Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010 Guðmundur Sigurður Jóhannsson: UM ÆTTIR FORELDRANNA Eiðsstaðaætt er rakin frá hjónunum Jóni Bjarnasyni og Sesselju Sigurðardóttur sem bjuggu á Eiðsstöð- um í Blöndudal um aldamótin sautján hundruð. Jón tíundaði fjögur hundruð lausafjár árið 1702. Þegar Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns var tek- in í Svínavatnshreppi árið 1706 var búfé Jóns 2 kýr, 1 kvíga mylk, tvævetur, 1 kvíga veturgömul, 1 kálfur, 58 ær, 12 sauðir tvævetrir og eldri, 10 sauðir vetur- gamlir, 24 lömb, 2 hestar, 3 hross, 1 foli veturgamall og 1 unghryssa. Jón var þingvitni á manntalsþingum að Svínavatni 23. apríl 1720, 29. apríl 1721 og 4. maí 1723. Hann má þá vel hafa verið vikinn burt frá Eiðsstöðum, því árið 1720 er nefndur „Sveinn Eiríks- son búandi að Eiðsstöðum í Svínavatnsþingssókn.“ (Dómab. Hún. 28. maí 1720). Virðist ósennilegt, að þeir hafi búið í tvíbýli á Eiðsstöðum, þótt ekki sé það útilokað. Af heimildum má ráða, að Jón hafi gegnt hreppstjóraembætti í Svínavatnshreppi á efri árum. Eiðsstaðaættin fær eftirfarandi vitnisburð hjá Magn- úsi Björnssyni fræðimanni og sagnameistara á Syðra- Hóli á Skagaströnd: „Þar hafa verið greindarmenn margir, búmenn góðir, efnaðir sumir og gættu vel fengins fjár. Þeir voru margir athugulir og rösuðu ekki um ráð fram, engir yfirborðsmenn og gjarnt að búa að sínu. Ekki ber þar mikið á lærdómsmönnum og enn síður skáldum, en fróðir voru þeir sumir, minnugir og sögðu vel frá.“ (Hrakhólar og höfuðból, bls. 201). Guðlaugsstaðaætt er rakin frá hjónunum Birni Þorleifssyni og Olöfu Sigurðardóttur sem bjuggu á Guðlaugsstöðum í Blöndudal um aldamótin sautján hundruð. Afkomandi þeirra hjóna, Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, greinir frá lífshlaupi Bjöms á eftirfar- andi hátt: „Séra Þorleifur faðir hans sendi tvo syni sína í skóla og ætlaðist til að þeir yrðu lærðir menn. Jón yngri, sem var sex áram eldri en Björn, fór í Hólaskóla, en ekki varð nám hans þar langt. Hann leiddist út í að fást við fjölkynngi, eða að minnsta kosti féll á hann galdragrunur, sem varð til þess, að honum var vikið úr skóla. Þá var Gísli Þorláksson biskup á Hólum. Hann var sem fleiri lærðir menn á þeim dögum hjátrúarfullur og galdrahræddur og vildi ekki láta svo illt sæði og fjölkynngi ávaxtast á staðn- um og í skólanum. Þetta tilvik varð þó ekki til að standa Jóni fyrir öllum frama, því að hann varð góður bóndi og lögréttumaður, sem fyrr segir, og meira að segja ráðsmaður á Hólum um hríð. Björn er sagt að færi í Skálholtsskóla, er hann hafði aldur til. Þótt skemmra væri að sækja í Hóla mun það hafa ráðið, að ávirðing Jóns bróður hans hefur ekki verið talin til meðmæla þar. Hefði það mátt verða Birni til varnaðar og hvöt til að sneiða hjá því skeri, er Jón steytti á. Hnýsnin hefur verið rík í þeim bræðr- um báðum og kannske kynfylgja. Hann fór óvarlega með galdrastafi og féll svo sterkur grunur á hann um fjölkynngisbrögð, að honum var vísað úr skólanum, ásamt þrem öðrum nemendum, 1677 eða 1678. Hefur Björn þá verið kominn yfir tvítugt og langt kominn með námið. Utséð var nú um það, að Björn yrði prest- ur. Hann gerðist þá sveinn Guðbrands sýslumanns Þorlákssonar biskups, Skúlasonar, er þá hafði umboð Hólastaðar í Skagafirði austanverðum og bjó í Vall- holti. Hann var góðmenni, en lítill skörungur og eng- inn fjárgæslumaður. Hjá honum var mannmargt heirn- ili. Þar var vistum stúlka sú, er Ólöf hét Sigurðardóttir ... Björn gerði Ólöfu barn og fékk hennar síðan.... Þau bjuggu á Guðlaugsstöðum búskap sinn allan og átti Björn jörðina, en Þórunn systir hans skika á móti hon- um. Hefur jörðin jafnan síðan verið í ætt hans og alla tíð þótt með betri jörðum. Björn var gildur bóndi og virðingamaður. Hann var tvívegis lögsagnari Lárusar Gottrup sýslumanns á Þingeyrum, en ekki hlaut hann hrós í því starfi og hélt því stutt. Virðist ekki hafa verið mjög vinsæll, að því er ætla má, líklega ágjarn og yfirgangssamur.“ (Feðraspor og fjörusprek, bls. 43-44). Við þessa frásögn er því að bæta, að sam- kvæmt ættatölum var Birni vikið úr skóla bæði á Hól- um og í Skálholti vegna galdraáburðar. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1177; Ættatölub. Jóns Halldórssonar, 135; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 2091). Af heimildum má ráða, að Björn hafi gegnt hrepp- stjóraembætti í Svínavatnshreppi á miðjum aldri. Hann undirritaði ásamt fjórum öðrum manntalsskýrslu úr Svínavatnshreppi hinn 3. júní 1703 og ásamt ein- um öðrum jarðabókarskýrslu úr hluta Bólstaðarhlíð- arhrepps hinn 6. nóvember 1708. Björn tíundaði sjö hundruð lausafjár árið 1700, en tíu hundruð lausafjár árið 1702. Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var tekin í Svínavatnshreppi árið 1706 var búfé Björns 3 kýr, 1 kvíga tvævetur, mylk, 2 naut þre- vetur, 1 naut veturgamalt, 1 kálfur, 88 ær, 40 sauðir tvævetrir og eldri, 48 sauðir veturgamlir, óvísir, 50 lömb óvís, 7 hestar, 4 hross, 2 folar veturgamlir, og 1 fyl. Björn var lögsagnari í Húnavatnssýslu árin 1708 og 1710 og er getið á Alþingi seinna árið. Hann bar vitni um landamerki jarðanna Óss og Saura í Nesjum árið 1720, en hin síðarnefnda hafði um tíma verið í eigu föður hans. (Dómab. Hún. 23. apríl, 29. og 30. maí 1720). Hann var þingvitni á manntalsþingi að Svínavatni 29. apríl 1721. Auk ábúðarjarðar sinnar, Guðlaugsstaða, átti hann hálfa jörðina Gauksstaði á Skaga og part í jörðinni Torfalæk á Ásum. Merkurætt er rakin frá hjónunum Jóni Jónssyni og Guðríði Hannesdóttur, sem bjuggu á Stóru-Mörk á Laxárdal frernri á fyrri hluta átjándu aldar. Ættatöl- ur herma, að Jón hafi verið skagfirskur að uppruna. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 337). Fræðaþulurinn Gísli Konráðsson í Flatey á Breiðafirði getur Jóns á eftirfarandi hátt í þætti af Þorvarði presti Bárðarsyni á http://wwvv.ætt.is 9 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.