Foreldrablaðið - 01.05.1952, Side 5

Foreldrablaðið - 01.05.1952, Side 5
tel æskilegt, að allir kunni sem mest í þeim, en þarflaust sýnist mér það mörg- um eigi að síður. Segja má raunar, að nemandinn hafi óbeinlínis margvíslegt gagn af að ná tökum á þessum fræðum, en það gildir ekki síður um önnur við- fangsefni, sem hefðu um leið meira hag- rænt eða siðferðilegt gildi. Böm eru fróðleiksfús og athafnasöm. Þau vilja læra, þau vilja taka á öllum kröftum við nám og starf, ef allt er með felldu. Því er ástæða til að efast um, að sú fræðsla eigi rétt á sér, sem barn not- færir sér ekki af frjálsum vilja. Sá grun- ur vaknar, að annaðhvort sé óheppilegt, viðfangsefnið eða kennsluaðferðin — nema axmað sé að, t. d. heilsa bamsins eða heimilisástæður, sem þá er brýnni þörf að bæta úr en að knýja barnið til náms. Sumir halda, að með þessu sé átt við, að ekkert nám eigi rétt á sér nema það sé skemmtilegt, það sé leikur. En það er mikill misskilningur. Börn geta engu síður en fullorðnir leyst af hendi óskemmtilegt verk af eigin hvötum. Sumt þarflegt nám hlýtur alltaf að vera leiðin- legt einhverjum, sem engu að síður vilja tileinka sér það og hafa þess full not. Ef barn vill læra grein, þrátt fyrir að því leiðist hún, er það því aðeins holl áraun, sem að vísu þarf að stilla í hóf. En skyld- an býður þeirri hættu heim, að barninu finnist námið — að minnsta kosti hið leiðinlega nám — stundað öðrum til þægð- ar, og sú afstaða er rót margs ills. Nauð- ungarvinna er eitt ljótasta orð tungunn- ar, og vel mætti okkur vera ljóst, að hún er háskalegri börnum en fullorðnu fólki. Russell segir í bók sinni, sem áður var vitnað í: „Leiðinlegt verk, sem nemendunum er þröngvað til að gera af kennaranum, er afleitt, en leiðinlegt verk, sem nemandinn tekur sér fyrir hendur af frjálsum vilja og gerir að metnaðarmáli sínu, er verð- mætt, ef það lendir ekki í öfgar“. Sannast sagna rennum við svo blint í sjóinn um það, hvað verða muni hverj- um einum til mestrar farsældar, að okk- ur er skylt að fara mjög varlega á þeirri braut að „hafa vit fyrir“ öðrum og þvinga þá til hlýðni, þótt það sé í góðu skyni gert. Minni ábyrgðarhluti er að gefa ein- staklingnum frelsi til að vera sinnar gæfu smiður, og það ætti að gera í sem ríkust- um mæli. Framtak hans ætti að hefta eins lítið og sæmilegt öryggi samborgar- anna leyfir, og það ætti sem minnst að knýja hann til verka. Rétt er að laða hann og lokka til að gera það, sem við álítum honum bezt, honum skyldu veitt tækifæri, hann ætti að fá ráð og leiðbeiningar, en síðan ætti hann að vera frjáls að því, hvað hann gerir í sjálfs sín þágu. Fáeinir munu nota frelsið til að sleppa tækifærunum, en er það háskalegra en veilur valdboðs- ins? Enginn þarf að ætla sér þá dul, að hindra með valdi og skipulagningu að tækifæri glatist, að tryggja að einskis verði að iðrast um meðferð liðins tíma. Skólinn ætti hins vegar ævinlega að vera reiðubúinn að svala þekkingarþrá, hvort sem hún vaknar hjá barni, unglingi eða fullorðnum manni, að sjálfsögðu innan einhverra skynsamlegra takmarka. Rétt- lætishugsjón skólaskyldunnar ætti þann- ig meir að beinast í þá átt að fullnægja óskum um menntun, þegar þær raunveru- lega koma fram. Fræðsluskylda ríkisins ætti ekki að vera rígbundin við ákveðinn aldur, miklu fremur t. d. við ákveðna tímalengd. Ymsir hinna lærðustu manna voru smalar eða skútukarlar fram eftir aldri og höfðu þaðan eigi ódrýgra vega- nesti en hitt, er sótt var í vizkubrunna háskólanna. Ekki er hægt að ræða um skólaskyldu án þess að minnast á prófin. Bæði nem- endur og kennarar stynja undir prófum, en í beggja hópi eru líka margir, sem hrósa happi yfir þeim. Vél er hægt að prófa, því að hún geng- FORELDRABLAÐIÐ 5

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.