Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010 www.osland2011 .com f síðasta fréttablaði Ættfræðifélagsins er greinin „Vestur-Islendingar fyrr og nú“ um vesturferðir íslendinga, eftir Guðfinnu Ragnarsdóttur. Ekki ætla ég að gera þá grein að umtalsefni að öðru leyti en því, að ég tel þetta mjög gott innlegg í umræðu af þessu tagi, því nú á síðustu árum hefur áhugi aukist beggja vegna Atlantsála á því að hafa uppi á ættingjum hin- um megin hafsins. Ég var orðinn nokkuð við aldur þegar ég fór að glugga í ættfræði, en áhuginn kom af því að mér fannst ég vita mjög lítið um ætt mína og uppruna. Þótt árangurinn sé ekki mikill, komst ég að ýmsu sem ég ekki vissi. Meðal annars fann ég að ömmubróð- ir minn í föðurætt, Vigfús Bjarnason, hafði flutt til Kanada árið 1887 ásamt konu og barni. Við hjónin fórunr með Bændaferðum til Kanada og Bandaríkjanna árið 1999 þ.e.a.s. í Pembinasýslu í N-Dakota og Manitoba í Kanada. í þessari ferð náði ég sambandi við Guðna Sigvaldason sem var fæddur 1910, en við vorum fjórmenningar í móðurætt mína. Hann kom til Islands sumarið 2001 og leit þá við hjá okkur ásamt tveimur börnum sínum og síðast liðið haust kom Oscar sonur hans og stoppaði stuttlega hjá okkur. I sömu ferð náði ég einnig símasambandi við John Vigfusson sonarson Vigfúsar Bjarnasonar, en við erum þremenningar. Ég hafði ekki tök á að hitta hann í það skipti. Sumarið 2001 fórum hjónin aftur með Bændaferð- um á sömu slóðir og hittum þá marga afkomendur Vig- fúsar Bjarnasonar. Síðan hefur kunningsskapur aukist og heimsóknum fjölgað. Nokkrir af afkomendum Vig- fúsar Bjarnasonar hafa komið hingað til lands og virð- ist áhugi á heimsóknum því vaxandi vestra. Sama er að segja hérna heima, áhugi á vesturferðum virðist einnig hafa aukist. Svo kemur rúsínan í pylsuendanum. Afkomendur Vigfúsar Bjamasonar ætla að halda ættarmót á ættaróðalinu Oslandi sumarið 2011. Þeir fslendingar sem telja sig í ætt við Vigfús Bjarna- son eða eiginkonur hans eru velkomnir á það mót. Heimasíða um ættarmótið er komin á netið, hún verð- Stein Aarsland sendir fyrirspurn frá Noregi Langafi minn lést á íslandi þar sem hann var við veiðar. Hann var jarðsettur í nágrenni Reykjavíkur eftir því sem ég best veit. Mig vantar aðstoð við að finna gröf hans. Hann lést 1908. Nafn hans var Johannes Johannesson Litlaskog. Hann var fædd- ur 8. desember 1873 og skipið sem hann var á var D/S Skuld. Netfang: stein@rogalandkrfu.no ur bæði á íslensku og ensku. Þeir sem áhuga hafa geta kynnt sér málið frekar á www.osland2011.com Hér á eftir fer æviskrá Vigfúsar Bjarnasonar og eiginkvenna hans: Vigfús Bjarnason, f. 6. ágúst 1852 í Framnesi í Assókn, Rang., d. 8. mars 1929 í Kanada, bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og flutti þaðan til Kanada 1887, bjó fyrst í Mikley, en fluttu síðan í ísafoldar- byggð og bjuggu þar sem þau nefndu Osland. For- eldrar hans voru Bjami Benediktsson, f. 30. sept. 1801 íFramnesi,d. ll.júní 1863 í Framnesi., bóndi í Framnesi í Ássókn Rang. og kona hans Vigdís ísleifs- dóttir, f. 7. júní 1815 á Ásmundarstöðum, Holta- mannahreppi, Rang. d. 11. nóv. 1890 á Egilsstöðum í Villingaholtssókn, Árn., húsfreyja í Framnesi og síðar í Vælugerði frá 1865-1881, eftir það er hún eitt ár á Arnarstöðum í Hraungerðishr. og síðan á Egils- stöðum til dauðadags. - K. I. 29. nóv. 1884, Guðrún Ólafsdóttir, f. 23. apríl 1855 í Skipholti í Hrunamannahr., Árn. d. 23. júní 1902 í Kanada, húsfreyja í Hlíð í Hrunamanna- hreppi og síðan í Kanada. For.: Ólafur Jónsson, f. 19. febr. 1823 á Þórar- insstöðum, Hrunamannahr., Árn. d. 17. okt. 1907 í Hellisholtum, Hrunamannahr., Árn. bóndi í Hild- arseli, Hrunamannahr. 1861 til 1884 og í Hlíð, Hrunamannahr., 1884 til 1887 og k.h. Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 16. mars 1818 í Efri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarhr., Árn. d. 30. jan. 1915 á Laugum í Hrunamannahr., Árn. húsfreyja. - K. II. Sigríður Guðný Guðmundsdóttir, f. 8. rnars 1876 Sléttárdalsseli við Skagaströnd, d. 18.des. 1938 í Kanada, húsfreyja í Auðkúluseli 1898 til 1899. Hún kom til Kanada árið 1900 og réðst til Vigfúsar 1903. For.: Guðmundur Gíslason, f. 2. júní 1845 í Egilsstaðakoti, Villingaholstshr. Árn., á lífi 1877. Er í Sléttárdalsseli 1875, flutti frá Miðdal, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 22. sept. 1844, d. 8. júní 1891, er í Sléttárdalsseli 1875, flutti frá Glaumbæ. Þess skal getið að Sigríður Guðný Guðmundsdótt- ir seinni kona Vigfúsar átti son sem ekki fór vestur og hét Sigurjón Gíslason, f. 7. ágúst 1894 á Reykj- um, Torfalækjarhr. Hún. d. 30. júní 1977 á Siglufirði, bóndi á Steinavöllum, Barðssókn, Haganeshr., Skag. Hann á marga afkomendur sem búa hér á landi. Keflavík í upphafi árs 2010, Einar Inginnmdarson STÓRLÆKKAÐ VERÐ Á MANNTÖLUM Sjá baksíðu http://www.aett .is 11 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.