Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007 Úr púltinu: Gömul bréf Margan fróðleikinn fáum við úr bréfum fyrri tíma ef þau hafa varðveist. Þar má lesa um hversdagslega hluti, dagleg störf, gestakomur og veður en einnig sorg og gleði, langanir og þrár og annað sem viðkomandi valdi að setja á blað. Oft gefa bréfín okkur innsýn í líf forfeðranna, skapferli, heilsu, samskipti og atburði. Bréfín geta fært okkur ómetanlegar „myndir“ og fróðleik úr fortíðinni. Eg var svo lánsöm að erfa fyrir nokkrum árum mikið bréfasafn tengt fortíð minni og minna. Elstu bréfín eru frá síðari hluta næstsíðustu aldar. Þar kom m.a. upp úr myrkri aldanna bréf frá Iangömmubróður mínum Þórarni Vigfússyni sem fæddur var 1834. Bréfíð skrifaði hann systur sinn Þuríði Vigfúsdóttur árið 1891. Mér fannst það í senn hátíðleg og undarleg tilfínning að halda á bréfí þessa langömmubróður míns þar sem ég vissi að hjá honum hafði amma mín Sigurbjörg, dóttir Vigdísar systur hans, átt athvarf fyrstu sex vikurnar í lífí sínu. Þórarinn Vigfússon var fæddur 1834 á Þver- felli í Saurbæjarhreppi. Hann var barnabam (sonar- sonur) Orms Sigurðssonar sem Ormsætt er við kennd. Guðbjörg móðir hans, sem kom undir í skugga draugsins Goggs, erfði hálft Þverfellið eftir Jórunni Brynjólfsdóttur fóstru sína (mákonu Magnúsar Ketilssonar). Þórarinn var húsmaður og í vistum á ýmsum bæjum í Saurbæ og víðar, lengst í Fagradalstungu og Neðri-Brunná. Kona hans var Guðrún SteindórsdóttirfráOlafsvík. Börn þeirra voru: Guðbjörg, (nafn föðurömmunnar, hún komst upp) Magnús, dó ungur, Guðbjartur (nafn föðurömmunnar, dó tveggja ára) og Borghildur (dó ung). Guðbjörg var sú eina sem átti afkomendur og aðeins einn sonur hennar komst upp. Það var Þórarinn Guðmundsson, b. Vatnsholti Villingaholtshreppi, (Ormsætt bls 1588), síðar lausamaður og söðlasmiður í Hafnarfirði, (mt. 1910) síðast skósmiður í Hafnarfirði. Frá honum er nokkur ættbogi. I bréfinu segir Þórarinn Þuríði fréttir af veikindum, andláti og útför Þorsteins stjúpa þeirra systkina en Guðbjörg móðir þeirra giftist aftur eftir fráfall Vigfúsar Ormssonar, manns síns. Þau Vigfús og Guðbjörg bjuggu á Þverfelli í Saurbæ 1831-1837. Af þeirra börnum lifðu fjögur: Þórarinn, Jón (kennari á Snæfjallaströnd) Þuríður lengst af húsmóðir á Skerðingsstöðum (móðir Soffíu Gestsdóttur húsfreyju á Staðarfelli á Fellsströnd) og Vigdís langamma mín. Þegar bréfið er skrifað er Þórarinn 57 ára, Guðbjörg dóttir hans 34 ára og Þórarinn litli, eina bamabarnið hans, er þá 11 ára. (Stafsetning bréfsins er látin halda sér) Marskeldu (Máskeldu??) 9. Maí 1891 Elskulega góða systir! Her með óska eg þér og þínum gleðilegs níbirað sumars sem allar ólifaðar æfistundir. Eg sest nú loksins við að hripa þér þessar línur af því eg bíst við að það geti dreyist að eg geti brugðið mér suður að finna ykkur þó eg væri búin að einsetja mér það í vetur þá hafa kringum stæðurnar ekki leift það og þá tel eg ekki líklegra að eg eigi hægt með það þó sumarið sé komið. En ekki get eg sagt þér neinar frjettir sem eg veit að þú hafir ekki frjett. Samt ætla eg að geta fráfalls Þorsteins stjúpa okkar með því Kristbjörg bað mig þess þar sem hún sagðist hvergi hefði getað gert þér aðvart, og ekki búist við að þú hefðir getað komið um þann tíma - Birjaði veiki hans snemma í fyrra vetur með þvagteppu og þjáðist hann af henni þar til á útlíðandi vetri að við mikla meðalabrúkun og þar til þíðandi verkfæri komst lögun á það svo hann komst á fætur og hafði fótaferð þar til um mitt sumar að hann lagðist aftur í sama og snerist svo í meinsemd með útferð og mátti svo seiga að hann stigi ekki á fætur upp frá því utan á milli rúma þar til 7 Aprfl í vetur að drottin ljetti á honum þessum harmkvælum sem hann bar með einstakri þolinmæði til þess síðasta að hann burtkallaðist. Enda var stundun á honum af konu hans og börnum af þeirri mestu snilld og umönnun og var það ljós vottur þess að eftir allan þennan tíma sást ekki svo mikið sem rauður blettur á hans líkama, held eg meigi svo að orði komast að allir hans hafi glaðst hans vegna fyrir lausn hans Enda þó að söknuður hafi verið samfara við skilnaðinn af elskandi konu og börnum eins og þeir geta nærri sem búnir eru að sjá á bak ástvinum sínum, Utför hans var gerð af mestu snild og voru 6 líkmenn og hverjum borgað 6 kr og presti 12, hann hélt húskveðju og líkræðu og voru þær ágæta góðar sem önnur hans prestsverk - Sturlaugur í Fagradal smíðaði kistuna og var hún mjög vel gerð hann var og svo líkmaður og Magnús og Eggert, Feðgamir úr Tjaldan(esi) og smíðaði Eggert fallegan kross á kistuna hinir líkmennirnir voru bræður Kristbjargar og eg og var konum okkar allra boðið í bekravelsið og þar til ekkert sparað mátti það heita merkilegt hvað það var fullkomið um þan tíma og hafa það hérum bil allt heima fyrir. http://www.ætt.is 22 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.