Verkakonan - 01.01.1945, Blaðsíða 16

Verkakonan - 01.01.1945, Blaðsíða 16
Þó er mér sérstaklega minnisstæður klæðnaður fólks- ins, hvað hann var bágborinn og hvað mörg börn voru tötraleg. Þá man ég eftir, að ég sá fólk á skóm úr há- karlsskráp. — Ekki hefur nú fólkið verið ánægt með þetta. Datt því aldrei í hug að „gera skrúfu“, eins og verkföll hefðu víst heitið á þeirra tímamáli? — þeir reyndu ekki að kvika eða ranka við sér — Eg veit ekki hvað segja skal. Fólkið þekkti ekki annað en þetta, kúgunin var runnin því í merg og blóð. Því fannst flestu þakklætis- vert þann tíma árs, sem það þurfti ekki að vera svangt. Það hafði fáar tómstundir, í nútíma skilningi þess orðs, engin lífsþægindi, lítið nema vonlausan þrældóm. Um- komuleysið og öryggisleysið, hvað lítið sem ábjátaði, lamaði það og dró úr því kjark. Þetta var fólk, sem aldrei lagðist neitt til. — Já, það hefur ekki verið að ástæðulausu þó stofnuð væru verkamanna- og verkakvennafélög, en segðu mér nú, Guðfinna, eitthvað frá stofnun verka- kvennafélagsins. — og mál er að linni — Það var eins og þú veizt vorið 1914, sem frú Jónína Jónatansdóttir kallaði stúlkurnar af fiskstöðvunum til fundar, þó að félagið væri ekki formlega stofnað fyrr en um haustið. Félagsstofnuninni var yfirleitt vel tekið hjá stúlk- unum. Þó var við marga erfiðleika að stríða, sem þeir geta varla ímyndað sér, sem ungir eru núna. Það var t. d. ekki hægt að auglýsa fundina í neinu blaði til að byrja með. Því tók félagsstjórnin það ráð, að skipa konur í Austur- og Vesturbænum í svokallaða boðunarnefnd, en þær urðu að fara til allra kvenna, hver í sínu umdæmi og boða þeim fundina. Þá þýddi ekki að telja eftir sér sporin. Enda fengu stjórnarkon- urnar í Framsókn víst orð fyrir eitthvað annað fremur en að þær væru sporlatar. — Sjóveikar við sultarkjör — Vel man ég eftir mörgum þeim ferðum, sem þær áttu þá á fiskstöðvarnar. Það var margt, sem þurfti að líta eftir og margt sem aflaga fór. Aðbúðin á vinnu- stöðvunum og vinnuskilyrðin voru líka víða afleit. Þegar við t. d. vorum að „stúa“ niður í lestum í fisk- tökuskipunum hérna inn í Sundum, ætlaði sjóveikin alveg að gera út af við okkur, þrengslin, svækjan og ólyktin af kjölvatninu, allt hjálpaðist að. Og auðvitað datt engum einu sinni í hug, hvað þá að nokkur kvæði upp úr með það, að við ættum að fá sama kaup og karlmenn, þó að við t. d. bærum á móti þeim á börum allan daginn. — „Hættið allar“ — Meðan samtökin voru veik og ekki búin að fá fulla viðurkenningu, hvörki hjá atvinnurekendum eða hjá verkstjórunum, sem voru á ýmsan hátt valdamiklir hver á sínum stað, þurftum við stúlkurnar stundum að „taka til okkar ráða“, eins og sagt er, og hafa sjálfar samtök um ýmislegt, sem við vildum kippa í lag á okkar vinnustað. Ég man t. d. eftir því, að í Alliance' vild- um við fá að hætta að vaska klukkan 6 í stað klukkan 7. Við höfðum talað um þetta við yfirmennina, en lítil svör fengið. Svo að við sáum, að við yrðum að fara aðra leið, og þegar kl. var 6 næsta kvöld, kallaði duglegasta stúlkan, en hún var einn aðalforsprakkinn, „klukkan er sex, allar að hætta“ og við hættum 37 í hóp og drifum okkur úr vaskagallanum — en 3 stóðu eftir. Næsta dag kom svo aðaleigandinn og spurði: „Hvað gengur nú á, — hvað vilja þær nú?“ Og það stóð ekki á svör- unum hjá okkur: „Við viljum hætta að vaska klukkan sex, og þurfa ekki að hreinsa körin í okkar tíma.“ — „Ætli það sé ekki bezt að þið fáið að ráða þessu með tímann, en um körin skulum við tala seinna.“ Og þar við sat. Leiðrétting á þessu með hreinsunina á körun- um fékkst ekki fyrr en mörgum árum seinna. Þær hafa margt að segja úr 30 ára baráttusögu félags- ins, þessar tvær konur, um skilning og skilningsleysi, um hugsunarhátt og lífsskoðanir, sem okkur finnst, að fremur muni vera 300 ára en 30 ára gamlar, svo stór- kostleg er breytingin. Og þakkarskuld þeirra, sem nú eru ungir, við brautryðjendurna, — er hún ekki líka nokkuð stór? Pálína Þorfinnsdóttir: Horft um öxl Nú þegar Verkakvennafélagið Framsókn er þrjátíu ára væri ástæða til að við eldri verkakonur hér í Reykjavík næmum staðar og litum um öxl og hugsuð- um til þeirra tíma, er ekki var starfandi verkakvenna- félag hér í bæ, og svo fram eftir árunum, er baráttan og róðurinn til bættra iífsskilyrða kvenna var sem erfiðastur og um leið harðast sóttur. Hver mundu kjör vinnandi kvenna í þessum bæ og víðar hér á landi vera nú, ef Verkakvennafélagið Fram- sókn hefði ekki verið stofnað, og unnið markvisst bæði að bættum kjörum og um leið að menningarlegri þróun? Enda lagðist þá góðu málefni til velhæfur brautryðj- andi, er vaf sívakandi á verðinum, sem var frú Jónína Jónatansdóttir, sem var formaður félagsins fyrstu 20 ár- in, er það starfaði, og munum við, sem þá vorum meðlim- ir félagsins, aldrei gleyma þeirri óeigingjörnu fórnfýsi, mannkærleika og dugnaði, er sú mæta kona lét ætíð í té. Hennar viðkvæði var jafnan, er félagskonur fóru 14 VERKAKONAN

x

Verkakonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkakonan
https://timarit.is/publication/887

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.