Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 24

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 24
FRÉTTABRÉF ^^TTFRÆÐIFÉLAGSINS Ármúla 19, 108 Reykjavík, Heimasíða: http://www.ætt.is, Netfang:aett@aett.is Nýr opnunartími Þjóðskjalasafns Á vetrartíma 1. okt. til 20. maí er lestrarsalur- inn opinn frá mánudegi til fimmtudags kl. 10:00 til 17:00 og á föstudögum kl. 10:00 til 16:00. Á sumartíma frá 20. maí til 1. okt. er lestrar- salurinn opinn frá mánudegi til fimmtudags kl. 10:00 til 17:00 og á föstudögum kl. 10:00 til 14:00. vT-» *[* vtí ví> 'I' *!' '!' «J» «T» v[» v[» v[» v[» v[» vl» v[» vL» vj» vj» v[» vj» vj» v[» vj» v[» vj» »Jv »J« »[v »Jv »Jv »Jv »rJv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv »J» »Jv »Jv »Jv »Jv »Jv Opið hús Munið OPIÐ HÚS alla miðvikudaga frá kl. 17:00-19:00 að Ármúla 19, 2. hæð. Allir eru velkomnir með spurningar og svör, áhuga og gott skap. Þar er margt spjallað og alltaf heitt á könnunni. Munið að þar eru sér- fræðingar á hverju strái sem elska að tala um ættfræði og veita fúslega aðstoð. Nýtið ykkur bókasafnið, tölvurnar og forritin sem hafa að geyma ótal ættartengsl. Komið og kíkið í nýjar ættfræðibækur. Bóksalan er opin á sama tíma og Opið hús. Það gengur óðum á hin ómissandi manntöl og þau eru á góðu verði. STORLÆKKAÐ VERÐ Á MANNTÖLUM Nú er lag að kaupa manntölin. Þau eru aðeins til í takmörkuðu upplagi og verða ekki endurútgefín. Mörg hefti og bindi eru nú þegar uppseld. Ákveðið hefur verið að stórlækka verðin á manntölunum svo allir geti eignast þessi bráðnauðsynlegu hjálpartæki við ættfræðirannsóknir. Tilvalið er að gefa jafnt ungum sem öldnum manntöl í afmælisgjafír. Verðskráin lítur svona út: Manntal 1910 1. bindi: Vestur-Skaftafellssýsla, 1.000 kr 2. bindi: Árnessýsla, 2.000 kr 3. bindi: Rangárvallasýsla, 2.000 kr 4. bindi: Gullbringu- og Kjósarsýsla, 2.000 kr 5. bindi Reykjavík 1 og 2, 8.000 kr Manntal 1845 1 .-3. bindi 1.000 kr hvert bindi Manntal 1816 6. hefti 500 kr (allt sem til er) Manntal 1801 3. bindi Norður- og Austuramt 1.000 kr (allt sem til er) Hægt er að fá þessi manntöl á skrifstofu félagsins Ármúla 19 á Opnu húsi sem er alla miðvikudaga kl. 17:00 - 19:00. Einnig má panta þau í síma 697-6223 eða í tölvupósti á netföngunum aett@aett. is og gudfragn@mr.is. AÐALFUNDUR Fimmtudaginn 25. febrúar verður aðalfundur Ættfræðifélagsins haldinn kl. 20:30 í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162, 2. hæð Reykjavík. Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf Kaffi og spjall Marsfundur Fimmtudaginn 25. mars heldur Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur erindi sem fjallar um þrjár systur sem ólust upp á biskupssetrinu á Hólum í Hjaltadal á síðasta fjórðungi 16. aldar og lifðu allar fram um og yfir miðja 17. öld. Systurnar voru skörungar, hver með sínum hætti. Ein þeirra náði meiri formlegum völdum en nokkur önnur íslensk kona fram til þess tíma og aldir liðu áður en önnur kona hlaut sambærilegan sess. Systurnar settu mark á samtíð sína og enn má greina minjar um þær og líf þeirra.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.