Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010 1732, að vísu nokkuð slitróttar. Þær veita eftirfarandi upplýsingar um ábúð á Sneis upp úr 1730: 1733- 1734 Sumarliði Bessason 1734- 1739 Jón Magnússon Að því gefnu að Björg á Skeggsstöðum hafi verið systir Magnúsar í Harastaðakoti en ekki Ólafar konu hans, kemur það ákaflega vel heim og saman að móðir þeirra hafi verið eiginkona Jóns Magnússonar bónda á Sneis 1734-1739 og hann faðir Magnúsar en ekki endilega Bjargar. Magnús hefði þá borið nafn föðurafa síns, verið fæddur á Sneis og móðirin væntanlega lát- ist af barnsfarasótt á Sneis einhverntíman á árabilinu 1737-1739, eftir að hafa fætt nítján börn í heiminn. En sé þessu svo varið, sem virðist ákaflega sennilegt, og tekið er tillit til aldurs þeirra Bjargar, sem var fædd um 1718 eða um 1719, og Magnúsar, sem var fæddur um 1737, virðist það í hæpnasta lagi að nokkur þeirra þriggja Þóra Guðmundsdætra, sem að framan voru nefndar, geti verið móðir þeirra, því þær munu allar hafa verið komnar úr eða við það að komast úr barn- eign á þeim tíma þegar Magnús fæddist. Ekki er heldur að óreyndu ástæða til að rengja þá staðhæfingu Björns á Brandsstöðum að systkinahópi þeim sem Björg tilheyrði hafi verið skipt upp og Björg þá farið að Eiríksstöðum í Svartárdal, en í ljósi framangreindra bollalegginga hefur það vart orðið við andlát móðurinnar, því Björg hefur þá verið um tvítugt eða rétt tæplega það. Þar sem Björn nefnir aðeins móður Bjargar, en gerir enga grein fyrir föður hennar, er freistandi að geta sér þess til að móðirin kunni að hafa verið tvígift, fyrr Jóni föður Bjargar, en síðar Jóni Magnússyni bónda á Sneis, föður Magnús- ar. Skýrðist þar með þögnin um föður Bjargar, hann hefði fallið frá á ungum aldri, en konan lifað hann um mörg ár og þess vegna síður fyrnst yfir minningu hennar. Sú staðhæfing Björns, að Björg hafi farið að Eiríksstöðum, þegar systkinahópnum var sundrað, bendir til þess að annað hvort foreldranna hafi verið upprunnið í Bólstaðarhlíðarhreppi, þá líklega fremur faðirinn, ef marka má ummæli Björns um að móðir- in hafi verið „ættuð utan af Skaga.“ Hefur Magnús Björnsson fræðimaður á Syðra-Hóli getið sér þess til að faðir Bjargar kunni að hafa verið Jón Eiríksson (f. um 1665), sem var með systkinum sínum og móður á Fjósum í Svartárdal 1703. Hann var sonur Eiríks Jónssonar bónda í Bólstaðarhlíðarhreppi og konu hans Valgerðar Tómasdóttur (f. um 1635). Þessari kenningu má finna það til styrktar að Valgerðarnafn kemur fram bæði í barnahópi Jóns og Bjargar á Skeggsstöðum og í barnahópi Sigurð- ar og Guðbjargar á Brún. Mun í raun óhætt að slá því föstu að Björg hafi verið systir - þá vafalaust alsystir - annars hvors þeirra Brúnarhjóna, þótt ekki verði úr því skorið að svo stöddu á hvorn veginn sá skyldleiki hefur verið, þar sem heimildir eru mis- vísandi um þetta atriði, eins og að framan hefur verið Ljósrit af samantekt um ættingja Eyjólfs Gunnarssonar á Strjúgsstöðum. Ljósrit af samantekt um ættingja Eyjólfs Gunnarssonar á Strjúgsstöðum. reifað. Einnig er afar freistandi að geta sér þess til að alsystir Bjargar muni hafa verið Valgerður Jóns- dóttir (f. um 1714), sem var heimilisföst í Gautsdal á Laxárdal fremri 1762, hugsanlega sú sama Val- gerður Jónsdóttir sem átti barn með giftum manni, Símoni Sigurðssyni í Svínavatnshreppi 1749 eða 1750. (Dómab. Hún. 9. maí 1750). Fengist þannig viðhlýtandi skýring á framgangi Valgerðarnafnsins í ættinni. Ennfremur er freistandi að geta sér þess til að barn Valgerðar og Símonar kunni að hafa verið http://www.ætt.is 5 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.