Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007
Af okkar högum er það að seiga þér að okkur líður
bærilega fyrir guðsnáð þó efnin sjeu nú lítil þá hafa
þau leingst um verið það og því heldur líkindi sem
maður verður ónítari að gera alminlegt handarvik. Þó
fjekk ég í næstliðið sumar 10 kr á vikuna mjög vel
útilátið og hefur það lagast svo við höfum ekki liðið
skort í vetur þó heldur hafi þurft að brúka hagnað.
Ekki veit ég annað en við verðum hér framveigis
ef guð lofar okkur að tóra þó mart sé óþæilegt þá
verður ekki á allt kosið
Eg held þú hafir lítið gaman af þessu rugli og bið
ég þig að forláta það. Berðu kjæra kveðju okkar til
dóttur þinnar og manns hennar. Guðrún mín biður
innilega að heilsa ykkur mæðgum-
Óska ég þér og þínum allra heilla og blessunar um
tíma og eilífð.
Þinn ónítur bróðir
Þ Vigfússon
p.s.
Eg fékk bréf frá Jóni bróður okkar snemma í vetur
var hann þá frískur og lét vel yfir sér. Síðan hef ég
ekkert af honum frjett- Ekki hef ég heldur neitt frjett
af Vigdýsi systir okkar í vetur og þætti mér mikið
vænt um að fá línu frá þér hvernin þér líður og ykkur
yfir höfuð. Eins ef þú gjætir eitthvað sagt mér um
Dísu systir, vertu blessuð sami Þórarin
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Verðug verkefni í ættfræði
1. Taka viðtöl við eldra fólk úr ættinni, t. d. afa
og ömmur, foreldra, föður- og móðursystkin og
skrá allan þann fróðleik sem í næst.
2. Skrá gamlar sögur og sagnir sem tengjast ætt-
inni.
3. Skrá eigin minningar.
4. Safna saman gömlum fjölskyldu- og ættar-
myndum.
5. Taka myndir af heimilum foreldra ykkar.
6. Merkja allar myndir með nöfnum og ártali.
7. Útbúa ættaralbúm sem hefur að geyma sögu
fjölskyldunnar og/eða ættarinnar.
8. Tína saman ættargripi, svo sem rokka, kamba,
hefla, reipi, hagldir, kistur og kofort, eldhúsáhöld
o.fl o.fl, sömuleiðis alla handavinnu og fatnað
frá gamalli tíð.
9. Skrá sögu gripanna. Skrá hverjir áttu, smíðuðu,
prjónuðu, ófu o.s.frv.
10. Taka myndir af gömlu hlutunum og setja með
sögu þeirra.
11. Rekja nöfn ættarinnar, sérstaklega þau sem
koma oft fyrir. Athuga uppruna þeirra, hverjir
hafa borið þau og hvemig þau berast áfram í
ættinni.
12. Safna öllum gömlum bréfum og flokka þau t. d.
eftir sendanda eða móttakanda.
13. Safna öllum gömlum skjölum s.s. fæðingar,
skírnar- og giftingarvottorðum, einkunnum,
umsögnum, líkræðum, húskveðjum, athyglis-
verðum kvittunum og minnismiðum.
MUNIÐ!
ALLT VERÐUR SAGA í FYLLINGU TÍMANS
OG ÞAÐ ER OKKAR AÐ VARÐVEITA
SÖGUNA OG GERA HANA SEM HEILLEG-
ASTA OG FÆRA HANA BÖRNUM OKKAR
OG KOMANDI KYNSLÓÐUM.
14. Geyma bréf og vinnubækur ykkar sjálfra og
barna ykkar.
15. Varðveita dagbækur og aðrar minnisbækur.
16. Útbúa úrklippubækur með athyglisverðum blaða-
greinum, t.d minningargreinum og myndum sem
snerta ykkur, fólkið ykkar og samferðafólkið.
17. Skrá ættareinkenni t.d. útlit, kæki, háralit, sér-
kenni, skapferli.
18. Skrá sjúkdóma ættarinnar.
19. Skrá veikleika og styrkleika, hæfileika og áhuga-
mál ykkar og ættmenna ykkar.
Ofangreind verkefni hefur ritstjóri Fréttabréfsins
lagt fyrir þátttakendur á Ættfræðinámskeiðum á
undanförnum árum, m.a. í Reykjavík, á Selfossi
og í Keflavík og birtast þau hér lesendum Frétta-
bréfsins til hvatningar og umhugsunar.
http://www.ætt.is
23
aett@aett.is