Foreldrablaðið - 01.05.1952, Page 7
ar allt þetta leggst á eitt, ásamt öðru
ónefndu, er augljóst, að hér bíður mikið
og erfitt verk úrlausnar. Þeim mun ötul-
legar þarf að hefjast handa.
Kennaraskólanum ber að sjálfsögðu að
hafa forystu um að bæta úr skorti á verk-
kunnáttu kennara. Til þess vantar hann
hins vegar öll skilyrði. Prófhyggja og
værugirni samtímans örvar lítt til stórra
átaka eða nýrrar stefnu í menntun kenn-
ara. En jafnvel ofurmannlegur kraftur,
hugvit og snilli gæti heldur ekki bætt upp
hina ömurlegu aðstöðu kennaraskólans.
Eitt allra þýðingarmesta atriðið í skóla-
málum okkar er því það, að koma málum
hans í viðunandi horf, búa hann svo að
húsum og áhöldum, að hann geti orðið
sínu mikilvæga hlutverki vaxinn. Á starfi
hans grundvallast að verulegu leyti starf
allra annarra skóla, og ætti því að vanda
þeim mun betur til hans á allan hátt, í
stað þess að láta hann vera eins konar
Oskubusku meðal skólanna. Hinn full-
komnasti kennaraskóli getur að vísu ekki
geíið tryggingu fyrir misfellulausu starfi
annarra skóla, en lélegur kennaraskóli er
sæmileg trygging þess, að flestir aðrir
skólar misheppnist að meira eða minna
levti.
-----o----
Hlutverk þjóðfélagsins er að efla far-
sæld þegnanna, hópsins alls, en um leið
sérhvers einstaklings, því að einstakling-
arnir mynda hópinn, sem einstaklingar
reyna þeir farsæld eða ófarsæld. Geti ein-
staklingurinn ekki aflað sér lífsnauðsynja,
er bein skylda þjóðfélagsins að koma hon-
um til hjálpar, hvort sem hann skortir
líkamsburði, vit eða framtak. Þessi skylda
þjóðfélagsins rekur ekki uppruna sinn til
kristindóms né annarra hugsjóna eða sið-
fræði, heldur ekki til samvinnustefnu né
sósíalisma, enda þótt hún samrýmist þess-
um stefnum, heldur á hún sér þær ein-
foldu forsendur, að samfélagi mannanna,
þjóðfélaginu, er beinlínis ætlað þetta hlut-
verk. Aðeins sá, sem gerir uppreisn gegn
samfélaginu, t. d. með því að neita að
vinna fyrir brauði sínu eða á annan alvar-
legri hátt, glatar rétti sínum til hjálpar
þess. Þannig ber þjóðfélaginu að tryggja
hverjum vinnufúsum manni atvinnu, að
svo miklu leyti sem framtak einstakling-
anna sjálfra hrekkur ekki til. Án efa er
þróun mannkynsins hagfelldast, að per-
sónulegt framtak hafi sem mest svigrúm
og fái notið sín sem bezt, þótt öryggi fjöld-
ans krefjist allmikillar skerðingar þess —
og öryggi er kjörorð tímans. En á hinn
bóginn má engin ímynduð virðing fyrir
einkaframtaki, sem því miður er orðið
pólitískt slagorð og því vandnotað, verða
til þess að villa mönnum sýn um þá ein-
földu og augljósu skyldu þjóðfélagsins,
sem áðan var greind. Bregðist það henni
að ráði, er það ekki hlutverki sínu vaxið
og hlýtur að tortímast fyrr eða síðar.
En mönnum er ekki aðeins þörf að vinna
til að sjá sér farborða, heldur einnig af
því að iðjuleysi er óhollt. Og iðjuleysið
er jafn háskalegt, hvort sem maður hefur
fyrir fleirum að sjá eða er sjálfur á fram-
færi annarra. Þess vegna er jafn skylt að
vernda börn og unglinga frá iðjuleysi eins
og að fá fjölskylduföður lífeyri. Að sumu
leyti er sú nauðsyn enn brýnni, þvl að
verkefnaskorturinn leikur óþroskaðan
ungling verr en fullmótaðan mann. Og
þá komum við enn að skólanum, að þriðju
röksemd skólaskyldunnar, — því að:
„Hvað ættu krakkarnir að gera, ef skól-
inn væri ekki?“
Þannig heyrist oft spurt, og má venju-
lega greina á raddblænum, að spyrjand-
inn þykist hafa hitt naglann á höfuðið og
fært óhrekjandi rök að nauðsyn langrar
skólaskyldu. í mínum eyrum hljómar
spurningin að vísu miklu fremur sem
óbein yfirlýsing um, að skólinn sé engan
vcginn hin rétta lausn, hann sé raunar
skárri en iðjuleysi og slæpingsháttur,
FORELDRABLAÐIÐ 7