Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007 Ráðsnilli Eftirfarandi grein er úr bókinni Skammdegisgestir eftir Magnús F. Jónsson frá Torfastöðum Húnavatnssýslu. Greinin er birt með góðfúslegu leyfi dóttur Magnúsar, Ásdísar Magnúsdóttur, áður húsfreyju á Staðarbakka í Miðfirði. Bærinn Uppsalir í Miðfirði, sem nú heitir svo, hét áður Rófa. Ég heyrði þau munnmæli í æsku, að fyrr á öldum, er stórharðindi og mannfellir herjuðu á landið, hafi verið svo hart um bjargræði manna á meðal, að þessi jörð hafi verið seld fyrir aftari hluta af kindarkrofi, og eftir það hafi hún verið kölluð Rófa. Fyrir hér um bil 20 árum var bæjamafninu breytt og heitir nú löglega Uppsalir. Árið 1835 bjuggu á Rófu tveir bændur, er áttu sína hálflenduna hvor. Annar bóndinn hét Jónas Bjarnason. Kona hans hét Ragnhildur Sigfúsdóttir Bergmanns frá Þorkelshóli. Hinn bóndinn hét Benja- mín Bergþórsson. Kona hans hét Snjólaug Magnús- dóttir. Þau áttu einn son ungan, er Bergþór hét. Báðir þessir bændur voru allvel fjáreigandi, enda voru þeir atorkumenn og jörðin með betri jörðum þar í sveit, og mun flestum hafa famast vel, er þar hafa búið. Ragnhildur, kona Jónasar Bjarnasonar, var væn og gjörfuleg, rausnarsöm og mikill drengur snauðum mönnum og umkomulausum. En talin var hún fremur stór í skapi og ráðrík. Og mælt var, að hún bæri Jónas, bónda sinn, ráðum, er henni bauð svo við að horfa. Þau áttu fjögur böm: Jónas, Sigurð, Þorstein og Ragnhildi. Vinnumaður var um skeið hjá þeim Jónasi og Ragnhildi sem Elías hét Hálfdánarson, ættaður af Vesturlandi. Hann var hinn bezti verkmaður, hagur á höndum og ódeigur til starfa, og margt var honum fleira vel gefið. Hann var hinn slingasti hestamaður og tamningamaður góður. Elías var glaðlyndur og heimilisprúður, en ærið þótti hann hjóllyndur í ástum og nokkuð óvar í orðum. Mjög var það haft í flimtingi í sveitinni, að Ragnhildur húsfreyja gerði ekki Jónas bónda sinn einhlítan og hefði framhjá honum með Elíasi vinnumanni, og af mörgum var ætlað, að Elías væri hinn rétti faðir sona Ragnhildar, Jónasar og Þorsteins. Þóttu þeir líkjast honum um margt, er þeir eltust. Jónas Bjarnason var ekki dulinn þess, að Ragn- hildur kona hans felldi ástarhug til Elíasar vinnu- manns, sem hann endurgalt henni í sömu mynt, og þótti honum þungt undir að búa. Gerði hann ítrekaðar tilraunir til þess að losna við Elías af heimilinu, með því að endumýja ekki vistráð hans á ári hverju, en þá missti Ragnhildur allt vald á skapsmunum sínum, svo bóndi hennar sá þann kost beztan að kjósa heimilisfriðinn og láta hana ráða vist Elíasar þar á heimilinu. Eftir því sem árin urðu fleiri, sem Elías var vinnumaður á Rófu, fóru þau Ragnhildur að verða óvarkárari um ástafar sitt, svo Jónasi bónda fannst nokkurra viðbragða yrði að leita, til þess að ráða bót á hjónabandsböli sínu. Jónas átti bróður, er Jóhann hét. Hann bjó á Haugi í Núpsdal og var gildur bóndi. Jóhann var vitur maður og gerhugull. Milli þeirra bræðra var góð frændsemi, og sótti Jónas jafnan ráð að bróður sínum, er honum þótti mikið við liggja, og gafst ávalt vel. Það var fyrrihluta vetrar árið 1835, að Jónas bjó ferð sína og heimsótti Jóhann bróður sinn á Haugi og gisti hjá honum eina eða tvær nætur. Ræddu þeir margt saman bræður, og þar kom, að Jónas bar upp erindi sitt og sagði Jóhanni allt af létta um heimilisvandræði sín, sem væru með tvennu móti. í fyrsta lagi væri sér að verða ofraun samdráttur Ragnhildar og Elíasar, sem gengi þá mjög úr hófi. Og hins vegar væri sambýlið við Benjamín og Snjólaugu miklu óhægara en áður, og væri þegar mjög um sollið. Kvað Jónas hug sinn standa til þess að eignast alla jörðina, ef annað gengi að auðnu og mundi þó ekki laust fyrir, að öllu óbreyttu. Hann bað nú Jóhann að setja ráð til að koma Elíasi burtu frá Rófu, en kvað þó mikinn vanda við að fást, að Ragnhildur færi þá ekki með honum, því ef hann missti af konunni yrði endirinn sá að hann neyddist til þess að hætta búskap og selja Benjamín hálfa jörðina. Væri sér þó fjarrst skapi að hann nyti. Jóhann kvaðst skyldi hugsa vandræði hans og leggja síðar nokkuð til málanna, ef sér kæmi í hug úrræði. Fór Jónas bóndi heim til sín við svo búið og þótti þó lítt vænkast sitt ráð, að svo komnu. Á milli jóla og nýárs, um veturinn, gerði Jóhann Bjarnason ferð sína að Rófu, og kom þar snemma dags. Tók Jónas honum feginsamlega, og þau Ragn- hildur bæði, því góð mágsemd var með henni og Jóhanni, því hann hafði reynst þeim góður fédrengur, er efnahagur þeirra hjóna var nokkuð þrengri. Er Jóhann hafði haft þar nokkra viðstöðu, bauð Jónas honum að sjá búfénað sinn. Gengu þeir svo til fjárhúsa. Þar var Elías vinnumaður fyrir við gegn- ingar. Jóhann tók hann tali og spurði formálalaust hverrar þóknunar hann krefðist til þess að láta af öllum fíflingum við Ragnhildi húsfreyju og verða á brott af heimilinu að vordögum? Elías var fljótur til svars og kvað eigi minna mega til koma en sex ær loðnar og lembdar í fardögum. Jóhann þagnaði við um stund og kvað hann nokkuð mega fleira til vinna, ef að slíku kaupi yrði gengið. Elías bað Jóhann líta http://www.ætt.is 16 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.