Foreldrablaðið - 01.12.1951, Page 13

Foreldrablaðið - 01.12.1951, Page 13
Hendrik Ottósson: Jól í Reykjavík fyrir 40 árum JOLIN I REYKJAVIK fyrir 40—50 árum voru orðin nokkuð frábrugðin því, sem tíðkazt hafði til sveita og tíðkaðist sjálfsagt enn um það leyti. Matur var breyttur og matarskömmtun þekktist ekki. Reykjavík var nokkuð stór kaup- staður, og fólk hafði að mestu tekið upp danska siði, enda eðlilegt, því að erfitt var að halda gamlar íslenzkar venjur í kaupstöðum, einkum í Reykjavík. fs- lenzkur matarforði var af skornum skammti hjá almenningi, en hins vegar var úrvalið meira af öðru, því að margar voru yerzlanirnar. Umhverfið skapar og mótar manninn, umhverfið og atvinnuhættir. Umhverfið mótaði einnig jólin og mótar þau enn. — Eg get bezt lýst jólum í Reykjavík fyrir 40 árum, en þá var ég fjórtán ára. Við vorum 9 manns í heimili þá, foreldrar mínir, móðuramma, systkinin 5 (14, 12, 10, 5 og IV2 árs) og svo vinnustúlka. SKÓLAR hættu venjulega tveim dög- um fyrir Þorláksmessu á vetur. Síðustu ^agarnir í skólanum voru jafnan hinir skemmtilegustu. Þá var lítið um yfir- ^eyrslur, en kennarar sögðu sögur. Þær v°ru nokkuð misjafnar og féllu okkur líka misjafnlega vel. Sumar voru trúarlegs efnis, en þær fóru, held ég, fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, einkum ef P*r voru sorglegar. Sumt voru gaman- sögur og sumt stuttir reyfarar. Bezt kunn- Lm við flest við sögurnar hans séra Bjarna jaltesteds. í þeim voru einhverjir atburð- Í5’ sem hresstu okkur upp, enda las séra jarni þær með ágætum. m höfðum nóg að gera heima á kvöld- 1X} síðustu dagana fyrir jól. Allt jóla- s rautið var tekið fram og athugað, hvort n° kuð hefði laskazt við geymsluna, og svo voru búnir til jólapokar. Það var sér- lega hátíðleg athöfn, sem fór fram uppi á lofti í stofunni hennar ömmu. Nokkrar arkir af mislitum gljápappír höfðu verið keyptar, og svo var setzt við að klippa þær. Jólapokarnir voru líka kallaðir hjörtu. Við elztu krakkarnir aðstoðuðum ömmu við verkið og kepptumst við. Við reyndum að gera pokana sem allra skraut- legasta með margs konar útflúri og lit- um. Auk þessara poka mátti og kaupa myndaarkir í búðum, og voru úr þeim klipptar körfur og kramarhús eftir prent- uðum línum, og svo voru þau límd sam- an á fyrirfram ákveðinn hátt. Mamma og pabbi keyptu venjulega lít- ið jólatré, sem hafa mátti á borði. Það var geymt til jóla bak við hús, til þess að það héldist betur, því að það átti að duga fram yfir áramót. Aðfangadagur var alltaf lengi að líða. foreldrablaðið 1 3

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.