Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007
Svör við fyrirspurnum
Eysteins Þorvaldssonar
Eysteinn Þorvaldsson prófessor sendi í síðasta
Fréttabréfi Ættfræðifélagsins fyrirspurnir um
sextán Vestur-íslendinga sem margir tengdust
skáldskap. Ekki hefur staðið á svörunum og
birtast þau hér.
Einar Ingimundarson:
Viðleitni til að svara einhverju af fyrir-
spurnum Eysteins Þorvaldssonar
11. Hjálmur Þorsteinsson. I Borgfirskum æviskrám
IV bls. 437 er æviskrá manns með þessu nafni og
sýnist mér að um sama mann sé að ræða.
13. í Almanaki Ólafs G. Thorgeirsson 1931 bls.
152 segir að Jónas Daníelsson bóndi í Svan River
byggð hafi látist 6. júní 1930. Þá er sagt frá Jónasi
Daníelssyni í Almanaki Ólafs G. Thorgeirsson 1923
bls.75. Tel ég lfklegt að þar sé um að ræða mann þann
sem um er spurt þótt millistafinn J vanti.
14. ÍAlmanakiÓlafsG.Thorgeirsson 1919 bls. 110.
Þann 26. ágúst 1918 er látinn Þorsteinn Jóhannesson
í Mouse-River-bygð í N-Dakota, fæddur á Tjörn í
Aðalreykjadal í Þingeyjarsýslu 1837; hét kona hans
Guðrún Jónsdóttir (1906); fluttust þau af Vopnafirði
til Nýja íslands 1876.
15. I bókinni Islensk glíma og glímumenn bls.
187 eftir Kjartan Bergmann Guðjónsson er grein um
Guðmund A. Stefánsson, sem var glímukappi íslands
1909.1 bókinni Múraratal og steinsmiða er stutt ævi-
skrá um Guðmund Aðalstein Stefánsson og getið um
að hann hafi verið glímukappi Islands. Mér sýnist
öruggt að Guðmundur A. Stefánsson, Guðmundur
Aðalsteinn Stefánsson sé einn og sami maðurinn og ef
Guðmundur Stefánsson er með sama fæðingardag og
ár og sama dánardag og flutti til Vesturheims á sama
tíma þá tel ég að þar sé um sama mann að ræða.
16. Hlín Johnson heitir í íslendingabók Hlín
Jónsdóttir Johnson f. ló.nóv. 1876, d. 15. okt. 1965.
í Ábúendatali Villingaholtshrepps I bls. 445 til 447
er getið um Hlín og hennar uppruna. Hún var gift
Ingólfi Jónssyni næst síðasta ábúenda í Irpuholti í
Villingaholtshreppi. Þá sýnist mér að í Vesturfaraskrá
á bls. 305, sé einnig getið um hana ásamt manni
sínum er þau fluttu til Vesturheims. Hlín og Ingólfur
skildu áður en hann flutti að Irpuholti.
Með bestu kveðju og von um að þetta komi að
gagni.
Einar Ingimundarson.
Arndís Þorvaldsdóttir:
Hálmstrá
Blessaður Eysteinn! Sendi þér „hálmstrá" til
athugunar.
Árið 1876 fer vestur frá Stóra-Sandfelli í Skriðdal
Ámi Þorkelsson. Af þessum manni er til mynd hér í
ljósmyndasafninu sem Nelson Gerrard bar kennsl á
og segir hana vera af Áma og fjöskyldu og að Ámi
hafi tekið sér ættarnafnið Schewing. Hálmstráið er:
að Árni átti bróður sem hét Stefán Þorkelsson sem
einnig fer til Kanada 1976 þá 17 ára að aldri.
Spumingin er: hvort hann tók líka upp Schewing
nafnið.
Góðar kveðjur,
Arndís Þorvaldsdóttir,
starfsmaður Héraöskjalasafns Austurlands.
Sigþór Guðmundsson:
Afabróðir?
í Fréttabréfi Ættfræðifélagins í mars sl. leitar
Eysteinn Þorvaldsson upplýsinga um nokkra Vestur-
íslending. í lið nr. 10 spyr hann um Gunnar J. Guð-
mundsson/Godmundsson f. 1869
Hér gæti verið um að ræða afabróður minn Gunnar
Júlíus Guðmundsson, (G.J.Godman). Gunnar Júlús
var fæddur 25.7.1869 að Dalkoti á Vatnsnesi.
Foreldrar hans voru Guðmundur Frímann Gunnars-
son, f. 1.8.1839 í Tungu á Vatnsnesi, d. 12.3.1912
á Fremstagili í Langadal. Guðmundur Frímann var
sammæðra Ólöfu Sigurðardóttur, ljósmóður og
skáldkonu frá Hlöðum. Móðir Gunnars Júlíusar var
Ingibjörg Ámadóttir, f. 4.6.1838 á Sauðadalsá á
Vatnsnesi, d. 20.10.1890 á Sauðanesi á Ásum.
Eiginkona Gunnar Júlíusar var Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, f. 20.6.1968 að Ytra-Hóli á Skagaströnd.
Ljósmóðurpróf í Reykjavík 7.6.1980 (Ljósm.tal/307).
Þau Gunnar Júlíus og Ingibjörg giftust 26.10.1898.
Þau Gunnar og Júlíus og Ingibjörg fluttust til
Kanada 1894. Fyrstu árin bjuggu þau í Winnipeg
og nágrenni, en fluttu síðar til Kaliforníu eða Los
Angeles þar sem hann stundaði fasteignaviðskipti um
árabil. Gunnar andaðist þar síðla árs 1928.
Gunnar Júlíus átti nokkur systkini vestanhafs
þar á meðal Sigurð Tryggva Guðmundsson, (S.T.
Godman), f. 27.1.1868. Sigurður Tryggvi stundaði
veitinga- og hótel rekstur í San Fransisco. Sigurður
http://www.ætt.is
18
aett@aett.is