Foreldrablaðið - 01.05.1952, Side 4
því efni nánari skil síðar. Það er annar
flokkurinn, hinar fjölmörgu æskilegu
námsgreinar, sem hér verður fjallað um,
þessi flokkur í heild, en ekki einstakar
greinar. Hve mikla áherzlu á að leggja
á þennan flokk, hversu ríkt á að ganga
eftir því, að allir nemi hinar æskilegu
greinar?
Þar sem allrækilegri verkaskiptingu
manna hefur verið komið á, þarf hver um
sig ekki að kunna margt né vita mikið
fyrir utan sitt eigið starfssvið, til að geta
verið farsæll einstaklingur og nýtur þjóð-
félagsþegn. Meira að segja er fullkomið
vafamál, að honum sé raunverulega greiði
gerr með fræðslu um aðra hluti. Eigi að
síður er það ef til vill gagnleg sannfær-
ing og jafnvel nauðsynleg, þótt hæpin sé
að sannleiksgildi, að öllum sé bezt að vita
sem mest, því að hún örvar til æskilegrar
stefnu, ef hún aðeins kann sér hóf.
Nú getur enginn maður numið alla
þekkingu né öðlast alla leikni, og flestir
menn gætu aðeins náð örskammt á þeirri
braut, þrátt fyrir hagkvæmustu aðstöðu
í hvívetna. Reynslan sýnir, að okkur er
örðugt að sætta okkur við þessa stað-
reynd. Bera skólarnir því ef til vill ljósast
vitni með fastheldni við hefð þeirra tíma,
er enn þótti nokkur von um, að lærður
maður næði tökum á allri þekkingu. Þetta
var ekki svo alvarlegt, meðan nemend-
urnir voru frjálsir að því, hvort þeir
beygðu sig undir ok menntunarinnar, og
meðan þeir hinir sömu voru úrvalsmenn
að námsgáfum og siðferðisþroska. En mál-
ið horfir ólíkt við, þegar komin er á al-
menn skólaskylda.
Mikið af hinu almenna, æskilega námi
verður nemendunum að litlu gagni í sjálfu
sér. Að vísu getur næstum hvaða verk-
efni sem er, haft nokkurt gildi, þótt það
komi ekki beinlínis í ljós, en þá er eink-
um um að ræða nytsemi, sem engan veg-
inn er bundin akveðnum greinum, sem
þess vegna sé rétt að skylda alla til að
nema. Hlutverk hinna almennu, æskilegu
greina og tilgangurinn með lögskipun
þeirra hlýtur fyrst og fremst að vera að
opna hug nemandans, að sýna honum
möguleikana og halda sem flestum leið-
um opnum, þangað til að hann getur sjálf-
ur valið skynsamlega á milli þeirra. Þetta
er ágætt, en það má ekki leiða til þess, að
reynt sé að steypa alla menn í sama móti.
Einstaklingarnir eru misjafnir, sem betur
fer, það eru aðeins fáir, sem vilja blása
básúnu og hentar að gera það að ævi-
starfi, aðrir eru efni í vísindamenn, verka-
menn og bændur o. s. frv., og þessi skipt-
ing er einmitt þjóðfélagsleg nauðsyn. Al-
menn skólaskylda verður að rúma alla
þessa fjölbreytni, því að hvorki er mögu-
legt né æskilegt að gera alla einstaklinga
eins. Skólaskyldan má ekki verða til þess,
að til ákveðins aldurs og um margra ára
skeið sé hverjum nemanda skilyrðislaust
ætlað að lúta _ ákveðnum lögmálum um
nám og starf, þótt þar um megi setja meg-
inreglur til leiðbeiningar. Jafnvel einlæg-
asta sannfæring um hvað nemandanum sé
æskilegast að vinna og kunna, má ekki
leiða til slíkrar aðferðar, sem þó gætir
mjög í skólum okkar og sennilega í vax-
andi mæli vegna landsprófanna.
Aður var tekið fram, að flestar náms-
greinar, sem nú eru kenndar í barna- og
unglingaskólum séu æskilegar, en þó álít
ég ýmsar þeirra þarflausar þorra nem-
enda og sumar jafnvel gagnslausar með
öllu. I stað þeirra þarf að koma annað,
sem nú er vanrækt. Ég sleppi öllum rök-
stuðningi fyrir þessu áliti, en bendi að-
eins á sem dæmi, að mér virðist öllum
þorra fólks koma að litlu haldi mikill hluti
þess, sem numið er í málfræði og stærð-
fræði, svo að nefndar séu tvær greinar,
sem einna veglegastan sess skipa í íslenzk-
um skólum. Og á hinn bóginn virðast
menn hafa komizt allvel af án þeirrar
kunnáttu og gera það enn. Ég hef sjálfur
haft mikla ánægju af þessum greinum og
4 FORELDRABLAÐIÐ