Verkakonan - 01.01.1945, Blaðsíða 19

Verkakonan - 01.01.1945, Blaðsíða 19
Núverandi stjórn. Fremri röð: Anna Guðmundsdóttir Jóhanna Egilsdóttir Jóna Guðjónsdóttir Aftari röð: Guðbjörg Brynjólfsdóttir Sigríður Honnesdóttir Sigríður Ólafsdóttir 8 — Guðrún Sigurðardóttir 7 — Guðbjörg Brynjólfsdóttir 6 — Elínborg Bjarnadóttir 5 — Elka Björnsdóttir 5 — Gíslína Magnúsdóttir 5 — María Pétursdóttir 5 — Anna Guðmundsdóttir 4 — Aslaug Jónsdóttir 4 — Hólmfríður Ingjaldsdóttir 4 — Svava Jónsdóttir 4 — Herdís Símonardóttir 3 — Jóhanna Þórðardóttir 3 — Jónína Jósefsdóttir 3 — Sigrún Tómasdóttir 3 — Steinunn Þórarinsdóttir 3 — Helga Ólafsdóttir 2 — Jóhanna Jónsdóttir 2 — Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1 — Margrét Jónsdóttir 1 — Úlfhildur Eiríksdóttir 1 — Þjóðbjörg Jónsdóttir 1 — Núverandi stjórn skipa: Jóhanna Egilsdóttir formaður. Jónína (Jóna) Guð- jónsdóttir varaformaður. Anna Guðmundsdóttir gjald- keri. Guðbjörg Brynjólfsdóttir fjármálaritari og Sigríður Hannesdóttir ritari. Bókaðir eru 328 fundir hjá félaginu eða sem næst 11 fundir á ári til jafnaðar. Mörg mál hafa þar verið rædd, fyrst og fremst hin innri mál félagsins, kaup- gjald og vinnuskilyrði, einnig hafa þar oft verið fluttir fyrirlestrar og erindi um ýms almenn mál, þó að grunn- tónn þeirra flestra hafi verið verkalýðsmál eða jafn- aðarstefnan. Ekki mun unnt að segja með fullri vissu hvað margar konur hafi samtals gengið í félagið þessi 30 ár. En tals- vert á 4. þúsund munu þær vera. Margar hafa litla stund staðnæmst í félaginu, sem eðlilegt er, vinnu fé- lagskvenna er þannig háttað. Aðkomukonur gengu í félagið á vertíðinni, fóru heim fyrir sláttinn og komu ef til vill aldrei aftur. Ógiftar stúlkur gengu í félagið meðan þær unnu útivinnu, en gengu úr því aftur, þeg- ar þær giftust og urðu húsmæður. A fyrsta aðalfundi (1915) voru félagskonur 109, en á síðasta aðalfundi (1944) voru þær tæp 600. Mest hefur fjölgunin í fér laginu orðið eins og áður segir 1930, um 300 konur, en minnst árið 1920, aðeins 9 konur. Sírax á fyrsta fundinum kemur fram löngun félags- kvenna til þess að hjálpa og styrkja hver aðra, einkum þegar veikindi, slys eða óhöpp ber að höndum. En það er æði oft í húsum fátæklinganna. Þær efna því til samskota á fundum félagsins og veita beina fjárstyrki úr félagssjóði. Arið 1920 var svo stofnaður í félaginu „Styrktar- og sjúkrasjóður Verkakvennafélagsins Framsóknar“. Fjár í sjóðinn hefur verið aflað með ýmsu móti og hafa félagskonur lagt á sig geysimikla vinnu og erfiði til þess að efla hann sem mest. Flest árin hefur félagið haldið „basar“ og eru það ekki fá dagsverk, sem sú starfsemi hefur krafist. „Bas- arinn“ hefur líka oftast reynst töluverð tekjulind og hefur sá ágóði runnið til sjúkrasjóðsins. Oft hafa verið haldnar hlutaveltur, annað hvort til ágóða fyrir sjúkra- eða félagssjóð. Þá hefur félagið öll árin haldið einhverja skemmtun og venj alega fleiri en eina, auk afmælis- fagnaðar. Félagskonur hafa ætíð vandað vel til skemmt- VERKAKONAN 17

x

Verkakonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkakonan
https://timarit.is/publication/887

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.