Verkakonan

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkakonan - 01.01.1945, Qupperneq 5

Verkakonan - 01.01.1945, Qupperneq 5
Avarp Ef engin \ona hefði átt þá hugsjón, að samtöþ ver\a\venna vœru jafn nauðsynleg og sjálfsögð sem verþamanna og sjómanna, þá vœri félagið oþltar ckjj þrítugt á þessu hausti. Ef hugsjóninni hefði eþþi fylgt árœði og þor til að hrinda í jramþvœmd, ef eþþi hefði ráðið réttlœtisþennd í samþyþþtum, samhugur og afl til átaþa, lœgni til samninga og þolgceði í bar- áttunni, þá vceri félagið okjkar <?/(/(/ eitt af stœrstu og öflugustu stéttarfélögum landsins. Hvílíka fórn hafa <?/(/(; þcer félagsþonur fcert stétt sinni, sem trúað hafa á málstaðinn og aldrei hvikað frá honum, hvernig sem vindurinn blés. Hugheilar þaþþir viljum við tjá öllum þeim mörgu félagssystrum, sem af einlcegni og trú- mennsku hafa varið tima og kröftum í þágu fé- lagsins oþkar, í þágu stéttarinnar. Með orðum verður e/{/{i goldin sú þak\ars\idd, sem við stöndum í við frumherja o/{kar og fram- verði, en í verkj getum við sýnt viljann til að halda merþinu á lofti, merki félagsins okJ{ar, iofnu minningu þeirra félaga, sem hcest hefur bori- ið í félagssögunni og þeirra mörgu félagssystra, sem með sívakfindi áhuga hafa fylgt forystunni eftir og sþapað henni baráttuþróttinn. Við skulum al/ar heita því, að gjalda okJ{ar skidd með ótrauðri baráttu á stéttargrundvelli, án of- beldis og ofsa, en með einbeittni og festu. Við þöí{/{um y\J{ur öllum, það sem vel hefur verið gert, og heitum á ykkur> ckk‘ aðeins að halda í horfinu ,heldur að gera betur. Með félags- og stéttar/{veðju. STfÓRN V.K.F. FRAMSÓKNAR. En aldrei verður því með orðum lýst, hversu vinnu- skilyrði þessara erfiðiskvenna voru slæm. Þær einar geta um dæmt, sem reynt hafa. A þessum 30 starfsárum V. K. F. Framsóknar hefur margt unnist. Vinnuskilyrðin hafa batnað og sett- ar hafa verið vissar reglur á hverjum vinnustað, kaup verkakvenna hefur hækkað úr 15 aurum, í 1.64 á tím- ann í dagvinnu, 50% hækkun í eftirvinnu og 100% í nætur- og helgidagavinnu. Vinnutíminn hefur verið styttur í 8 stundir, auk borgaðs kaffitíma, samkvæmt samningum við atvinnurekendur. Fátt eitt er hér talið upp, sem áunnizt hefur á þess- um 30 árum. Þó mun vera hægt að sjá hér stóran mis- mun frá því sem áður var háttað um afkomu kvenna. Starf V. K. F. Framsókn hefur þó ekki verið rígskorð- að við kaupgjaldsbaráttu kvenna eina saman, heldur hefur þátttaka þeirra verið í ýmsum menningar- og fé- lagslegum samtökum. T. d. hefur V. K. F. Framsókn ávallt átt fulltrúa á landsfundum kvenna, starfrækt barnaheimili ásamt öðrum kvenfélögum o. m. fl. Verkakonur! A þessum tímamótum félagsins er ekki ætlunin að leggja árar í bát, heldur aðeins líta um öxl. Með því fáum við aukinn þrótt til áframhaldandi baráttu fyrir þeim réttindum, sem okkur ber til jafns við karlmenn á flestum sviðum, og þá ekki sízt, sömu laun fyrir sömu vinnu. Það, sem ég vil sérstaklega þakka konunum í V. K. F. Framsókn er, hversu vel þær hafa staðið saman í umróti klofnings og áróðurs misheppnaðra manna í verkalýðshreyfingunni. Svo fast hafa þær staðið saman, að hvergi hefur riðlazt fylking þeirra í V. K. F. Fram- sókn, vegna skilnings þeirra á því, sem hefur unnizt á undanförnum árum og samtakamættinum. Mér finnst sérstaklega viðeigandi, að á þessum tíma- mótum sendi verkakonur okkar beztu kveðjur og þakkir til þeirra núlifandi kvenna, er brautryðj enda- störfin unnu, og þá fyrst og fremst Jónínu Jónatans- dóttur og Karólínu Siemsen, en Jónína Jónatansdóttir var lengstum formaður V. K. F. Framsóknar og á erf- iðustu tímum þess. Verkakonur eiga mikið starf að þakka brautryðjendum félagsins, en beztu þakkir þeim til handa koma fram í áframhaldandi starfi á rétt- um félagsgrundvelli, með takmarkinu: Sömu laun fyrir sömu vinnu. VERKAKONAN 3

x

Verkakonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkakonan
https://timarit.is/publication/887

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.