Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010 Niðjamót Niðjamót verða æ algengari. Flest eru haldin um helgar á sumrin oft utandyra að hluta. Þau eru að sjálfsögðu með ýmsu móti. Oft liggur mikill undir- búningur að baki með fróðleiksfylltum möppum, myndasýningum, erindum, kynningum og fleiru. Sumar ættir halda niðjamót á hverju ári, aðrar einu sinni og aldrei meir og enn aðrar með óreglulegu millibili. Oft hvílir undirbúningurinn á einurn eða fleiri drífandi og ættræknum aðilum. Fréttabréfið brá sér á niðjamót hjónanna Jóns Björnssonar (1876-1942) frá Svarfhóli í Staf- holtstungum og Ragnhildar Jónasdóttur (1880-1967) frá Sólheimatungu. Þau hjónin eignuðust fjögur börn: Árna (1909-1968), Rögnu (1910-2006), Ásu (1913- 1996) og Ágústu (fæddl922). Auk þess ólu þau upp Hönnu Helgadóttur. Jón Björnsson var um skeið kaupfélagsstjóri í Borgarnesi en stofnaði síðan og rak verslunina Jón Björnsson & Co, í fyrstu ásamt nafna sínum og mági Jóni Björnssyni frá Bæ. Niðjarnir hafa hist óreglulega á nokkurra ára fresti. Mótið var mjög óformlegt. Pantaður var salur, menn drukku saman kaffi og spjölluðu. Ungviðið lék sér saman og margir leituðu í smiðju til Ágústu, yngstu dóttur þeirra Svarfhólshjóna, en hún er ein á lífi þeirra systkinanna. Myndum frá liðnum dögum var brugðið upp á vegginn með skjávarpa. Ættliðirnir stilltu sér síðan upp til myndatöku. Fréttabréfið tók tali Kolbrúnu Ástu Bjarnadóttur sem er fædd 1987. Hún kom með Natalíu dóttur sína fjögurra mánaða og sagði gaman að geta sýnt hana. Hún sagði slík mót góð til þess að kynnast ættmenn- unr sínum og viðurkenndi að hún þekkti alls ekki alla viðstadda. Aftur á móti þekkti hún mun betur til ættar föður síns en þar eru haldin niðjamót nær árlega og þá hefur verið farið á ættarslóðirnar á Vestfjörðum og gist heilu helgarnar úti á landi. Niðjahópurinn sem mættur var. Margir spjulluðn við Ágústu, sem ein kann hún frá mörgu að segja. Svarfhóll í Borgarnesi. Þau hjónin, Jón og Ragnhildur, byggðu þetta hús í Borgarnesi og kölluðu Svarfhól. http://www.ætt.is 12 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.