Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010
Ljósrit úr afskrift af handriti Björns Bjarnasonar ann-
álaritara á Brandsstöðum uni Skeggsstaðaætt.
mundsdóttir (f. um 1682) vinnukona á Borgarlæk á
Skaga, Þóra Guðmundsdóttir (f. um 1685) vinnukona
á Þorbrandsstöðum í Langadal og Þóra Guðmunds-
dóttir (f. um 1688) vinnustúlka á Narfastöðum í
Viðvíkursveit. Ein þessara kvenna, væntanlega önnur
hvor þeirra fyrrnefndu, var móðir Helgu Bjarnadótt-
ur (f. 8. júlí 1712, á lífi 1762) húsmóður í Holti í
Svínadal, eiginkonu Sigurðar Jónssonar. Eitt barna
þeirra var Gísli Sigurðsson (f. um 1738, d. 1780)
sem bjó í Holti eftir foreldra sína og er hann sagður
hafa verið náskyldur Einari Guðmundssyni (f. nál.
1715, á lífi 1759) bónda á Geithömrum í Svínadal.
(Snók. 807 / viðbætur með yngri hendi neðanmáls).
Einar verður ekki ættfærður með neinni vissu að svo
stöddu, en beinast liggur við að ætla að skyldleikans
á milli þeirra Einars og Gísla sé að leita í ætt Þóru
Guðmundsdóttur, móðurömmu Gísla, og kynni hún
jafnvel að hafa verið samfeðra systir Einars en mun
eldri.
Ovæntar upplýsingar úr Sýsluskjölum Húnavatns-
sýslu XV, 4 og 5 - Dánarbúum 1795-1802 og 1803-
1805 - gera það að verkum að taka þarf hugmyndir
um tengsl Bjargar á Skeggsstöðum við Gunnar á
Hvalnesi til rótækrar endurskoðunar. I þetta skjala-
safn hefur slæðst skjal sem á þar ekki heima efnis-
lega, samantekt um ættingja Eyjólfs Gunnarssonar á
Strjúgsstöðum í Langadal, sem þá var orðinn bjarg-
þrota, en hann var eitt hinna mörgu barna Gunnars
Jónssonar á Hvalnesi. í þessu skjali eru tíndir til allir
ættingjar Eyjólfs í Húnavatns- og Skagafjarðarsýsl-
um, sem mögulega gátu talist aflögufærir, og fæst
þar snilldargott yfirlit yfir ættstofninn frá Gunnari
á Hvalnesi og þó lengra aftur, því í samantektinni
er tilgreint fólk sem var skylt Eyjólfi í fjórða - ef
ekki fimmta - lið. Skjalið er hvorki dagsett né ársett,
en af heimilisfesti fólksins, sem þar er talið, má sjá
að það er skrifað eftir 1800. Þá voru Skeggsstaða-
bræður, synir Bjargar, orðnir efnaðir menn og þar
sem þeirra er ekki getið í skjalinu, er útilokað að um
náinn skyldleika hafi verið að ræða á milli Bjargar á
Skeggsstöðum og Gunnars á Hvalnesi. Freistandi er
þó að geta sér þess til að einhver tengsl kunni að hafa
verið á milli þeirra, en í ljósi framangreindra upplýs-
inga verður að ætla að þar muni hafa verið um ein-
hverkonar mægðir að ræða en ekki blóðtengsl.
Aðrar óvæntar upplýsingar úr Sýsluskjölum Húna-
vatnssýslu XV, 5 - Dánarbúum 1803-1805 - kunna
að reynast þungar á metunum við lausn gátunnar um
ætterni Bjargar á Skeggsstöðum. Við skiptameðferð
í dánarbúi Jóns Jónssonar (sk. 7. júlí 1756, d. 1802
eða 1803) bónda á Finnsstöðum á Skagaströnd eru
tilgreindir „nánustu náungar“ bama hans, vafalaust
þeir sem valist hafa til að ávaxta fé föðurleysingj-
anna. Þessir menn vora „á föður síðu“ Jóhannes Jóns-
son bóndi á Breiðavaði í Langadal og Jónas Jónsson
bóndi á Gili í Svartárdal, föðurbræður bamanna,
en „á móður síðu“ þeir Skeggsstaðabræður, Guð-
mundur Jónsson bóndi í Stóradal í Svínavatnshreppi,
Eyjólfur Jónsson bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal,
Einar Jónsson bóndi í Þverárdal á Laxárdal fremri
og Eyjólfur Jónsson „þar verandi, þessir og börnin
sem þrímenningar." Eiginkona Jóns Jónssonar á
Finnsstöðum og móðir barnanna var Ingibjörg Magn-
úsdóttir (f. um 1765, gr. 25. ágúst 1825), dóttir hjón-
anna Magnúsar Jónssonar (f. um 1737, d. 1814) og
Ólafar Ólafsdóttur (f. um 1733, d. 26. maí 1785), sem
bjuggu í Harastaðakoti á Skagaströnd 1785. Hlýtur
Björg á Skeggsstöðum að hafa verið annað tveggja
systir Magnúsar eða Ólafar - líklega fremur Magnús-
ar - og þeir Skeggsstaðabræður og Finnsstaðabömin
að öðrum og þriðja lið að frændsemi. Að skyldleikinn
kunni að hafa legið í gegnum Jón Jónsson bónda á
Skeggsstöðum, eiginmann Bjargar, er næsta fráleitt,
því hann var aðfluttur í héraðið, upprunninn frá
Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd. (Esp. 4758 /
viðbætur með yngri hendi neðanmáls).
Ekki er að óreyndu ástæða til að rengja þá stað-
hæfingu Björns á Brandsstöðum að móðir Bjargar
á Skeggsstöðum hafi um eitthvert skeið verið til
heimilis á Sneis á Laxárdal fremri, þá vafalaust í hús-
freyjusessi. Þegar munnmæli greina frá heimilsfesti
fólks, er langlíklegast að fólkið sé annað hvort kennt
við þann bæ sem það dvaldist lengst á eða þann bæ
sem það dvaldist síðast á, þó frá þessu finnist auð-
vitað undantekningar. Húnvetningar em það heppnir
að Manntalsbækur sýslunnar hafa varðveist frá árinu
http://www.ætt.is
4
aett@aett.is