Foreldrablaðið - 01.12.1951, Side 15

Foreldrablaðið - 01.12.1951, Side 15
Eftir að við höfðum látið í ljós aðdáun okkar á trénu, fagurlega skreyttu og hlöðnu alls konar góðgæti, gengum við í hring um það og sungum jólasálmana, „Heims um ból“, „I Betlehem er barn oss fætt“ og aðra, sem við kunnum. Sálmarnir voru að vísu ekki íslenzkir að uppruna, en þeir eru allra þjóða eign, sem jjól halda á svipaðan hátt og gert er í lútherskum sið. Við vorum varla búin að syngja sálm- ana til enda, þegar byrjað var að úthluta jólagjöfunum. Eg var nú orðinn það stór, að ég var vaxinn upp úr gullum. Yngri krakkarnir fengu gull, en ég fékk bækur. Svo fengum við alltaf eitthvað fatakyns, ikyrtur, sokka eða annað slíkt, sem við slitum mest. Amma mín prjónaði mér yenjulega sokka — ég á enn þá sokkapar, em hún prjónaði handa mér. Svo skipt- st fullorðna fólkið á gjöfum. Þegar kert- ín voru brunnin út, voru ný tendruð í stað þeirra, og þá var sælgæti og ávöxt- um úthlutað. Jafnvel þótt stutt stund væri iiðin frá þvf, að við stóðum á blístri eftir •'júpnaátið, gátum við samt fyrirhafnar- ítið etið brjóstsykur, súkkulaði og epli. — Já börnin geta alltaf troðið góðgæti í sig. Seinna um kvöldið gengum við elztu ^rakkarnir út. Við löbbuðum eftir Vest- urgötunni, rétt aðeins til þess að kæla okkur eftir hitann inni í húsinu. Alls -staðar loguðu ljós í húsum. Sums staðar ■nátti sjá, að fólk hafði farið til kirkju og því orðið síðbúnara að tendra jólatré. Fátt fólk var á ferli, helzt það, sem var að fara í heimsókn til skyldmenna sinna. Þegar við komum inn aftur, var drukk- ið kaffi og snæddar kökur. Eftir það var :>pilað, helzt „púkk“ eða „hálftólf“. Það 'ar siður hjá okkur, að safna einseyring- nm og voru þeir notaðir í stað spilapen- lnga. Þeir voru helzt ekki snertir nema Um jólin og svo um nýárið. — Laust oftir miðnætti var farið í háttinn, en næsta morgun vakti mamma okkur með kaffi og kökum. Milli jóla og nýárs var farið í heim- sóknir til kunningja og ættmenna, en auk þess fórum við á jólatrésskemmtun í bamastúkunni okkar. Þannig liðu jólin hjá okkur á Vestur- götu 29, og þannig held ég, að þau hafi liðið hjá flestum Reykvíkingum. Að vísu var margt fólk, sem ekki gat veitt börn- um sínum slíkan jólaglaðning, sem for- eldrar okkar veittu okkur, en þó held ég, að flestir hafi gert sér einhvern dagamun. Vonandi verður það svona um ókomn- ar aldir, meðan íslenzk tunga er töluð um Islandsbyggð, meðan friður helzt og farsæld eykst. Vonandi tendra foreldrar jólatré handa börnum sínum og láta gleði þeirra og tindrandi hvarmaljós bægja burt hugsun um strit og ama lífsins. Öldungur nemur sund Hann er að læra að synda, þótt aldraður sé. Ef til vill er hann að æfa sig undir norrænu sund- kcppnina? FORELDRABLAÐIÐ 1 5

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.