Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007 það. Þórarinn faðir Guðbjargar átti svo eftir að giftast Jóhönnu systurdóttur Elínar, en þau voru þremenningar!! Arnfríður, mamma Jóhönnu, var systir þeirra Jórunnar og Elínar. Og enn á þetta eftir að verða flóknara því Þorvarður bróðir Jóhönnu var einmitt misyndismaðurinn sem hafði magnað drauginn „Gogg“ sem drap „óvart“ bóndann í Ólafsdal, eiginmann Guðrúnar „eldri“ (1761-1837), móður Guðbjargar litlu og bamsmóður Þórarins. Draugurinn var upphaflega ætlaður Magn- úsi Ketilssyni sýslumanni! Hinn skyndilegi dauði Ólafsdalsbóndans varð svo til þess að Þórarinn, vinnumaður í Ólafsdal, var fenginn til þess að sofa fyrir framan hjá ekkjunni, sem hafði að vonum erfiðar draumfarir eftir voðaverkið á bónda sínum og þá kom litla Guðbjörg, langalangamma mín, undir. Þorvarður, sem átti þannig óbeint þátt í tilurð Guðbjargar litlu varð þannig mágur Þórarins föður hennar og móðurbróðir hálfsystkina hennar!! Er nokkuð að undra þótt ég þurfi að liggja smávegis yfir þessu??!! Ömmustelpurnar Guðbjörg litla erfði ekkert eftir Elínu fóstru sína þar sem Magnús Ketilsson hafði gengið svo frá að börn hans og Ragnheiðar erfðu Elínu stjúpmóður sína og frænku. Jórunn gaf fósturdótturinni Guðbjörgu aftur á móti hálft Þverfellið í Saurbæ. Sá arfur varð svo uppistaðan í ríkidæmi Soffíu Gestsdóttur, bamabami Guðbjargar og manns hennar Magnúsar Friðrikssonar stórbónda á Staðarfelli, eins og Magnús víkur að í ævisögu sinni. Þar við bættist svo eindæma dugnaður, kjarkur og framsýni Staðarfellsbóndans. Hjá þeim Soffíu og Magnúsi á Staðarfelli ólst Þuríður Vigfúsdóttir, lengst af húsfreyja á Skarfsstöðum og Skerðingsstöðum í Hvammssveit, dóttir Guðbjargar Þórarinsdóttur. svo móðir mín, Björg Guðfinnsdóttir, upp sín fyrstu ár, en þær Soffía og amma mín Sigurbjörg voru uppeldissy stur og systradætur. Báðar voru þær ömmu- stelpur Guðbjargar litlu sem kom undir í skugga draugins Goggs fyrir margt löngu. Hún var þó komin undir græna torfu, rúmlega sextug að aldri, áður en þær frænkumar litu dagsins ljós. Þannig naut móðir mín ung góðs af arfi og auði Jórunnar Brynjólfsdóttur og það góða atlæti sem móðir mín hafði og sú glæsta umgjörð sem Staðarfellsheimilið bjó henni varð henni í fátækt og erfiðleikum kreppuáranna ljós og hvatning. Hún vissi og hafði sannreynt að það var til betra líf. Já, segið þið svo að vegir ætta og auðs séu órannsakanlegir. Úr Byggðasögu Skagafjarðar: Álftakólfurinn úr Kálfatjörn Símon Dalaskáld átti lengi við veikindi að stríða sem að hluta til voru af geðrænum toga. A árunum fyrir aldamótin 1900 var hann húsmaður í Gilhaga. Þá var samtíða honum þar annar húsmaður, Lárus Þorsteinsson sem búið hafði á Tunguhálsi og var faðir Elínborgar skáldkonu. Símon leitaði margra ráða til að bæta heilsu sína og ekki trútt um að sumir gerðu sér smágaman að. Eitt var það að hann fann upp á að taka inn pipar og fannst fróun í að brenna sig innan með honum. Þá kom að því að séra Vilhjálmur í Goðdölum trúði Símoni fyrir því að það væri eðli piparsins að hann deyfði allar tilfinningar manna, þar á meðal til kvenna. Þannig hafi munkar notað pipar af þessum ástæðum og fyrir það séu þeir sem aldrei kvænist kallaðir piparsveinar. Símoni brá mjög við þetta, hætti piparneyslunni þegar í stað og var í öngum sínum um sinn. Lárus tjáði honum þá að reynandi væri fyrir hann að borða lauk því hann verkaði alveg öfugt við piparinn. Eftir þetta notaði Símon lauk í mörg ár til að viðhalda náttúrunni. Um nokkurt skeið tók hann inn púður uppleyst í brennivíni og hugði að herða með því skapið til varnar veikinni. Margt var honum fleira ráðlagt. Eitt var að drekka seyði af álftakólfi sem er rótarstöngull reiðingsgrass. Lárus sagði Símoni að álftakólfur væri í Kálfatjöm. Símon lagði strax á Jörp og reið að Kálfatjöm. Þegar hann kemur heim aftur er hann holdvotur upp í mitti og heilsar hverjum manni sem hann mætti með þessum orðurn: „Þetta er ankotanþ vitleyþa, það er enginn álftakólfur í Kálfatjörn." Kom þetta ávarp flatt upp á þá sem ekkert vissu um tildrögin. Lárus kímdi að þessu og sagðist vera hræddur um að Símon þekkti ekki álftakólf eða hefði ekki leitað nógu vel. En Símon lagði fæð á Lárus. Nokkru síðar kom Lárus framan úr Vesturdal og reið þá niður að Kálfatjörn. Þegar hann kom í baðstofuna í Gilhaga rétti hann Símoni stórt bindi af álftakólfi. Símon spratt upp og tók við feginshendi og sagði: „Hafðu bleðþaður gert.“ Og hélst vinátta þeirra upp frá því söm og áður. http://www.ætt.is 21 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.