Foreldrablaðið - 01.12.1951, Side 4
RITSTJÓRI FORELDRABLAÐSINS
hringdi áðan og bað mig að skrifa eitthvað
um jólaskemmtanir í barnaskólunum.
Áður en reynt er að verða við þeirri
beiðni, er rétt að geta þess, að ég er ekki
svo gamall í hettunni, að ég kunni að
rekja sögu þeirra í barnaskólum Reykja-
víkur, og mun ég því rabba eitthvað um
an, sem áttu ekki sakir fátæktar aðstand-
enda kost annarra jólaskemmtana en
þessara. Þetta og ýmislegt annað olli
því, að kennarar urðu sammála um að
efna til almennra jólaskemmtana, sem öll
börn gætu notið, en þar með lögðust nið-
ur bekkjaskemmtanir þær, sem fyrr eru
greindar, og síðan hafa skemmtanir ver-
SIGURÐUR M AGNUSSON :
Jólaskemmtanir
barnaskólanna
jólaskemmtanir í Austurbæjarskólanum,
eins og ég man þær síðasta hálfan annan
áratuginn, en ég veit ekki betur en
skemmtanir annarra barnaskóla bæjar-
ins hafi yfirleitt vei;ið með svipuðum
hætti og þar undanfarin ár.
Sú venja mun hafa myndazt fyrir all-
löngu, að síðasta skóladeginxnn fyrir jóla-
fríið væri varið til einhverrar skemmt-
unar. Börnin komu þann dag venju frem-
ur vel til fara. Oft höfðu þau æft samtals-
þátt eða smáleikrit, stofan var skreytt
með ýmsum hætti, kveikt var á jólakert-
um, kennarinn las jólasögu, dansað var
stundarkorn í efstu bekkjunum. Misjafn-
lega löngum tíma var varið til undirbún-
ingsins bæði af börnum og kennurum, og
afleiðingin varð vitanlega sú, að sum
barnanna fengu af þessu litla skemmtan,
önnur mikla, en það olli öfund og varð á
ýmsan hátt til leiðinda. Einkum þótti illt
til þess að vita, ef þau börn urðu útund-
ið sameiginlegar í hverjum aldursflokki
fyrir sig, en í hverjum þeirra eru 2—300
böm árlega í Austurbæjarskólanum.
Undirbúningur jólaskemmtananna hefst
með því, að formaður þeirrar þriggja
manna skemmtinefndar, sem kosin er úr
hópi kennara fyrir hvern aldursflokk
barnanna, kemur í heimsókn, minnir á
það, sem í vændum er og spyrst fyrir
um, hvað bekkurinn vilji leggja af mörk-
um. I fyrstu er þar ekkert að finna, nema
eyðimörk tóma, — enginn hefur neitt til
brunns að bera. Svo spyr einhver áræð-
inn: „Megum við kannske leika?“ „Já,
auðvitað megið þið leika.“ — Og þá er
tekið að ræða um eitthvert það leikrit,
sem viðráðanlegt sé. — í sambandi við
það langar mig til þess að segja þeim,
sem lesa þennan greinarstúf og fást við
einhverja grein skáldskapar, að eitt af
því, sem tilfinnanlegast skortir í barna-
skólunum, eru leikrit, samin fyrir börn.
4 FORELDRABLAÐIÐ