Foreldrablaðið - 01.12.1951, Qupperneq 20
Tvö vinstri fótar stígvél
og annað allt of lítið
„I-hi-hi, a-ha-ha, ih-hi—hi . . .“ Þama stóð
Stína framan við dyrnar og hágrét. — „Hvað
gengur að þér, Stína mín?“ Kennarinn hafði ver-
ið að ganga frá bókum og fylgdi börnunum ekki
út eins og venjulega. Flest þeirra voru þegar
horfin.
„Þa-ha-hað he-he-fur . . .“ byrjaði Stína. En
kennarinn sá þegar, hvernig í öllu lá. Stína var
komin í annað stígvélið, svo hélt hún á öðru
stígvéli, sem átti á sama fót. Einhver hafði tekið
stígvélið hennar í misgripum og skilið sitt eftir.
Innan lítillar stundar myndi ein mamman fara
að sneypa lítinn snáða, sem hafði glatað öllu
séntilmannasniði og kom þrammandi á tveimur
hægri fótar stígvélum. Og önnur mamma átti senn
von á Stínu sinni . . . ja, hvað var annars til
ráða með Stínu? Auðvitað verður að reyna að
láta hana lalla á tveim vinstri fótar stígvélum og
vonast eftir leiðréttingu á morgun. Bara að
mamma taki atburðunum meíj stillingu og verði
góð við hjartakrúttið sitt — litla, elskulega ung-
frúin á ekki sök á mistökunum.
En, — móðir góð — þú, sem lézt annríkið
hindra þig frá að merkja stígvél barnsins þíns,
viltu nú gefa gott ráð í vsnda: Stígvélið, sem
Stínu var eftir skilið, er svo lítið, að hún kemst
með engu móti í það.
FORELDRAR! Gleymið ekki að merkja
stígv.él og yfirhafnir skólabarnanna!
: Gleðileg jól! : Gleðileg jól! j:
! Gott nýtt ár! : Gott nýtt ár! !;
Vélsmiðjan Hamar h.f. Verzl. Áhöld. :;
1 Gleðileg jól Gleðileg jól! ;
: °S g°tt nýtt ár! Gott nýtt ár! j!
Bókabúð Æskunnar. Vélsmiðjan Héðinn. j!
: Gleðileg jól : og gott nýtt ár! !; Miðgarður. Gleðileg jól! : Gott nýtt ár! \ Vef naðarvöruverzlunin ! Týsgötu 1.
20 FORELDRABLAÐIÐ