðjum þeirra flestallra undir for-
ystu Daða Ágústssonar og unnu nefndarmenn
ötullega að söfnun upplýsinga um ættfólk sitt,
bæði um ættfræðina sjálfa og eins um lífshlaup
elstu kynslóðanna.
ítarefni og æviþættir
Æviþættir í ritinu eru nálægt 90 talsins auk
nokkurra ítarefnisþátta af öðrum toga. Kennir
ýmissa grasa í þessum þáttum og þar er mikinn
fróðleik að finna um lífshætti og æviskeið geng-
inna kynslóða af Lækjarbotnaætt, bændur og
almúgafólk sem átti það sameiginlegt að búa
við harðneskjulega náttúru þar sem ekkert mátti
út af bregða til að fjölskyldur leystust upp. Þessi
óblíðu lífskjör birtast í hverri frásögninni af
annarri. Þarna er að finna marga hetjusöguna af
óbreyttu alþýðufólki sem hvergi hefur verið
skráð á bók til þessa. Auk þess geymir ritið
frásagnir byggðar á prentuðum heimildum, svo
sem hinni merku heimildasögu Guðmundar
Daníelssonar, Dómsdegi, en Guðmundur var af
fjórða ættlið Lækjarbotnaættar. Hann samdi
söguna um langafa sinn Sigurð Guðbrandsson,
næstelsta soninn frá Lækjarbotnum, er frægur
varð af að hljóta tvívegis dóm fyrir kvensemi
sína og það líflátsdóm hið seinna skiptið. Þá er
í ritinu frásögn af yngsta bróðurnum frá
Lækjarbotnum, Arnbirni, öðru nafni Ampa, sem
Guðni Jónsson prófessor skráði og birtist í
Islenskum sagnaþáttum og þjóðsögum. Ampi
tók sér bólfestu með konu sinni inn við Veiði-
vötn þegar hann var kominn fast að sjötugu og
má trúlega telja hann einn fyrst unnanda
íslenskra öræfa í nútímaskilningi. Við Ampa
þennan er síðan kenndur Ampahóll við Tjald-
vatn í Veiðivötnum.
Af öðru ítarefni má nefna gagnmerka
inngangsgrein eftir Árna Hjartarson um
landshætti í Landsveit og jarðfræði sem gefur
lesendum glögga mynd af lífskilyrðum og
áhrifum náttúrunnar á líf fólksins í sveitinni á
öldum áður. I þeirri umgjörð skipar Hekla af
eðlilegum orsökum eitt stærsta hlutverkið og á
sinn tignarsess í ritinu.
Lækjarbotnaætt er í tveimur bindum eins og
áður segir, samtals tæpar 600 bls. Ritstjóri er
Jónína Margrét Guðnadóttir sem jafnframt er
útgefandi niðjatalsins ásamt þeim Daða
Ágústssyni, formanni ritnefndar, og Guðbrandi
Gíslasyni ritnefndarmanni.
Félögum í Ættfræðifélaginu býðst verkið á
vildarverði, 14.900 kr, en fullt verð í verslun er
24.900. Tilboðið stendur til 1. febrúar 2002 og
þeir sem vilja notfæra sér það geta pantað ritið
hjá útgefendum, hjá Jónínu Margréti í s. 567
1969, hjá Daða í s. 557 6886 eða hjá Guðbrandi
í s. 567 1275
http://www.vortex.is/aett
20
aett@vortex.is