Verkakonan - 01.01.1945, Blaðsíða 13

Verkakonan - 01.01.1945, Blaðsíða 13
unnu þess heit í hljóði að reyna að gera allt, sem í þeirra valdi væri til þess að rétta hlut félagsins — og sinn eigin, þó seinna yrði. Og eins og jafnan verð- ur í hörðum vinnudeilum: margir tengdust þá verka- lýðshreyfingunni og hugsjónum hennar þeim böndum, sem síðan hafa ekki slitnað. Samningur þessi rann út um haustið 1926 og fóru þá útgerðarmenn fram á að kaupið yrði 60 aurar eða þó helzt 55 aurar. Þeir höfðu einnig dregið s í n a lærdóma af verkfallinu. Félagið hafnaði þessum kröf- um. En þegar samningstíminn var útrunninn, lækk- aði kaupið niður í 60 aura í dagvinnu. Þessu undu félagskonur Framsóknar illa, og stjórnin fór nú með aðstoð margra áhugasamra kvenna að safna liði. Með óteljandi ferðum á allar fiskstöðvarnar, persónulegum áróðri og velundirbúnum fundahöldum, þar sem m. a. voru 200 konur á einum fundinum og 400 á þeim næsta, tókst félaginu að sameina konurnar svo, að í marz 1927 var samþykktur taxti með 70 aura dag- kaupi, eftirvinna 90 aura, nætur- og helgidagavinna 1.00. Gengu útgerðarmenn að þessum taxta, þegar þeir sáu einbeittni verkakvenna, og mátti þetta teljast sigur fyrir félagið, þegar litið er á hvernig málum var áður komið. Um áramótin fóru útgerðarmenn þess á leit, að samningar væru gerðir milli félaganna og fóru þá jafnframt fram á 10 aura kauplækkun á klst. í dag- vinnu. Þessu hafnaði félagið og fór svo, að sama kaup var greitt árin 1928, 1929 og fram í maí 1930. En þá var að undangengnum árangurslausum samninga- tilraunum samþykktur nýr taxti. Samkvæmt honum varð dagkaup 80 aurar á klst. Eftirvinna- og helgi- dagavinna 1.50, nema við samantekningu á þurrfiski kl. 6—8 að kvöldi, þá 1,00. Aður en taxti þessi var samþykktur, höfðu stjórn og áhugalið Framsókn- ar gert nýja á r á s á fiskstöðvarnar og haldið nokkra almenna fundi fyrir verkakonur, með þeim árangri, að um 300 konur gengu í félagið, og er það mesta fjölgun á einu ári, sem orðið hefur í félaginu. Gengu atvinnurekendur síðan að þeim taxta. Þó var hér undantekning, sem síðar á árinu 1930 leiddi til nokkurra tíðinda. S.Í.S. hafði þá nokkur undanfarin ár iátið hreinsa að haustinu garnir til útflutnings. Unnu við þetta nokkrar stúlkur og kom í ljós að þar voru ekki greiddir nema 70 aurar á klukkustund. Samn- ingatilraunir urðu árangurslausar. Leitaði þá stjórn Framsóknar fulltingis hins nýstofnaða Verkamálaráðs Alþýðusambandsins og stjórnar Dagsbrúnar. Veittu þessir aðiljar verkakonum fullan stuðning, og var vinna stöðvuð í garnastöðinni „með handafli“ og hófst þar með hin svokallaða garnadeila. Hún var örlagarík fyrir verkalýðshreyfinguna m. a. af því, að hún var óræk sönnun þess, að nú væri nýtt tímabil að hefjast. Utskagalýðurinn var að rumska fyrir alvöru og búast til sóknar. Hér er ekki rúm til að skýra frá at- burðum, en deilunni lauk með sigri félagsins. Herdís Símonardóttir Næstu árin eftir 1930 voru á marga lund erfið fyrir verkalýðsfélögin. Kreppa og atvinnuleysi dundi yfir og bitnaði mest og þyngst á verkalýðnum. Orka verkalýðs- félaganna beindist því fyrst og fremst að því, að reyna að tryggja fólkinu einhverja atvinnu. Atti verkakvennafélagið öflugan þátt í baráttunni fyrir atvinnubótum, sérstaklega fyrir konur, og studdi að því, að konur fengu nokkra vinnu á sauma- stofu Vetrarhjálparinnar að vetrinum. Var það bein- línis fyrir forgöngu félagsins, að sérstakar fjárupphæðir voru ætlaðar til þess á fjárhagsáætlun bæjarins. Taxta félagsins fyrir fiskþvott var tvívegis breytt á þessum árum til hækkunar, 1933 og 1934. En dagkaup hélst hins vegar óbreytt til haustsins 1937, en þá tókust samningar og hækkaði dagkaupið í 90 aura, eftir- og helgidagavinna í 1.65 á klukkustund. Þá fékk félagið einnig forgangsrétt meðlima sinna viðurkenndan, og margvísleg önnur hlunnindi. Næst voru samningar gerðir 1942. Hækkaði kaup þá um 55%. Varð 1.40 í dagvinnu, 2.10 í eftirvinnu og 2.80 í nætur- og helgidagavinnu, auk verðlagsuppbótar. Akvæðisvinna hækkaði að sama skapi. Þá fengu verka- konur viðurkenndan 8 stunda vinnudag. Einnig sumar- frí og greiðslu fyrir 6 veikindadaga. Sl. vor (1941) sneri stjórn verkakvennafélagsins sér til atvinnurekenda og fór fram á kauphækkun hlut- fallslega við það, sem nokkur verkalýðsfélög höfðu þá fengið, en samningum hafði ekki verið formlega sagt upp, þannig að félagið hefði ekki getað barist fyrir sínu máli með verkfalli. En nú voru tímarnir breyttir og aðstaða verkalýðsfélaganna önnur en áður var. Það talar sínu skýra máli um þá viðurkenningu, sem verka- kvennafélagið hefur öðlast, að atvinnurekendur urðu við þessum tilmælum og kaupið hækkaði í 1.64 í dag- vinnu, eftirvinnu kl. 5—8, kr. 2.46, nætur- og helgidaga- vinnu, 3.28 auk verðlagsuppbótar. Tíeyringarnir tveir frá 1914 hafa því drýgst í með- förum verkakvennafélagsins þessi 30 ár. Hin þrautseiga (Frh. á bls. 16.) VERKAKONAN 1 1

x

Verkakonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkakonan
https://timarit.is/publication/887

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.