Foreldrablaðið - 01.12.1951, Qupperneq 2
Æskan - þjóðfélagið
ÝMISSA ORSAKA ER LEITAÐ, þeg-
ar gagnrýni er stefnt að uppeldis- og
skólastarfi þjóðarinnar. Veldur þar miklu
um viðhorf manna og persónuleg afstaða,
en ljóst mætti það öllum vera, að vanda-
mál uppeldisins yfirleitt eiga fyrst og
fremst rót sína að rekja til veilna í þjóð-
félagsheildinni. Að minnsta kosti er það
sönnu nær en hitt, að gallar þjóðfélags-
ins stafi af því, sem aflaga fer í uppeldis-
starfinu. Á hinn bóginn skyldi uppeldið
miða að því að bæta þjóðfélagið smátt og
smátt — vera viðleitni í þá átt að ala upp
einstaklinga, er standa feðrum sínum
framar. Verður því ljóst, að uppeldið í
víðasta skilningi er glíma við það, sem
mest er áfátt allri heildinni.
Þessar hugleiðingar hafa víst ekki mik-
ið hagnýtt gildi, en ættu þó að geta glætt
ofurlítið skilning manna á því, hvílíkur
vandi er þeim á höndum, sem öðrum
fremur eiga að annast uppeldisstarfið,
og einnig hinu, hvort ekki megi leita
orsakanna að einstökum
vandamálum í því and-
rúmslofti, sem ráðandi
kynslóð hefur sjálf skap-
að, eftir að hún tók við
af hinni næstu á undan.
Er ekki t. d. ástæða til
að ætla, ef lausung og
ábyrgðarleysi fer í vöxt
með æskunni, að fyrst
hafi verið slakað á kröf-
um hinna fullorðnu til
sjálfra sín í þeim efn-
um? Er ekki ástæða til
að ætla, ef æskan tekur
að vanrækja göfugar menntir, að fullorðna
fólkið hafi áður lagt þær til hliðar fyrir
öðrum viðfangsefnum? Er ekki líklegt,
að eyðslusemi æskunnar stafi af agaleysi
og óreiðu fullorðinna í fjármálum? Og
fjölgar ekki þeim unglingum, sem leiðast
út á glapstigu, þegar afbrot, óregla og los
grípur um sig með þjóðarheildinni?
Þannig mætti lengi telja, en þess ger-
ist ekki þörf. Börnin læra málið, af því
að það er fyrir þeim haft, og sömuleið-
is aðra hluti, góða og illa. Róðurinn
þyngist því fyrir uppalendunum, ef ráð-
andi kynslóð slakar á klónni við sjálfa
sig. Og jafnframt er hætt við, að ósann-
gjarnar kröfur séu gerðar til þeirra um
árangur, þar eð lærdómi, þroska og sið-
gæði æskunnar er síður jafnað saman
við ástand heildarinnar á sama tíma
heldur en við meira og minna óljósar
minningar fullorðinna um æsku sína og
feðra sinna. Hins vegar er aldrei meiri
þörf á skeleggri uppeldisviðleitni en ein-
mitt þá, er fordæmi fullorðinna hefur
versnað, og oft þarf þá meira til þess eins
að halda í horfinu en að leggja grundvöll
að nokkurri framsókn áður. En hverjum
sem um er kennt, þegar aflaga fer, heyr-
ist þó sjaldnast bent á það, að orsakanna
sé að leita hjá heild-
inni og haga þurfi
endurbótum með hlið-
sjón af því. Hitt er
stórum algengara, að
æskan og kennarar henn-
ar, sem einkum ann-
ast uppeldið með heimil-
unum, fái orð í eyra.
Þeim er vandaminnst um
að kenna, en vanmeta
skyldi enginn vald þjóð-
félagsaðstæðnanna og
fordæmis hinna fullorðnu
á uppeldinu.
Útgefandi: Stéttarfélag barna-
kennara í Reykjavík. Útgáfuráð:
Guðjón Jónsson formaður, Jens E.
Níelsson, Sigurður Magnússon, Stef-
án Ol. Jónsson og Valdimar Össur-
arson. Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmars-
son, Langholtsveg 90. Upplýsinga-
sími 6157. Argangurinn kostar kr.
20.00.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
2 FORELDRABLAÐIÐ